Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Side 27
DV Sviðsljós fimmtudagur 3. júlí 2008 27
Blóm fyrir 78 milljónir
Salma Hayek ætlar að ganga að eiga unn-
usta sinn og barnsföður næsta vor í Suður-
Frakklandi. Brúðkaupið verður eitt það stærsta
sem sögur fara af. Unnustinn heitir Francois-
Henri-Pinault og er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins PPR, sem er eigandi frægustu vöru-
merkja í heimi eins og Gucci, Dior, Bottega
Veneta og svo mætti lengi telja.
Það hefur tekið Francois-Henri eitt ár að fá
Sölmu til að giftast sér. Sagt er að mexíkóska
leikkonan hafi loks játast unnusta sínum er
hann lét hana hafa kortið sitt og sagði henni að
gera það sem hugur hennar girntist.Heimildir
herma að brúðkaupið muni kosta 280 milljón-
ir króna. Salma hefur ákveðið að uppfylla alla
sína drauma og halda hið fullkomna prins-
essubrúðkaup.
Leikkonan þokkafulla er sögð hafa pant-
að sérhannaðan Nicolas Ghesquiere-kjól sem
kostar litlar 39 milljónir. Flogið verður með
gestina fjögur hundruð í einkaþotum til að taka
þátt í fimm daga veisluhöldum. En athöfnin er
sögð fara fram í kastala nálægt St. Tropez.
Athöfnin og veislan verða ekki síðri. Öll
blóm fyrir veisluna og athöfnina munu kosta
litlar 78 milljónir króna. Gestirnir fá að bragða
á Beluga-kavíar, gæðahumri, kobe-kjöti og
bestu frönsku og ítölsku vínunum. Heildar-
upphæð fyrir áfengið eitt og sér er í kringum 80
milljónir. Brúðarkakan verður á sjö hæðum og
mun kosta í kringum sjö milljónir.
Salma og Francois-Henri hafa verið saman
í nokkur ár. Saman eiga þau dótturina Valent-
inu Palomu. Lítið hefur farið fyrir þessu ofur-
pari, en það verður án efa erfitt að toppa þessa
veislu.
Salma Hayek planar prinsessubrúðkaup:
Brúðkaup aldarinnar
salma Hayek og francois-
Henri pinault ganga í það
heilaga næsta vor og mun
brúðkaupið kosta litlar 280
milljónir króna.
Valentina Paloma litla
dúfan þeirra hjóna
verður í sérhönnuðum
kjól líkt og mamma
hennar í brúðkaupinu.