Iðnaðarmál - 01.05.1961, Qupperneq 11

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Qupperneq 11
• t Arsskýrsla IMSI 1960 Framh. aí 82. bls. hér um nokkurra vikna skeið hjá SementsverksmiSju ríkisins og Aburðarverksmiðjunni hf. Hagnýting erlendrar tækniaðstoðar og þátttaka í alþjóðlegu samstarfi Eins og áður átti stofnunin gott samstarf við fjölda stofnana í ýmsum löndum. Leitazt var við að hagnýta eftir föngum þá erlendu tækniaðstoð, sem bauðst á árinu. Náið samstarf var einkum haft við Framleiðniráð Evrópu (European Productivity Agency — EPA), sem stofnunin á að- ild að. Þá naut stofnunin sömuleiðis góðs samstarfs við tækniaðstoð Bandaríkjastjórnar og fleiri aðila. Ekki er unnt að gera hér skil verk- efnum þeim, sem tekin voru fyrir í samstarfi við þessa erlendu aðila, en látið nægja að telja upp undirfyrir- sagnir þessa kafla: 1. Námskeið í verksmiðjuskipulagn- ingu. 2. Námskeið í auglýsingatækni. 3. Iðnaðarrannsóknir. 4. Fundur um neyzluvöruupplýsing- ar. 5. Niðursuðuiðnaður: Tækniaðstoð — athugun. 6. Kynnisför vegna tækniupplýsinga- starfsemi. 7. Kynnisför forstöðumanna verzl- unarsamtaka. 8. Kynnisför: Niðursuðutækni — markaðsmál. 9. Fjármögnun iðnaðar í USA. 10. Námsför: Hagnýt verzlunarfræði. 11. Fræðsla iðnverkafólks — kynnis- för. 12. Athugun húsnæðis- og bygginga- mála. 13. Kynnisfararboð franskra stjórn- arvalda. 14. Fræðslustarfsemi um útflutnings- mál. 15. Skipulagsmál samtaka iðnaðar- manna. 16. Kynnisför veitinga- og gistihúsa- eigenda. Stöðlun 1. Starfsemi Byggingartœkniráðs (BTR) I apríl voru send út til gagnrýni tvö frumvörp að stöðlum: 1. Gluggar úr tré. Skilgreiningar heita og stærða. 2. Gluggar úr tré. Tegundamerk- ingar. Frumvarp að staðli um hœðamál og skipulagsmát var væntanlegt í árs- byrjun 1961. í desember var ákveðið að taka fyrir fjögur ný verkefni, öll um glugga. 1. Teikningar að gluggahlutum. Framhaldsverkefni fyrir glugga- nefnd. 2. Samsvarandi hæðir og breiddir glugga og póstaskipun. Nefndin skipuð þremur arkitektum. 3. Reglur um vinnu við glugga. Nefndin skipuð arkitekti, tré- smiði og verkfræðingi. 4. Tvöfalt gler í glugga. Nefndin skipuð tveimur framleiðendum og innflytjanda. í júní var gerður listi yfir verkefni varðandi mátkerfi. Voru þau þessi: 1. Byggingarsteinar. 2. Skólpleiðslur innanhúss. 3. Miðstöðvarofnar. 4. Miðstöðvarlagnir. 5. Dyr. 6. Eldhúsinnréttingar. 7. Skápslok. Á árinu barst munnleg beiðni frá trésmiðju Sigurðar Elíassonar í Kópavogi um að BTR tæki til stöðl- unar verkefnin hurðir og skápslok. Tilefni þessarar beiðni er ný tækni við þessa framleiðslu, svokölluð Pla- carol-aðferð. (Sjá Iðnaðarmál 1.—2. hefti 1958). 2. Steinsteypunefnd Nefndin hélt áfram störfum á árinu á svipaðan hátt og árið áður. Eins og getið var um í skýrslu fvrir árið 1959, hafði nefndin skipt staðl- inum í tvo meginþætti: Efnishluta (efni og steinsteypugerð) og mann- virkjagerð (reglur og forsendur fyrir burðarþolsreikningum o. fl.), og vinnur hvor helmingur nefndarmanna að sínum hluta. Nokkrir sameiginleg- ir fundir voru haldnir. Fyrri hluta ársins voru haldnir all- margir fundir, og miðaði verkinu nokkuð áleiðis. En vegna anna flestra nefndarmanna við önnur störf féll nefndarstarfsemi að mestu niður síð- ari hluta ársins. í ársbyrjun tók Bragi Þorsteinsson aftur sæti í nefndinni eftir ársdvöl erlendis, en Snæbjörn Jónasson, sem verið hafði varamaður Braga, sat áfram í nefndinni að ósk formanns og með samþykki BTR. 3. Mátkerfisnefnd Nefndin lauk við frumvarp að staðli á fyrra ári. Er ekki enn talið tímabært að gefa frumvarpið út sem staðal. 4. Glugganefnd Nefndin gekk frá tveimur frum- vörpum að stöðlum, eins og áður er greint frá. í framhaldi af verkefni glugga- nefndar var gerð athugun á gluggum og möguleikum til skipulagningar framleiðslu og stöðlunar. Athugunin var framkvæmd í 15 liðum og alls reiknaðir út um 300 gluggar. 5. Nefnd fyrir hœðamál og skipulags- mát Eins og skýrt er frá í ársskýrslu fyrra árs, átti nefndin við erfiðleika að stríða vegna þess, að þykkt gólfa, sem lögð eru á berandi plötu, er mjög mismunandi. Nefndin leysti þennan vanda með stalli í veggnum, jafnþykkum gólfi. Nefndin gerði frumvarp að staðli um hæðamál og skipulagsmát. Var frumvarpið efnislega tilbúið fyrir áramót, en eftir var að ganga frá teikningum. Helztu atriði frumvarpsins eru þau, að upphafsflötur fyrir hæðamál IÐNAÐARMAL 89

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.