Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.02.2015, Side 66

Fréttatíminn - 20.02.2015, Side 66
heilsa móðir og barn Helgin 20.-22. febrúar 20156 Þ egar efri öndunarvegur ung-barna stíflast þá geta foreldrar búist við ýmsum vandamálum, s.s. truflun á svefni, vandamál við að nærast, drekka og almennum pirr- ingi barnsins. Málið er nefnilega að lítil börn kunna ekki að snýta sér. Hnerri er náttúrulegt viðbragð barns til þess að hreinsa á sér nefið en ef það er alveg stíflað þá virkar hnerrinn ekki sem skyldi. Ungbörn eiga mjög erfitt með að næra sig með stíflað nef, því þau kunna ekki að anda í gegnum munn. Því er mjög mikilvægt að nef barns sé hreint við hverja næringar- gjöf svo barnið geti nært sig án erfið- leika. Unnið í samstarfi við Ýmus Mælt er með því að nota Stérimar: Tvisvar sinnum á dag kvölds og morgna. Ef öndun um nef er erfið er mælt með notkun á þriggja tíma fresti. Einnig ef mikil slím- myndun er í nefinu. Mælt er með Stérimar fyrir mæður með barn á brjósti og þær sem geta ekki notað sýklalyf, t.d. á meðgöngu. Þegar verðandi mæður og þær sem nýorðnar eru mæður fá mikið kvef þá er ekki um marga meðferðarmöguleika að ræða. Stérimar fyrir fullorðna er þá besti kosturinn í stöðunni. Stérimar má nota á meðgöngu og á meðan brjóstagjöf stendur. Aukaverkanirnar eru engar og Stérimar er fullkomnlega skaðlaust bæði móður og barni. Stérimar fyrir fullorðna má fá í bæði 50 ml og 100 ml pakkningum. Stérimar hefur áunnið sér sess sem nauð- synlegt meðferðarúrræði gegn sýkingum í efri öndunarvegi. Sem dæmi má nefna að í mörgum löndum Evrópu mælast læknar til þess við sjúklinga sína að þeir noti ávallt Stérimar sem stuðningsmeðferð ef sjúk- lingum eru gefin sýklalyf vegna sýkinga í öndunarvegi. Umboð og dreifing: Ýmus ehf. / Dalbrekku 28 / 200 Kópavogi / Sími 564-3607 / ymus@ymus.is / www. ymus.is Nefið á að vinna líkt og lofthreinsi- kerfi og hreinsa innandað loft og koma því í rétt rakastig. Draga má úr líkum á sýkingum með því að halda nefinu hreinu. Þess vegna mæla svo margir háls nef og eyrnalæknar með Stérimar til hreinsunar á stífluðu nefi. Stérimar fyrir börn er tvennskonar. Stérimar Baby (Isotoniskt) er mild jafngild lausn sem nota má frá fæðingu og eins oft og þurfa þykir. Veldur ekki þurrki eða ójafnvægi í slímhúð og efri öndunarvegi. Stérimar Baby flaskan er sérhönnuð með þarfir ungabarns í huga. Minni þrýstingur og sérhannaður stútur, sem kemur í veg fyrir að honum sé stungið of lang inn í nef barnsins, gera það að verkum að nú ætti ekkert barn að þurfa að þjást vegna stíflaðs nefs eða verða af þeirri mikilvægu nær- ingu sem fylgir brjóstagjöfinni. Stérimar Baby (Hypertoniskt) er byggð upp á sama hátt og Isotoniska lausnin en hefur meira saltinnihald. Stérimar Baby Hypertoniskt má nota frá þriggja mánaða aldri og takmarka skal notkun við 5-6 skipti á sólarhring. Um leið og búið er að losa stíflurnar í efri öndunarveginum er mælt með að skipt sé yfir í Stérimar Baby Isotoniskt til áframhaldandi og fyrirbyggjandi meðferðar. Alveg eins og börn læra að ganga þurfa þau að læra að snýta sér Hreinsun með Stérimar baby kennir barninu smám saman mikilvægi þess að snýta sér. Eitt púst í hvora nösina af Stérimar. Þegar vökvinn streymir aftur út úr nösinni þá tekur hann með sér slím og óhreinindi þannig að léttara verður fyrir barnið að anda. Stérimar baby fer mjög mildum höndum um barnið en það er ísó- tónisk lausn sem ertir hvorki né skemmir viðkvæma slímhimnu. Hvernig á að hreinsa nef ungabarns: