Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Page 23
DV Ættfræði fimmtudagur 3. júlí 2008 23
100 ára í dagTil
hamingju
með
afmælið
30 ára afmæli
n donata Honkowicz Bukowska Engihjalla 17, Kópavogur
n Pablo Enrique Santos melendez Framnesvegi 27,
Reykjavík
n Heiða Steinunn Ólafsdóttir Fífulind 1, Kópavogur
n Hákon Hákonarson Stakkahlíð 17, Reykjavík
n Sepideh Sahar m. m. Zarandi Ugluhólum 4, Reykjavík
n Sigrún lína Helgadóttir Víðimel 23, Reykjavík
n Eva Soffía Halldórsdóttir Skálatúni, Mosfellsbær
n Bjarki logason Kórsölum 1, Kópavogur
n Sigríður gunnarsdóttir Gnoðarvogi 34, Reykjavík
n Katrín lilja Ólafsdóttir Sunnubraut 1a, Búðardalur
i n nga rún Birgisdóttir Mjósundi 3, Hafnarfjörður
40 ára afmæli
n teresa Helena Stencel Jötunsölum 2, Kópavogur
n raimondas mikalauskas Melabraut 3, Seltjarnarnes
n Krzysztof rusin Löngufit 8, Garðabær
n Sigurður gunnar markússon Tjarnarbraut 3,
Hafnarfjörður
n Vigdís Beck Spóahöfða 8, Mosfellsbær
n Védís Birgisdóttir Einbúablá 33, Egilsstaðir
n Ásgeir H aðalsteinsson Raftahlíð 62, Sauðárkrókur
n Ásthildur Halldórsdóttir Súluhöfða 25, Mosfellsbær
n Nanna maja Norðdahl Langholtsvegi 190, Reykjavík
n Þórarinn guðnason Asparhóli, Akureyri
n gunnlaugur Þorgeirsson Hólatúni 13, Akureyri
50 ára afmæli
n irena Czajkowska Hafnarstétt 25, Húsavík
n Kolbrún Þórisdóttir Lautasmára 12, Kópavogur
n guðrún ísleifsdóttir Jörundarholti 228, Akranes
n Eiríkur V friðriksson Hrísrima 11, Reykjavík
n guðlaugur Ö Þorsteinsson Tjarnarstíg 20, Seltjarnarnes
n Sveinbjörn Björnsson Vesturbraut 10, Hafnarfjörður
n aðalbjörn jón Sverrisson Einarsnesi 42, Reykjavík
n Sigríður Birna guðjónsdóttir Helgamagrastræti 9,
Akureyri
n Hugrún Ósk guðmundsdóttir Háholti 23, Hafnarfjörður
n Eggert Hafsteinn margeirsson Fífurima 22, Reykjavík
n ragnheiður Ágústína Pálsdóttir Kleppsvegi 66, Reykjavík
n ingibjörg Barðadóttir Holtsbúð 103, Garðabær
n Steingrímur Pétur Baldvinsson Lindarbyggð 10,
Mosfellsbær
n málfríður freyja arnórsdóttir Drekavöllum 22,
Hafnarfjörður
n reynir Warner lord Kelduhvammi 3, Hafnarfjörður
60 ára afmæli
n Bjarni Björnsson Sæviðarsundi 26, Reykjavík
n gróa Valgerður Eyjólfsdóttir Hjaltabakka 6, Reykjavík
n ingunn Sigurðardóttir Ársölum 3, Kópavogur
n Sigríður gunnlaugsdóttir Heiðargerði 15, Húsavík
n lýður Viðar Ægisson Fýlshólum 1, Reykjavík
n Sigmar Eiríksson Grashaga 19, Selfoss
n Ástríður Þorsteinsdóttir Bollagötu 9, Reykjavík
n Sigríður Skúladóttir Blásölum 22, Kópavogur
n dagný guðnadóttir Flyðrugranda 16, Reykjavík
n Sigurgeir Bóasson Strandvegi 12, Garðabær
70 ára afmæli
n guðbjörn Charlesson Höfða, Ísafjörður
n Kristrún Ólafsdóttir Stekkjargötu 71, Njarðvík
n jórunn magnúsdóttir Lækjasmára 102, Kópavogur
