Iðnaðarmál - 01.05.1961, Side 2
Arsskýrsla IMSI 1960
Ársskýrsla Iðnaðarmálastofnunar
Íslands er fyrir nokktu komin út, og
verður hér að venju drepið á nokkur
atriði úr henni. Þeim, sem hafa hug
á að eignast eintak af skýrslunni, skal
bent á að snúa sér til stofnunarinnar.
Stjórn stofnunarinnar var skipuð
sömu mönnum og árið áður, og ó-
verulegar breytingar urðu á starfsliði
hennar. Starfsfólki stofnunarinnar
var í upphafi ársins veitt aðild að líf-
eyrissjóði opinberra starfsmanna, en
verkfræðingar eru þó eftir sem áður
i lífeyrissjóði VFÍ.
Rekstrar- og efnahagsyfirlit 1960
Rekstraryfirlit 1960
Gjöld: Laun kr. 670.317,43
Lífeyrissjóðsframlög .... — 32.800,12
Almennur rekstrarkostn. . — 282.585,80
Kostn. við EPA-ICA-áætl. — 399.606,35
Utg.kostn. „Iðnaffarmála"1 — 171.951,12
Afskriftir — 120.235,35
Kostn. við stöðlunarstarfs. — 61.889,94
Onnur gjöld — 6.200,00
Tekjiiafgangur ... — 9.136,90
Kr. 1.754.723,01 1 [jar af vegna árg. 1959 kr. 16.606,50.
Tekjur: Framlag ríkissjóðs kr. 1.235.000,00
Endtirgreiddur kostn. við við EPA-ICA-áætlanir . 329.505,52
Tekjur af „Iðnaðarmál- um“ (áskriftargjöld) .. 100.655,00
Framlög stofnana til steinsteypustaðla _ 60.000,00
Aðrar tekjur — 29.562,49
Kr. 1.754.723,01
Efnahagsyfirlit 31. des. 1960
Eignir:
Sjóður og bankainnstæður . kr. 69.321,97
Utistandandi skuldir — 11.094,00
Bækur — 169.349,45
Kvikmyndir — 42.073,41
Áhöid — 152.894,63
Innréttingar — 69.215,45
Kr. 513.948,91
Skuldir:
Ýmsir skuldheimtumenn .. kr. 4.942,21
Höfuðstóll: Frá fyrra ári 499.869,80 Tekjuafgangur lagður við
höfuðstól 9.136,90 509.006,70
Kr. 513.948,91
Reikningshald stofnunarinnar er
jafnan endurskoðað af hinni umboðs-
legu endurskoðun fjármálaráðuneyt-
isins.
Tæknileg aðstoð, upplýsingaþjónusta
o. fl.
1. Tœknilega aðstoð
Unnið var að ýmsum tækniaðstoð-
arverkefnum, sem leitað var með til
stofnunarinnar, en þau voru nokkru
færri en árið áður. I sambandi við
dvöl norsks niðursuðutæknisérfræð-
ings, sem dvaldist hér um tveggja
mánaða skeið (sjá síðar), voru tekin
fyrir allmörg verkefni. I Ijós kom, að
niðursuðuiðnaðurinn hefur mikla
þörf fyrir sérfræðiaðstoð, sem brýna
þörf ber til að bæta úr. Eins og í ná-
grannalöndum okkar eru mikil brögð
að því, að minni iðnfyrirtæki kunni
ekki að notfæra sér tæknilega aðstoð
og upplýsingar, enda þótt segja megi,
að nokkur breyting hafi orðið hér á
til batnaðar við tilkomu þeirrar þjón-
ustu, sem IMSI veitir og með vaxandi
fjölbreytni í menntun verk- og tækni-
fræðinga.
Tilfinnanlegur skortur er hér á
kunnáttumönnum í vinnurannsóknum
(arbejdsstudier), sem miða að kerfis-
bundnum endurbótum á vinnuaðferð-
um í hvers konar atvinnurekstri og
hagnýta má til að skapa heilbrigðan
grundvöll fyrir ákvæðisvinnu. Á
starfsárinu var mikið fjallað um ráð-
stafanir til úrbóta, sem stofnunin gæti
beitt sér fyrir, og væntir hún þess að
gela í framtíðinni haft á sínum vegum
sérfræðilegan ráðunaut í þessum efn-
um, auk þess sem hún hyggst með
námskeiðahaldi og útgáfustarfsemi
bæta að nokkru úr þeirri tilfinnan-
legu vöntun, sem hér um ræðir.
2. Upplýsingaþjónusta
Þessi starfsemi j ókst verulega á ár-
inu. Voru margar fyrirspurnir tekn-
ar til meðferðar, auk þess sem unnið
var með markvissari hætti en áður að
söfnun og dreifingu upplýsinga.
Kjarna þessarar starfsemi er að finna
í tæknibókasafni stofnunarinnar, en
leitað var til fjölmargra erlendra
tæknistofnana, framleiðenda og fleiri
eftir upplýsingum, ýmist til að leysa
úr fyrirspurnum, sem bárust, eða til
að safna upplýsingum um tæknilegar
nýjungar, sem líkur þóttu benda til,
að fyrirtæki og stofnanir hér gætu
hagnýtt sér. Á árinu eignaðist stofn-
unin mjög hentug ljósritunartæki.
sem hafa auðveldað mjög hvers kon-
ar upplýsingadreifingu.
3. Samstarf við lánastofnanir
Að beiðni lánastofnana voru tekn-
ar til athugunar nokkrar áætlanir og
veittar leiðbeiningar vegna undirbún-
ings nýrra iðnfyrirtækja eða aukn-
ingar og endurbóta starfandi fyrir-
tækja.
I ýmsum nágrannalöndum vorum
eru starfandi sérstakir lánasjóðir —
framleiðnisjóðir, sem hafa að mark-
miðið að lána fé til fyrirtækja, sem
ráðast vilja í hagræðingarfram-
kvæmdir til bættra framleiðsluhátta
og aukinnar hagkvæmni í rekstri.
Verður að teljast aðkallandi, að slík-
ur sjóður myndist hér, enda er í slíkri
lánastarfsemi fólgin mikil hvatning
til framleiðenda um að bæta rekstur
sinn.
4. Fyrirgreiðsla vegna utanferða
Ymsum einstaklingum var veitt
fyrirgreiðsla í sambandi við kynnis-
ferðir til erlendra fyrirtækja í því
skyni að kynnast skipulagningu og
framleiðsluháttum erlendis. Var hér
aðallega um að ræða heimsóknir til
fyrirtækja á Norðurlöndum, svo sem
í fataiðnaði, húsgagnaiðnaði, bif-
reiðaviðgerðum o. fl. Hafa slíkar
stuttar kynnisferðir oft reynzt mjög
árangursríkar fyrir þátttakendur og
auðveldað þeim að fylgjast með
framförum í starfsgreinum þeirra. Þá
má einnig geta þess, að stofnunin hef-
ur aðstoðað menn við að komast á
námskeið og til skólanáms erlendis.
Þess má einnig geta, að stofnunin
veitti þýzkum verkfræðistúdent að-
stoð til að öðlast hér aðstöðu til
„praktikant“-náms. Dvaldist hann
Framh. á 89. bls.
82
IÐNAÐARMÁL