Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Side 21
„Fyrst og fremst er liðið hefur verið að rétta úr kútnum og koma sér ofar í töflunni,“ segir Björgólfur Takefusa, leikmaður KR, hógvær um árangur sinn í ár sem státar af marki í leik í öllum keppnum. „Ég er að sjálfsögðu mjög sáttur með árangurinn og slæ ekki hendi á móti þessum átta mörk- um í deildinni. Samt án alls gríns er ég mest ánægður með að við sem lið höfum lagað okkar leik og sitjum í 3. sæti í stað þess að vera við botninn,“ segir Björgólfur. „Mitt gengi persónulega helst al- gjörlega í hendur við gengi liðsins og það sést alveg á okkar leikjum. Um leið og við náum því sem heitir að spila okkar leik og kynnast betur sem leikmenn þá fór þetta að detta inn hjá mér. Það er alltaf auðveldara að skora mörk og líta út fyrir að vera góður í fótbolta þegar maður er í svona góðu liði,“ segir Björgólfur og hlær. Þunglyndi í fyrra KR átti afleitt Íslandsmót í fyrra og var nálægt því að falla allar götur fram undir lokaflaut mótsins. Byrjun- in í ár var heldur enginn dans á rósum því eftir sigur í fyrsta leik tapaði KR næstu þremur leikjum. „Mér fannst liðið taka mun betur á byrjun móts- ins heldur en í fyrra og þannig náð- um við að rétta okkar hlut strax,“ seg- ir Björgólfur sem fer ekkert leynt með vonbrigðin á síðasta tímabili þar sem hann sjálfur skoraði aðeins 4 mörk í 18 leikjum. „Árið í fyrra var einfaldlega öm- urlegt. Maður var í hálfgerðu þung- lyndi svona eins og allt liðið eiginlega og við tókum aldrei rétt á því fannst mér. Við náðum aldrei að koma okk- ur á beinu brautina. Í ár byrjuðum við líka skelfilega en þá var strax tal- að um að við skyldum ekki detta í eitt- hvað þunglyndi heldur vera jákvæðir og þetta skyldi koma hjá okkur,“ seg- ir Björgólfur en KR er komið í 3. sæti deildarinnar. Smellpassa innan og utan vallar KR er ekki bara búið að sigra þrjá leiki í röð heldur hefur liðið skorað átta mörk í þeim þremur leikjum og fengið á sig ekkert. Liðið hefur ver- ið mjög léttleikandi í síðustu leikj- um og leikmenn að ná betur saman. „Nýju leikmennirnir hafa gjörsam- lega smellpassað inn hjá okkur. Ekki bara á vellinum heldur líka utan hans sem er ekki síður mikilvægt. Að fá Guðjón Baldvinsson er mjög gott og hvað þá Viktor Bjarka sem er nú bara einn besti miðjumaður Íslands. Svo má ekki gleyma Jónasi Guðna sem mér finnst hafa komið frábærlega inn hjá okkur og verið fyrirliði í fjarvist Gulla [Gunnlaugs Jónssonar],“ segir Björgólfur sem vonar að framhald verði á. Miklu sætari en ég Björgólfur hefur náð vel saman við Guðjón Baldvinsson og hafa þeir félagar myndað frábært framherja- par. Saman hafa þeir skorað þrettán af sautján mörkum KR-inga. Sumir sparkspekingar hafa haldið því fram að þeir ættu ekki að ná svona vel saman þar sem þeir séu svo líkir leik- menn. „Ég botna ekkert í þeim full- yrðingum því mér finnst við eins ólík- ir leikmenn og hægt er. En það er bara mín ásýn,“ segir Björgólfur en hver er þá helsti munurinn á þeim félögum? „Guðjón er miklu sætari en ég,“ segir Björgólfur að lokum og hlær dátt. Þegar dregið var í fyrstu um- ferð Evrópukeppni félagsliða í fyrra dróst færeyska liðið EB/Streymur gegn enska stórliðinu Manchester City. Að fá City í heimsókn er mikill hvalreki fyrir færeyska knattspyrnu og þá sérstaklega félag eins og EB/ Streym. Liðið er frá þorpinu Straum- nes þar sem aðeins 400 manns búa en 452.000 manns búa í Manchester- borg. Það sem meira er búa aðeins 48.000 manns í öllum Færeyjum en heimavöllur Manchester City, City of Manchester Stadium, gæti tekið í sæti alla íbúa Færeyja. Það þykir nokkuð ljóst hver sigur- vegarinn verður í þessari viðureign en stjórnarformaður EB/Streyms segir að Manchester City muni ekki fá neitt gefins. „Hverju geta þeir bú- ist við? City getur búist við að tapa svo einfalt er það. Að fá Manchester City í drættinum var okkar heitasta ósk og hún hefur ræst. Við vorum spenntir fyrir dráttinn en við erum enn spenntari núna,“ sagði stjórn- arformaðurinn Roland Hojsted eftir dráttinn. Færeyingar hafa á undanförn- um árum fengið stórlið í heimsókn í landsleikjum. Frakkland, Ítalía og Skotland hafa leikið í Þórshöfn síð- ustu ár fyrir framan fullan völl en Evrópuleikurinn verður