n Erna Sörladóttir Vættaborgum 2, Reykjavík
75 ára afmæli
n Erlingur Pálsson Skálanesgötu 8, Vopnafjörður
n Ársæll Þorsteinsson Skúlagötu 20, Reykjavík
n gústaf Óskarsson Réttarheiði 43, Hveragerði
n Bryndís S guðmundsdóttir Háaleitisbraut 36, Reykjavík
80 ára afmæli
n freyja Erlendsdóttir Hjallaseli 7, Reykjavík
n Hjalti Þórðarson Gunnarsbraut 3, Búðardalur
n Sólveig Sveinsdóttir Vogatungu 12, Kópavogur
85 ára afmæli
n Sigríður Skarphéðinsdóttir Hraunbæ 6, Reykjavík
n guðrún Kristjánsdóttir Austurbyggð 21, Akureyri
n guðmundur finnbogason Seljalandsskóla, Hvolsvöllur
n indriði ragnar Sigmundsson Ránargötu 4, Reykjavík
90 ára afmæli
n Baldur E jensson Hringbraut 50, Reykjavík
n Sigríður Ármannsdóttir Dvalarheimilinu Höfða, Akranes
90 ára afmæli
n Soffía guðmundsdóttir Hafnargötu 12, Seyðisfjörður
fyrrVEraNdi VErKStjÓri HjÁ íSfélagiNu í VEStmaNNaEyjum
Björn Þorleifur Þorleifsson
afrEKSmaður í taiKWoNdo
Björn fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Hafnarfirði. Hann var
í Engidalsskóla og Víðidalsskóla,
stundaði nám við Flensborg og
við Essex College í Baltimore í
Maryland í Bandaríkjunum um
skeið.
Björn hóf að æfa og keppa í
taekwondo er hann var ellefu
ára, æfði fyrst hjá Taekwondo
klúbbi, dvaldi við æfingar í
Bandaríkjunum 1999, æfði hjá
Fjölni og Ármanni en æfir nú hjá
Fimleikafélaginu Björk.
Björn varð Íslandsmeistari
í Taekwondo 1992, 1997, 1998,
2000, 2001, 2002, 2004, 2005 og
2006, en hann var erlendis er Ís-
landsmótið var haldið 1999 og
2003. Hann varð Norðurlanda-
meistari í unglingaflokki 1995
og í fullorðinsflokki 2002, 2004,
2005 og 2007, varð í 1. sæti í
Opna evrópska meistaramótinu
í París 2000, 1. sæti á Wonderful
Copenhagen TKD-mótinu 2002
og 2003, varð í 1. sæti í Scandin-
avian Open 2002 og 2003, varð í
1. sæti í US Cup 2001 og 2003, í
1. sæti í US Master Cup 1998 og
2003, í 1. sæti á American Eag-
le Classic 2001 og 2003, 1. sæti
í Maryland State Champion
2000 og Presidents Cup 2000 og
á US Open 2005, 1. sæti á Smá-
þjóðaleikunum í Andorra 2005,
á Opna sænska mótinu 2007
og Opna belgíska mótinu 2007
og hefur unnið fjölda annarra
móta.
Björn er nú í efsta sæti Evr-
ópulistans yfir TKD-kepp-
endur, hefur keppt í landsliði
TKD-keppenda frá 1993, er nú
landsliðsþjálfari og hefur verið
það tvívegis áður.
Fjölskylda
Systkini Björns eru Þorleifur
Þór Þorleifsson, f. 1981, sjómað-
ur og nú starfsmaður við álverið
á Reyðarfirði; Karl Ingi Þorleifs-
son, f. 1982, sjómaður í Hafnar-
firði; Natalea Brá Þorleifsdóttir, f.
2001, búsett í Mexíkó.
Foreldrar Björns eru Þorleif-
ur Björnsson, f. 1948, skipstjóri,
nú búsettur í Mexíkó, og Margrét
Gunnarsdóttir, f. 1955, verslun-
arkona í Hafnarfirði.