n Láttu barnið liggja á bakinu og snúðu höfði þess að þér. n Haltu barninu kyrru með annarri hendinni. n Úðaðu nú vel í nösina. n Lokaðu með fingri fyrir hina nösina og leyfðu vökvanum að virka. n Strjúktu í burtu slím og óhreinindi með hreinum pappír. n Ef þörf er, snúðu þá barninu yfir á hina hliðina og endurtaktu. n Taktu stútinn af brúsanum, þvoðu hann og þurrkaðu. n Ekki sveigja höfuð barns aftur. Þegar barnið er kvefað eða þegar ryk eða óhreinindi hindra innöndun barnsins Stérimar gegn stífluð- um ungbarnanösum B io Kult fyrir börn inniheld-ur sjö gerlastrengi af mis-munandi mjólkursýrugerl- um. „Reynslan og rannsóknir sýna að gerlarnir styrkja og bæta bæði meltinguna og heilsuna, auk þess sem þeir innihalda hátt hlutfall af Omega 3,“ segir Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Icecare á Íslandi. Omega 3 í duftformi „Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og erfitt getur verið að fá þau til að taka inn ýmis konar bætiefni og vítamín,“ segir Ásta D. Baldurs- dóttir. „Sonur minn, Gabríel 7 ára, er kröftugur orkubolti og er á ein- hverfurófinu. Mér hefur reynst erfitt að fá hann til að taka inn Omega 3 vegna áferðarinnar á olíunni og bragðsins, en hann er með mjög næmt bragðskyn. Í sumar sá ég síðan auglýsingu um Bio-Kult Infantis og það sem vakti athygli mína að það inniheld- ur Omega 3 í duft- formi sem bland- ast út í drykk eða mat. Ekki er verra að það inniheldur líka 50% af ráðlögð- um skammti af D3 vítamíni og Preplex blöndu sem styrkir meltinguna og kemur í veg fyrir niðurgang. Auk þess er enginn viðbættur sykur, litar- eða bragðefni í duftinu.“ Bio Kult fyrir börn og full- orðna Ásta hefur gefið syni sínum Bio Kult Original mjólkursýrugerlana til að styrkja þarmaflóruna, en þá uppgötvaði hún við lestur bókar- innar Meltingavegurinn og geð- heilsa eftir Dr. Natasha Campbell- McBride. „Þar sem ég hef ágætis reynslu af Bio Kult vörunum fyrir okkur bæði ákvað ég að prófa Bio Kult Infantis fyrir Gabríel og það gengur mjög vel. Dóttirin betri af bakflæði Hjónin Sigríður Alma og Ás- geir Haukur eiga litla dóttur sem fæddist með mjög slæmt bakflæði. „Meltingarvegurinn var myndaður strax þegar hún var eins dags göm- ul því uppköstin voru mjög mikil. Ástæðan var sú að magaopið var slakt og hleypti því fæðunni bæði upp og niður. Það var búið að prófa nokkur lyf á henni en við sáum aldrei neinn mun á uppköstunum. Okkur var sagt að bíða róleg því magaopið myndi þroskast með tímanum,“ segir Sig- ríður. Þegar hjónin prófuðu að gefa dótturinni Bio Kult Infantis sáu þau strax mikla breytingu til hins betra. „Við prófuðum nokkrum sinnum að sleppa því að gefa henni duftið en þá fóru uppköstin aftur að aukast. Okkur líður vel með að gefa henni Bio Kult Infantis því þetta eru að- eins náttúrulegir gerlar, Omega 3 og D vítamín svo það gerir henni bara gott.“ Sigríður Alma og Ásgeir Haukur hvetja foreldra í svipaðri stöðu að prófa þessa náttúrulegu gerla. „Ef þeir geta hjálpað fleiri börnum þá er það þess virði að prófa – barnanna vegna.“ Unnið í samstarfi við Icecare Bio Kult Infantis: Meltingargerl- ar fyrir börn sem bæta heilsuna Bio Kult Infantis er vísindalega þróuð blanda af vinveittum gerlum fyrir ungbörn og börn á öllum aldri. Ásta D. Baldursdóttir og hjónin Sigríður Alma og Ásgeir Haukur hafa góða reynslu af Bio Kult Infantis. í f lestum apótekum 30% AFSLÁTTUR Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Icecare á Íslandi.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.