haldinn þar. Sá völlur tekur 6.000 manns og er nokkuð víst að hann verði smekk- fullur þegar flautað verður til leiks. „Þetta verður æðislegur dagur og frá- bært fyrir færeyska knattspyrnu. Ég get lofað að það verði skemmtilegir tímar í Færeyjum vegna þessa leiks,“ sagði Hojsted. tomas@dv.is DV Sport fimmtudagur 3. júlí 2008 21 Sport Engin yfirtaka hjá arSEnalPeter Hill-Wood, stjórnarformaður arsenal, segir ameríska auðkýfinginn Stan Kroenke ekki vera að undirbúa yfirtökutilboð í félagið. Honum sé þó meira en velkomið að leggja peninga í klúbbinn. Kroenka á nú þegar 12% í arsenal og er nálægt því að verða lykilmaður í stjórn félagsins. Hill-Wood tekur þó skýrt fram að hann sé ekki að leiða amerískt yfir-tökutilboð í félagið. Kroenke á að hafa sagt við arsenal-menn að fót-bolti gæti auðveldlega orðið jafnvinsæll og hafnabolti í Bandaríkjun-um en svo virðist sem Kroenke, sem einnig á körfuboltaliðið denver Nuggets, hafi ekki áhuga á að stýra arsenal enn sem komið er. MOLAR ÍSland niður uM 13 Sæti íslenska landsliðið í knattspyrnu féll um þrettán sæti á styrkleikalista al- þjóða knatt- spyrnusam- bandsins, fifa. Síðasti listi var gefinn út í júní og var ísland þá í 85. sæti en lið- ið hefur ekkert spilað síðan þá og fellur niður í 98. sæti. Þetta er þó ekki versta staða landsliðsins því í fyrra féll það ofan í 117. sæti en hoppaði svo aftur upp í það 80. mán- uðinn eftir. Spánverjar eru komnir á toppinn á listanum í fyrsta skipti síðan hann var tekinn til notkunar. Þrátt fyrir slæmt gengi á Evrópumótinu er ítalía áfram í 2. sæti og Brasilía í því fjórða. Holland situr svo í því 5. eftir gott Evr- ópumót. láruS Orri hættur Í fótbOlta fyrrverandi landsliðsmaðurinn, lárus Orri Sigurðsson sem nú er spilandi þjálfari Þórs í 1. deildinni, er hættur að leika knattspyrnu. Hann mun nú alfarið snúa sér að þjálfun liðsins eftir að hafa spilað einnig með því síðustu fjögur ár. „Það er svo margt sem veld- ur þessu, líkaminn er bara búinn, það er ekkert flóknara en það. Ég hef náð einum og einum leik en nú er bara kominn tími til að aðrir taki við,“ sagði lárus Orri við norðlenska fréttamiðil- inn Vikudag. lárus Orri lék lengi með WBa í ensku 1. deildinni við góðan orðstír og á að baki 42 landsleiki. MiSjafnar SkOðanir SkagaManna Það logar allt á spjallborði ía þessa dagana eftir hinn vægast sagt athygl- isverða og eftirminnilega leik gegn Kr á mánudagskvöldið. menn láta þar ófögur orð falla í garð garðars arnars Hinrikssonar, dómara leiksins, og eru ævareiðir yfir „hegðun“ hans í leiknum. aðrir Skagamenn virðast sætta sig við stöðuna sem ía er kom- ið í og kenna ekki dómaranum eða dómurunum um slæma stöðu Skag- ans í landsbankadeildinni. Á meðan einn segir garðari vinsamlegast að hætta að dæma býður annar upp á: „Eru menn alveg búnir að gleyma fyrir hvað Skagamenn eru þekktastir fyrir? Eru það ekki mörk og sætir sigrar? Eins og segir í laginu ,,Skagamenn, Skaga- menn skoruðu mörkin“.“ n1-Mótið hófSt Í gær Enn eitt knattspyrnumótið hófst í gær. Það er hið feikivinsæla N1-mót sem fram fer á Ka- svæðinu hvert ár fyrir stráka í 5. flokki. í ár taka 144 lið þátt í mótinu og verð- ur nóg um að vera á þeim tíu knattspyrnuvöll- um sem gerðir hafa verið fyrir mótið. mótið stendur yfir fram á laug- ardaginn og má búast við margmenni á akureyri um helgina eins og jafnan þegar þetta mót er haldið. Nýjung er á mótinu í ár en ætlunin er að sýna úr- slitaleiki a- og B-liða beint á netinu á heimasíðu mótsins. Slóðin er ka-sport. is/n1motid/. tomas@dv.is EB/Streymur ætlar sér að vinna Manchester City: ALLT LANDIÐ KEMST FYRIR Á VELLINUM City-menn Halda til færeyja. tóMaS Þór ÞórðarSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is björgólfur takefusa hefur farið frábærlega af stað í Landsbankadeildinni. Hann er bú- inn að skora 8 mörk í fyrstu 8 leikjunum sem hann hefur leikið á Íslandsmótinu með létt- leikandi KR-ingum sem eru komnir við topp deildarinnar. Björgólfur segir tímabilið hingað til vera ánægjulegt en tímabilið í fyrra hafa jaðrað við þunglyndi. SLÆR EKKI HENDI Á MÓTI MÖRKUM átta Marka Maður Björgólfur takefusa hefur farið frábærlega af stað í sumar og skorað 8 mörk í 8 leikjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.