Vigdís Beck er fertug í dag:
Stefnir á að toppa þrítugsafmælið
„Það er frekar skrítin tilhugsun
að ég sé að komast á fimmtugsaldur-
inn,“ segir Vigdís Beck félagsliði en
hún fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í
dag. Vigdís er nýkomin heim frá Spáni
en þar áttu hún og fjölskylda hennar
góðan tíma saman. Vigdís er gift Rún-
ari Kristinssyni og eiga þau þrjú börn,
átján ára strák og fimmtán og níu ára
stelpur. „Þegar ég varð þrítug hélt ég
stórt partí hér heima hjá mér fyrir vini
og ættingja og ég ætla að toppa það
partí í ár. Ég ætla að halda veislu fyrir
og vini og ættingja um þarnæstu helgi,“
segir hún. „Þegar ég verð fimmtug ætla
ég að fara aftur í siglingu á Spáni eins
og ég gerði núna, það var alveg æðis-
legt. Þótt það séu alveg tíu ár í þann af-
mælisdag.“
Vigdís er í sumarfríi og á afmælis-
daginn ætlar hún að fara til Akureyrar
í útilegu með fjölskyldunni. Aðspurð
hvað hana langi í í afmælisgjöf svarar
hún: „Ég hef ekki mikið pælt í hvað mig
langar í í afmælisgjöf en það er alltaf
gaman að fá eitthvað fallegt í búið eða
eitthvað sem maður er að safna.“
Sigríður fæddist á Rauðhálsi í Mýrdal og ólst
þar upp til átta ára aldurs. Þá missti hún föður
sinn úr lungnabólgu og tvístraðist þá hópur
systkinanna sem urðu sautján talsins. Sigríð-
ur var send til Vestmannaeyja, til Jóns Guð-
mundssonar, sjómanns og útgerðarmanns þar,
og k.h., Jennýjar Guðmundsdóttur húsmóður.
Sigríður var í Barnaskólanum í Vestmanna-
eyjum en varð síðan að vinna fyrir sér á ungl-
ingsárunum. Hún giftist í Vestmannaeyjum,
vann þar lengst af í fiski og var verkstjóri hjá
Ísfélaginu um langt árabil. Þau hjónin bjuggu
í Vestmannaeyjum fram að gosi en fluttu þá
til Reykjavíkur enda fór hús þeirra þá undir
hraun. Hún starfaði þó hjá Ísfélaginu í nokkurn
tíma eftir gosið.
Fjölskylda
Sigríður giftist 1929 Halldóri Elíasi Halldórs-
syni, f. 23.7. 1902, d. 8.10. 1975, frá Sjónarhóli á
Stokkseyri, sjómanni í Vestmannaeyjum.
Kjörsonur Sigríðar og Halldórs er Jón Berg
Halldórsson, f. 1.7. 1935, stýrimaður og skip-
stjóri í Vestmannaeyjum og síðar verkstjóri
hjá varnarliðinu í Keflavík, búsettur í Vogum
en kona hans er Helga Sigurgeirsdóttir og eiga
þau fjögur börn.
Sigríður á nú eina systur á lífi, Kristínu, f.
1910, sem lengi bjó á Hvoli í Mýrdal, nú búsett í
Vík, móðir Bjarna Kristjánssonar, fyrrv. rektors
Tækniskóla Íslands.
Önnur systkini Sigríðar er komust á legg:
Vigfús, f. 1897, d. 1918; Sigurður, f. 1898, d.
1980, faðir Högnu arkitekts; Þorbergur, f. 1899,
d. 1941, faðir Guðrúnar Katrínar forsetafrúar;
Þórunn, f. 1901, d. 1972; Ragnhildur, f. 1902, d.
1977; Oddsteinn, f. 1903, d. 1987, faðir Andreu
er starfrækti Tískuskóla Andreu; Árþóra, f. 1904,
d. 1990; Högni, f. 1907, d. 1929; Ólafur, f. 1911,
d. 1984; Ragnheiður, f. 1912, d. 1984; Þórhallur,
f. 1913, d. 1999; Þórhalla, f. 1915, d. 1999.
