Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2008, Síða 30
fimmtudagur 3. júlí 200830 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Paul Simon sýndi á tónleik-
um sínum í Laugardalshöll í
fyrrakvöld að hann hefur engu
gleymt, svo
gripið sé
til þeirrar
tuggu. Ófá-
ir íslenskir
tónlistar-
menn mættu
til að sjá og
heyra hinn
bandaríska
kollega sinn flytja rjómann af
þeim mikla fjölda laga sem
hann hefur samið í gegnum
tíðina. Eyjólfur Kristjánsson
var að sjálfsögðu á svæðinu en
eins og flestir vita hefur hann
haldið ófáa tónleika með Stef-
áni Hilmars þar sem eingöngu
Simon and Garfunkel lög eru
tekin. KK mætti einnig, sem
og söng- og leikkonan Ágústa
Eva Erlendsdóttir. Þá lét Sigga
Beinteins sig ekki vanta en hún
söng íslenska útgáfu á hinu ang-
urværa Bridge Over Troubled
Water inn á plötu fyrir nokkrum
árum. Sigga hefur því líklega
verið svolítið svekkt að Simon
skyldi ekki taka það vinsæla lag
á tónleikunum.
n Elva Dögg Melsted fyrrver-
andi fegurðardrottning Íslands.-
is hélt á dögunum upp á sjö ára
brúðkaups-
afmæli sitt.
Á Facebook-
síðu Elvu
má finna
brúðkaups-
mynd henn-
ar og vekur
það mikla
eftirtekt
að Elva hefur lítið sem ekkert
breyst á þessum sjö árum, nema
hvað hún er orðin fallegri. Einu
sinni fegurðardrottning, alltaf
fegurðardrottning á hér vel við.
n Skemmtistaðurinn Q-bar
gerði umfangsmikla leit að
dverg í síðustu viku, en staður-
inn ætlaði í heilmikla mynda-
töku í anda
skemmti-
staðarins
Studio 54.
Myndatak-
an fór fram
í fyrrakvöld,
án dvergs,
en enginn
bauð sig
fram til að taka þátt í myndatök-
unni. Þau sem koma að þessu
kvöldi dressuðu sig öll upp eins
og þekktir einstaklingar sem
stunduðu staðinn á sínum tíma.
Í lok mánaðarins verður síðan
haldið heljarinnar Studio 54-
kvöld og vonast umsjónarmenn
þess til að dvergur láti sjá sig og
skemmti sér með þeim á kvöld-
inu sjálfu.
Hver er maðurinn?
„Helgi Björnsson leikari, söngvari og
athafnamaður.“
Hvað drífur þig áfram?
„Krafturinn úr vestfirsku fjöllunum
og eilíf forvitni.“
Hver er þinn helsti hæfileiki?
„Það er nú það, ætli það sé ekki jafn-
aðargeðið.“
Hvað ætlaðir þú að verða
þegar þú varst lítill?
„Atvinnumaður í knattspyrnu eða
poppstjarna.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Ég spila svona aðeins á gítar.“
Hvaða bók last þú síðast?
„She‘s the day eftir Saul Bellow.“
Ert þú pólitískur?
„Ég hef alveg skoðanir en ég blanda
mér ekki í flokkapólitík.“
Átt þú þér uppáhaldsstað á
Íslandi?
„Já, í hnakknum á hestbaki.“
Hvað ætlar þú að gera í
sumarfríinu?
„Ég ætla að skreppa til Sardiníu á
Ítalíu og svo er planið að ríða upp að
Arnarfelli hinu mikla undir rótum
Hofsjökuls. Þetta verður átta daga
hestaferð með 15 til 20 manns og 100
hestum.“
Af hverju valdir þú sveitatónlist
á nýju plötuna?
„Mig hefur lengi langað til að gera
blússkotna sveitatónlist, það var
kominn tími á það. Mér hefur alltaf
fundist svona rótartónlist heillandi
og skemmtileg.“
Fyrir hverja er skemmtilegast
að spila?
„Þá sem finnst gaman að hlusta.“
Hvernig tónlist hlustar þú á?
„Til dæmis á svona rythm & blues-
og soul-tónlist. Svo er ég mikið að
færa mig yfir í djassinn, en auðvitað
hlusta ég á flestallt.“
Hvað er sterkast í þér, söngvar-
inn, leikarinn eða athafnamað-
urinn?
„Yfirleitt það sem ég er ekki að gera
í það og það skiptið. Þegar ég er að
syngja mikið langar mig að leika.
Grasið er alltaf grænna hinum meg-
in.“
Hvernig tilfinning er það að
verða bráðum fimmtugur?
„Það er frábært. Ég er farinn að hafa
smá yfirsýn yfir lífið. Samt er forvitn-
in ennþá rík og gleði yfir öllu sem lífið
hefur upp á að bjóða.“
Hvað er fram undan hjá þér?
„Ég verð með tónleika á Landsmóti
hestamanna um helgina, ferðirn-
ar í sumar og svo leik ég í kvikmynd
í haust. Ingvar Þórðarson og Júlíus
Kemp gera myndina en handritið er
eftir Sjón. Myndin heitir Reykjavík
whale watching massacre.“
Hver er draumurinn?
„Að geta flogið.“
MAÐUR
DAGSINS
það er Frábært að
verða Fimmtugur
Helgi Björnsson er hesta-
maður með meiru. Þessa dagana
leikur hann fyrir gesti landsmóts
hestamanna á Hellu, enda nýbúinn
að senda frá sér diskinn ríðum sem
fjandinn. Sjálfur stefnir hann á
hestaferð upp að arnarfelli undir
rótum Hofsjökuls í sumar.
BókStAfleGA
„Hann fílaði Ólöfu Arn-
alds í tætlur.“
n Kolfinna
Baldvinsdóttir um
hundinn sinn
Killer sem veitti
henni félagsskap
á Náttúrutónleik-
unum um síðustu
helgi - Séð og heyrt
„Ég hef eng-
in ártöl á
hreinu. Ég
veit að ég
var þarna ‚85
og síðan hef
ég farið þarna nokkrum
sinnum með Súkkat en
man ekki hvenær.“
n megas um ferðalög sín til
Vestmannaeyja. - 24 stundir
„Ef við, þessar 200 ljós-
mæður í landinu, höf-
um riðið baggamuninn
í þjóðfélagsástandinu
hljótum við að eiga betra
skilið.“
n guðlaug Einarsdóttir, formaður
ljósmæðrafélags íslands, í viðtali í
Kastljósinu.
„Þetta er
óhugnan-
legt, sérstak-
lega í ljósi
þess að þeir
sem hafa kynnt sér sam-
tökin af einhverri alvöru
vita að virðing í hópnum
eykst eftir því sem glæp-
irnir eru alvarlegri.“
n jóhann r. Benediktsson, sýslumað-
ur á Suðurnesjum, um þau tíðindi að
vélhjólaklúbburinn fáfnir mC sé
orðinn opinber hluti af Hells angels.
- dV
„Ef þú ert
ófrísk og
ferð af stað
getur þú
ekkert haldið
í þér og beðið þangað til
ljósmóðir er til reiðu.“
n Sigríður geirsdóttir tjáir sig um
áhrif verkfalls ljósmæðra á ófrískar
konur. - 24 stundir.
„Ég er búinn að gista í
öllum fangelsum lands-
ins nema Akureyri og
Kvíabryggja er toppurinn,
algjörlega fimm stjörnu
fangelsi.“
n Kalli Bjarni um vistina á Kvía-
bryggju. - Séð og heyrt.
Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri