Fréttatíminn


Fréttatíminn - 29.05.2015, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 29.05.2015, Blaðsíða 32
Hakk feðranna É Ég hef ljómandi gaman af því að elda. Get eytt heilu og hálfu dög- unum við hlóðirnar. Heitreyki svínakjöt í grillinu á svölunum svo klukkutímum skiptir, hakka sjálfur kjötið sem fer í hamborgarana mína og sökkvi mér svo mikið í mat- seldina um hátíðirnar að oft þarf familían að borða þrjá aðalrétti í jólamatinn. Á enda allskonar mat- vinnslutæki sem, væru þau talin hér upp í stafrófsröð, myndu fylla alla síðuna. Svona til að taka eitt dæmi þá keypti ég tæki sérstaklega til að hræra mæjónes. Sum sé, ég tek matseld heimilisins alvarlega og er ekkert mikið í því að hita dósakjöt- bollur í brúnni í kvöldmatinn. Því kom það mér vægast sagt nokkuð á óvart þegar betri helming- urinn sagði eitt sinn, alveg upp úr þurru: „Gætir þú einhvern tímann mögulega gert hakk og spagettí eins og hann pabbi þinn?“ Þessi bón kom mér algerlega í opna skjöldu enda er maðurinn sá, þrátt fyrir að vera gæðafaðir og -manneskja, ekki beint þekktur fyrir miklar kúnstir í eldhúsinu. Meira svona pylsu- og kornflexmaður þegar kom að honum að sjá um eldamennskuna á heimilinu í gamla daga. Ja, og jú stöku hakk og spagettí svona í seinni tíð. Eftir að hafa náð andlitinu upp af gólfinu og komið því fyrir á sínum stað gerði ég nokkuð sem mér hefði aldrei dottið í hug að ætti eftir að gerast. Það sem enginn, að mér vitandi, hafði áður gert. Ég hringdi í pabba minn og bað um uppskrift. Hann var að keyra á þjóðvegi eitt á leiðinni upp í sveit. Var í bílnum ásamt eiginkonu sinni og móður minni. Sem ábyrgi bílstjórinn sem hann er og enn fremur þegar hann heyrði orðið uppskrift vissi hann að þetta símtal væri sjálfsagt ætlað sinni frú, sem á það til að gleyma sínum síma ýmist á sælent eða bara hér og þar um landið. Ættfaðirinn er því oft nýttur sem símstöð og hann setti því símtólið umsvifalaust á frúna í farþegasætinu. Þá konu, svo því sé til haga hald- ið, hef ég oft beðið um uppskrift og aðra aðstoð í eldhúsinu. Það tók því nokkrar útskýringar, nokkurt japl aðeins af jammi og stöku ha og jahá áður en símtólið færðist aftur á eyra ættföðurins sem skildi hvorki upp né niður. Ha – ertu að biðja MIG um uppskrift hváði hann á milli hlátraskalla þeirra heiðus hjónanna sem voru á leiðinni til helgardvalar í sumarhúsi sínu fyrir austan fjall. Eftir að hafa jafnað sig á bóninni og hlátrinum hófust miklar vangavelt- ur og upprifjun. Eftir dágóða stund kom svo uppskriftin yfir símkerfið. Hún var nokkurn veginn svohljóðandi: Steikja nautahakk á pönnu og bæta svo út í eins og einni dós af tóm- atpúrru. Tómatpúrra! Var það öll uppskriftin? Já, og kannski smá Season all. Ég þakkaði fyrir og lagði tólið á. Lagðist svo fyrir. Þetta var draumurinn! Ekki hæg elduð blanda svína, -kálfa og nautahakks með villisveppum, hvítlauk og mirepoix. Ekki heimagerð sósa með glugga- ræktaðri steinselju og ekki vottur af parmigiano reggiano. Neibb, bara gamla góða tómatpúrran. Þetta eldaði ég svo handa þá kasóléttri eiginkonu minni, henni til mikillar gleði. Síðan þessu símtali okkar feðga lauk eru liðin eru nokkur ár og smátt og smátt jókst aftur suðutím- inn á hakkinu sem og að hráefn- unum hefur sömuleiðis fjölgað talsvert. Skrifaði þetta líka, í það minnsta að hluta til, á óléttu frúar- innar. Svona eins og að fá sér spínat út á ís eða eitthvað þannig rugl sem óléttar konur gera. Sannast sagna var ég búinn að steingleyma þessu símtali og þessum ágæta hakkrétti föður míns þegar frumburðurinn, bumbubúinn sjálfur frá dögum uppskriftarinnar, tók mig afsíðis og ræddi við mig undir fjögur augu. Kvöldið áður hafði móðir hennar nefnilega, þegar ég þurfti að vinna fram eftir, eldað það besta hakk sem hún hafi nokk- urn tímann smakkað. Ekki þetta skrítna sull mitt. Jafnframt benti hún mér náðarsamlegast á, þar sem ég sæi yfirleitt um kvöldmatinn, að ég þyrfti ekki seinna en strax að læra uppskriftina og hætta að elda þetta gums með spagettíinu. Ég veðraðist allur upp, enda vissi ég af bæði ferskri steinselja og þurrkuðum shiitakesveppum sem gætu hafa ratað í pottinn. Spurði því kokkinn um þessa töfrandi upp- skrift sem barnið var svo heillað af að undramáltíðin hafði ekki gleymst degi síðar. Náði svo í penna og blað til þess að missa nú ekki af neinu. Þegar til kom þurfti ég þó ekki að skrifa neitt niður, enda innihaldslist- inn með nautahakkinu ekki langur. Þurfti reyndar bara eitt hráefni. Tómatpúrru! Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 32 viðhorf Helgin 29.-31. maí 2015 • Staðfest með rannsóknum sl. 14 ára - vinnur á einkennum tíðahvarfa kvenna. • Inniheldur staðlað tofu extract, ekki erfðabreytt (GMO frítt) • Náttúruleg lausn fyrir konur án hormóna. „Allt annað líf – loksins verkjalaus!“ -Eva Ólöf Hjaltadóttir Náttúruleg lausn við áhrifum tíðahvarfa MÍL ANÓ f rá Tímabil: júní og september 10.999 kr.* AFMÆLISTILBOÐ - TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI! * Aðeins bókanlegt á wowair.is. Verð miðast við flug aðra leið ásamt sköttum & gjöldum. 5 kg handfarangur innifalinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.