Foreldrar Sigríðar voru Friðrik Vigfússon, f.
12.4. 1871, d. 17.11. 1916, bóndi á Rauðhálsi í
Mýrdal, og k.h., Þórunn Sigríður Oddsdóttir, f.
1875, d. 23.7. 1959, húsfreyja.
Ætt
Friðrik var bróðir Helgu, móður Þorbjörns,
kaupmanns í kjötbúðinni Borg. Helga var auk
þess amma Jóhannesar Helga rithöfundar og
langamma Jóns Hjaltalíns Magnússonar, verk-
fræðings og fyrrv. formanns HSÍ. Friðrik var
sonur Vigfúsar, óðalsb. á Ytri-Sólheimum Þór-
arinssonar, b. á Seljalandi Eyjólfssonar. Móðir
Vigfúsar var Guðríður Eyjólfsdóttir, b. á Ytri-
Sólheimum Alexanderssonar. Móðir Guðríðar
var Guðríður Sigurðardóttir, pr. í Eystri-Ásum,
bróður Böðvars, pr. í Holtaþingum, föður Þor-
valds, pr. og skálds í Holti, föður Þuríðar, lang-
ömmu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrv. forseta.
Systir Þuríðar var Sigríður, móðir Kristínar,
langalangömmu Matthíasar Johannessens
skálds og Halldórs Blöndals, fyrrv. ráðherra.
Hálfsystir Þuríðar var Rannveig, langamma
Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar ráðherra,
föður prófessoranna Þorsteins og Þorvalds, og
Vilmundar ráðherra. Hálfbróðir Þuríðar var
Böðvar, prófastur á Melstað, langafi Jóhanns
Hafsteins forsætisráðherra, föður Péturs, fyrrv.
hæstaréttardómara. Sigurður var sonur Presta-
Högna, prófasts á Breiðabólstað Sigurðsson-
ar. Móðir Friðriks var Þórdís Berentsdóttir, b.
á Ytri-Sólheimum Sveinssonar. Móðir Þórdís-
ar var Helga, systir Margrétar, móður Magnús-
ar Stephensens landshöfðingja, langafa Guð-
rúnar Agnarsdóttur, læknis og forstöðumanns
Krabbameinsfélags Íslands.
Þórunn Sigríður var systir Sigurðar, afa
Ragnars Hall borgarfógeta. Þórunn Sigríður
var dóttir Odds, sjómanns í Jónshúsi í Eyjum
Jónssonar. Móðir Þórunnar var Steinunn, syst-
ir Ragnhildar, móður Sveinbjörns Högnasonar,
prófasts og alþm. á Breiðabólstað, föður Sváfn-
is, fyrrv. prófasts á Breiðabólstað. Steinunn
var dóttir Sigurðar, b. í Pétursey Eyjólfssonar,
b. í Keldudal Þorsteinssonar, b. á Hvoli, hálf-
bróður Bjarna Thorsteinsson amtmanns, föð-
ur Steingríms skálds og Árna landfógeta. Þor-
steinn var sonur Þorsteins, b. í Kerlingardal,
bróður Jóns Steingrímssonar eldprests. Móðir
Sigurðar í Pétursey var Þórunn Þorsteinsdótt-
ir, b. á Vatnsskarðshólum Eyjólfssonar. Móðir
Steinunnar var Þórunn, systir Þorsteins, lang-
afa Karitasar, móður Jóhönnu Sigurðardóttur
ráðherra. Þórunn var dóttir Þorsteins, b. í Út-
hlíð, bróður Eyjólfs í Keldudal.
Sigríður tekur á móti vinum og vanda-
mönnum á Helgafelli á Hrafnistu í Reykjavík í
dag kl. 16.00.
Vigdís Beck Ætlar að halda stórveislu fyrir
ættingja og vini um þarnæstu helgi.
Sigríður FriðrikSdóttir
30 ára í dag