Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.02.2015, Side 69

Fréttatíminn - 20.02.2015, Side 69
móðir og barn heilsaHelgin 20.-22. febrúar 2015 9 Fyrsta flokks pelar fyrir börnin Fáar verslanir búa yfir jafn mikilli reynslu og þekkingu en Fífa þegar kemur að barnavörum, en verslunin hefur boðið upp á fjölbreytt vöruúrval í yfir 35 ár. F ífa leggur höfuðáherslu á þjónustu, gæði og öryggi ásamt því að bjóða fjölbreytt úrval frá leiðandi merkjum. Meðal vörumerkja sem Fífa býður upp á eru pelar frá Dr. Brown´s. Pelar sem koma í veg fyrir loftinntöku barna Guðrún Ósk Arnórsdóttir, verslun- arstjóri Fífu, segir pelana búa yfir öllum þeim eiginleikum sem góður peli þarf að búa yfir. „Pelarnir frá Dr. Brown’s eru einstakir á þann hátt að sérstakur loftventill í pel- anum sér til þess að loftinntaka er minni þegar barnið drekkur. Loftið flæðir í gegnum túttuna án þess að það blandist við mjólkina. Allir pel- arnir frá Dr. Brown’s eru hannaðir þannig að þeir skili örugglega vít- amínum úr mjólkinni til barnsins.“ Úrval aukahluta frá Dr. Browń s Guðrún segir að pelinn henti börnum sem fá magakveisu einstaklega vel. „Pelanum fylgir tútta sem er fyrir 0-3 mánaða. Svo er hægt að kaupa aðr- ar stærðir af túttum aukalega fyrir eldri börn. Einnig fylgir sérstakur hreinsibursti til þess að hreinsa loft- ventilinn,“ segir Guðrún. Vinsælasti aukahluturinn er án efa kanna þar sem hægt er að hafa nokkra skammta í könnunni og geyma inni í ísskáp. „Þetta er frábær lausn sem lágmark- ar loftmyndun í mjólkurblöndunni,“ segir Guðrún. Í Dr. Browns línunni er einnig hægt að fá góðar stútkönnur, snuð og margt fleira. Guðrún býður alla velkomna í Fífu að Bíldshöfða 20 til að kynna sér úrvalið. Unnið í samstarfi við Fífu Ýmsir aukahlutir eru fáanlegir með pelunum frá Dr. Brown´s. Pelarnir frá Dr. Brown´s fást í ýmsum stærðum og gerðum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.