Iðnaðarmál - 01.05.1961, Page 13
Enn um SJALFVIRKNI
Huað leggur de Groot tíl málanna?
í síðasta hefti IÐNAÐARMÁLA
var getið komu hollenzks verkfræð-
ings, Rijn de Groot, hingað til lands-
ins. Hann er sérfræðingur í tækni,
sem lýtur að svokallaðri „Low — cost
— automation“. Með því er ekki átt
við dýrar sjálfvirkar vélasamstæður,
heldur tiltölulega ódýr hjálpartæki,
sem bætt er við ríkjandi framleiðslu-
tækjakost með þeim árangri, að sjálf-
virkni framleiðslunnar eykst. Erindi
sérfræðingsins var að kanna líkur
fyrir hagnýtingu þessarar tækni inn-
an íslenzks iðnaðar. Hér á eftir fara
nokkur atriði úr skýrslu hans.
De Groot heimsótti um 20 verk-
smiðjur og var hyllst til að velja þær,
sem höfðu einna hæst vélvæðingar-
stig.
Verkefnið var tvíþætt, annars veg-
ar að kanna, hvort og hver þörf væri
fyrir þessa tegund sjálfvirkni og hins
vegar og ekki sízt að athuga, hvort
núverandi aðstæður innan iðnaðar-
ins gætu tryggt árangursríka notkun
þessarar tækni.
í skýrslu sinni gerir sérfræðingur-
inn fyrst grein fyrir síðara atriðinu.
Athygli hans var sérstaklega vakin á
skipulagsvandamálum iðnfyrirtækj -
anna. Skortur er á tæknimenntuðum
mönnum einkum tæknifræðingum til
að brúa bilið milli stjórnenda og
þeirra, sem vinna við hin eiginlegu
framleiðslustörf. Hlutfallið milli
tæknifræðinga og verkfræðinga er
hið gagnstæða við það, sem er að
finna meðal iðnaðarþjóða. Fyrir vik-
ið verða þeir fáu verkfræðingar, sem
eru fyrir hendi, að hafa til úrlausnar
of fjölbreytileg verkefni og ólík, með
þeim afleiðingum, að sjaldnast vinnst
tími til að gera hverju verkefni nógu
ýtarleg skil. Sérþekking þeirra nýtist
því ekki til fulls. Þá er mörgu ábóta-
vant í vinnuaðferðum og notkun
tækj a og orku, sem bæta má með betri
skipulagningu og hagræðingu.
í mörgum verksmiðjum er líka
mikil þörf á sjálfvirkum eftirlitstækj -
um og stýritækjum. Sem stendur
starfa óþarflega margir verkamenn
að eftirliti, s. s. með hita í ofnum og
með frystingu. Hér kæmu slík tæki að
góðum notum og það víðar en í fisk-
iðnaði. Þau spara bæði orku og
vinnuafl og stuðla einnig að auknu
gæðaeftirliti.
Niðurstöður sérfræðingsins eru
þær, að mikil þörf sé á að innleiða
sjálfvirknitæknina sem víðast. Hér er
þó ekki á ferðinni nein allsherjar-
lausn á vandamálum íslenzks iðnað-
ar heldur yrði slík sjálfvirkni aðeins
einn liður í eflingu þeirrar atvinnu-
greinar. Vegna hins slæma ástands i
skipulagsmálum verksmiðj anna eru
fáar þeirra færar um að hefjast handa
um sjálfvirkni á eigin spýtur. Það
mun líða nokkur tími áður en iðnað-
urinn hefur á að skipa nægilega
menntuðu og þjálfuðu starfsfólki.
Málið þolir þó litla bið, segir ráðu-
nauturinn í skýrslu sinni, og gerir til-
lögu um stofnun upplýsingaþjónustu
í sjálfvirknimálum. Leggur hann til,
að starfsmenn stofnunarinnar verði
fyrst í stað þrír, iðnaðarverkfræðing-
ur, rafmagnsverkfræðingur og véla-
verkfræðingur, allir með nægilega
þekkingu á sjálfvirknitækni innan
greina sinna.
Starfsemi stofnunarinnar í einstök-
um liðum yrði þessi:
a. Kynningarstarfsemi og tækni-
þjálfun fyrir iðnaðinn. Tilgangurinn
með kynningarstarfseminni er að
sýna stjórnendum fram á notagildi
sjálfvirkni í verksmiðjum þeirra.
Ætlast er til, að stjórnendur öðlist
nægan skilning á tækifærunum, sem
bjóðast, og nauðsynlegum aðdrag-
anda, svo að þeir geti veitt verkfræð-
ingum og tæknifræðingum sínum
fyllsta stuðning við að koma sjálf-
virkni í framkvæmd innan verksmiðj-
unnar. Með tækniþjálfun er hinu
tæknimenntaða starfsfólki sýnt fram
á, hvernig sjálfvirknin er hagnýtt.
Fara verður út í smáatriði og taka til-
lit til allra tegunda tækja, sem koma
til greina, s. s. í sambandi við við-
hald, eftirlit og stýristækni.
b. Fræðslustarfsemi. Starfsemi
undir lið a er sérstaklega mikilvæg í
upphafi. Smám saman verður dregið
úr henni, eftir því sem þekkingin á
sjálfvirkni eykst. Nýútskrifaðir verk-
fræðingar og tæknifræðingar verða
þó að fá tækifæri til að fræðast um
efnið og er því gert ráð fyrir að þeim
sé gefinn kostur á fræðslu um sjálf-
virkni áður en þeir byrja að vinna.
c. Tækniaðstoð. Þessi liður er stöð-
ugt hlutverk upplýsingaþjónustunnar.
Þeir sem notið hafa kynningar og
fræðslu eiga að geta sótt áfram ráð
og leiðbeiningar til stofnunarinnar
við uppsetningu á sjálfvirknitækjum.
Aðstoðin ætti einnig að vera fólgin
í því að sjá fyrir nægum upplýsing-
um um hinar ólíku gerðir sjálfvirkni-
tækja. Fjölbreytnin er þar svo mikil,
að mælt er sterklega með því að
staðla strax í upphafi notkun þeirra.
d. Rannsóknarstofa fyrir sjálf-
virkni. Upplýsingaþjónustan þyrfti
einnig að hafa til yfirráða rannsókn-
arstofu útbúna með öllum tegundum
sjálfvirknitækja. Hún myndi aðstoða
við kynningar- og fræðslustarfsemina
og kanna nýjar leiðir.
IÐNAÐARMÁL
91