Iðnaðarmál - 01.05.1961, Síða 17

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Síða 17
meöal málmiðnaðarins, þ. e. raf- tækjaiðnaðinn, sem framleiðir plast- hluta fyrir hylki og hús undir raftæki og rafvélar næstum eingöngu í sínum eigin verksmiðjum. Ágætt dæmi um slíkt er ísskápurinn, sem nú er allur gerður úr plasti að innan. Haustið 1959 framleiddi þýzkur ísskápafram- leiðandi 100 þúsund ísskápa, sem einnig voru gerðir úr plasti að utan. Plastgeymar, sem rúma 22 þús. lítra Bifreiðaiðnaðurinn starfrækir einnig sín eigin verkstæði, sem fram- leiða hluta af húsum og yfirbygging- um. Þakið á Citroen, módel ID og DS, er t. d. gert úr plasti, styrktu með gler- trefjum. Einkabifreiðir með algjöra plastyfirbyggingu eru þegar komnar á markaðinn, þótt fjöldi þeirra sé ekki mikill enn sem komið er. Plastið er notað í vaxandi mæli í hús og yfir- byggingar á vörubifreiðum og stræt- isvögnum og í geyma „tank“-bílanna. Sjóntækjaiðnaðurinn notar plasthluta af eigin framleiðslu, t. d. í hylki og linsur, og framleiðendur geyma hafa einnig tekið plastið í sínar þarfir. Plastgeymar, sem rúma allt að 22 þúsund lítra, eru á markaðinum. f allt að 6 þúsund lítra stærð a. m. k. eru slíkir geymar gerðir úr plasti, sem styrkt er með trefjagleri, og eru þeir jafnvel framleiddir án samskeyta. Við gerð ýmiss konar tækja eru málmar og plastefni oft notuð í sam- einingu. Vegna hins góða viðnáms plastefnanna gegn ryði hefur reynzt mjög hagkvæmt að þekja, fóðra, húða og mála stál með þeim. Vél- smiðjurnar nota plast í hylki, högg- hlífar, núningshjól, gangskiptihj ól, legukassa, stimpilhringi, samskeyti, spjaldloka, fjaðrir, tengingar o. s. frv. Hörð samkeppni við pjótur Plastefnin hafa valdið sérstaklega miklum breytingum í járn-, blikk- og málmvöruiðnaðinum, einkum í pját- uriðnaðinum, sem hefur fengið harð- skeyttan keppinaut í plastvöruiðnað- inum. Járn-, blik- og málmvöruiðnað- urinn framleiðir því sjálfur margs konar plasthluti og vinnur síðan frek- TAFLA I Plasthlutar, aígreiddir af plastvöruiðnfyrirtækjum til málmiðnaðarfyrirtækja í Vestur-Þýzkalandi, 1956—1959 + JS & IÐNAÐUR Vísitala framleiðslu Plasthlutar -2 '3 a S g. bOj- B 3 •2 'B bC S H B 03 t: 3 1950 = 100 3 < (smálestir) 3 '■3 « e - c .S < 3 <v o 3 Z 'E 1956 1959 1956/59 1956 1959 1956/59 1956/59 1956/59 Vélsmiðjur 229 247 +7.8 3.800 6.654 75.1 63 9.6 Bifreiðaiðnaður 300 441 +47.0 2.913 8.322 250.0 138 5.3 Rafmagnsiðnaður .... 272 368 +35.1 19.148 26.669 39.3 3 1.1 Sjóntækjaiðnaður og önnur nákvæm tæki (Precision instrum.) 235 256 +8.9 2.343 3.246 38.5 27 4.3 Járn-, blikk- og málm- vöruiðnaður 192 222 + 15.6 1.212 2.816 132.3 101 8.5 ar úr þeim. Einnig eru mörg fyrir- tæki, sem framleiða sömu vöruteg- undina úr náttúrulegum hráefnum og plastefnum í því skyni að verjast þannig þeim fyrirtækjum, er nota plastefnin eingöngu. Þó að hin geysi- mikla útþensla á umbúðamarkaðin- um hafi haft verulega framleiðslu- aukningu í för með sér á þunnu blikki fyrir niðursuðuiðnaðinn, hafa plast- efnin unnið sér drjúgan skerf einnig á því sviði. Framleiðsla á pjátri jókst um 15.5% á tímabilinu frá 1957 til 1959, en á sama tíma j ókst framleiðsla á plastumbúðaefnum, sem kepptu við pjátrið, um 52%. Árið 1957 höfðu plastefnin þegar lagt undir sig um 15% af hinum upprunalega pjátur- umbúðamarkaði, og árið 1959 hafði þessi tala hækkað í 19%. Á búsáhaldamarkaðinum (að raf- tækjum undanskildum) jókst sala málmvarnings aðeins um 2.1% á tímabilinu frá 1957 til 1959, meðan sala plastvöru jókst um 47.2% og markaðshluti hennar hækkaði úr 33.7 í 40.9%. Framleiðsla baðkera úr járni hefur staðið í stað síðan 1957, og framleiðsla á stálbaðkerum árið 1959 var jafnvel 12% minni en árið 1957. Á sama tíma jókst framleiðsla á plastbaðkerum um 391.2%. Árið 1957 var markaðshluti plastbaðkera 4.1% af heildarmarkaði stál- og plast- baðkera, en árið 1959 hafði markaðs- hluti plastbaðkeranna hækkað í 19.4 %. Svipaða sögu er að segja um ýms- Plastið getur komið í stað málma í gorm- fjöðrum. ar aðrar vörur, eins og t. d. málm- og plasthnappa. Árið 1959 var fram- leiðsla málmhnappa aðeins 42.2% af verðmæti plasthnappanna. Fram- leiðsla rennilása úr málmi var 21.3% minni en árið 1957, en framleiðsla plastlásanna hafði hækkað um 29.2%. Markaðshluti plastefnanna á renni- lásamarkaðinum hækkaði úr 26.2% í 37.3% á tímabilinu 1957—1959. Hvenær verður framleiðsla ó plastyfirbyggingum bifreiða komin í fast horf? Skýrslur þær, sem fyrir liggja, gefa aðeins takmarkaða hugmynd um, í hve ríkum mæli plastefnin leysa nú málmana af hólmi, en nægilegt er að IÐNAÐARMAL 95

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.