Iðnaðarmál - 01.05.1961, Qupperneq 24

Iðnaðarmál - 01.05.1961, Qupperneq 24
Handhægur flúrskinslampi með innbyggðum rafgeymi og straumbreyti Lýsing: -— Lampinn er burðarhæf- ur, búinn 6 W flúrskinspipu, er fær orku frá sérstökum innbyggðum raf- geymi, og er komið fyrir í krómuð- um ljóskastara. Kúpt plastgler skýlir pípunni og ljóskastaranum. Pípan er sjálftendrandi, og kveiking verður eftir 3—5 sek. Tækið inniheldur einn- ið hleðsluútbúnað. Ef rafgeymirinn er fullhlaðinn, getur pípan lýst í tólf klukkustundir samfleytt. Þegar þörf er á hleðslu, er tækið tengt við Ijósa- leiðslu, og fer hleðslan þá fram á al- gjörlega sjálfvirkan hátt. Hlutfall bruna og hleðslu er 1:2. Rafgeymir- inn, sem gerður er af sama fyrirtæki, er algjörlega lekaþéttur, og hefur það engin áhrif á hann, þótt lampanum sé kollvarpað af slysni. Auk hinnar burðarhæfu tegundar er einnig framleiddur lampi, sem ætl- aður er fyrir vara- eða neyðarlýsingu í byggingum. Sá lampi starfar algjör- lega á sjálfvirkan hátt, og má einnig nota hann sem færanlegan ljósgjafa. Framleiðandi er A. D. Faber, Pastoor Koenestraat 15, Velp., Hollandi. — E.T.D. nr. 1767. „Mobiliftor" (Hreyjanlegt lyjtitœki) Til að komast að afskekktum stöð- um á byggingum o. fl. þarf oft að nota stiga eða palla, og getur það stundum reynzt bæði erfitt og tíma- frekt. Með þessu nýja lyftitæki, sem nefnist „Mobiliftor", er hægt að lyfta manni í 25 feta hæð (7.6 m) á örfá- um sekúndum, og getur hann þannig komizt bæði fljótt og örugglega á hinn afskekkta stað. Með þessum hætti getur einn maður hæglega leyst verk af hendi, sem við venjulegar að- stæður krefst tveggja manna. Auðvelt er að stjórna tækinu. Frá vinnupallinum hefur stjórnandinn fullkomið vald á hækkun og lækkun, hreyfingum fram og aftur og snún- ingi í hverja þá átt, sem óskað er. Lyftingin er framkvæmd með þrýsti- útbúnaði, sem knúinn er einföldum olíuhreyfli. Auðvelt er að flytja tækið af ein- um stað á annan, og má bæði draga það með öðru vélknúnu tæki eða hreyfa það með eigin vélarafli. Notk- un þess getur verið fjölbrevtileg, t. d. við byggingar, viðhald og viðgerðir skipa, flugvéla o. m. fl. Framleiðandi er A. T. & E. (Wigan) Ltd., Wigan, Lancs. Bretlandi. — DSIR Technical Digest nr. 1358/júní 1961. Borð með stöðugri yfirborðshæð Oft fer tími og erfiði til spillis við að taka hluti, sem unnið er að, upp af gólfi eða láta þá niður. Einnig hættir ýmsum hlutum við skemmdum, sem þannig eru meðhöndlaðir, eink- um ef starfsmaðurinn getur ekki haft undan þeim vinnsluhraða, sem vélar hafa verið stilltar á. Hægt er að auðvelda mjög slíka meðhöndlun með því að nota þetta nýja borð með stöðugri yfirborðs- hæð. Sjálfvirkur útbúnaður stillir hæð þess, jafnóðum og hlutur er tek- inn af því eða látinn á það, svo að yirborðshæðin er jafnan í þægilegri vinnuhæð. Aðalhluti þessa tækis er fjaður- stillt borðplata, sem lætur undan, þeg- ar hlaðið er á hana og lyftir sér, þeg- ar tekið er af henni, og heldur sér þannig stöðugt i þeirri hæð, sem stillt hefur verið fyrirfram, eftir því sem þægilegast er fyrir starfsmann- inn. Tækið getur verið fast, eða því er komið fyrir á hjólum, þannig að hægt sé að nota það sem flutninga- og hagræðingartæki. Útbúnað þennan má laga þannig til, að hann tryggi hagkvæma hring- rás hreyfinga við störf eins og að láta í vélar og taka úr þeim (machine feeding and „take off“), einkum með því að færa áfram af einu slíku borði á annað. Framleiðandi er Barron and Shepherd Ltd., 315 Kennington Road, London S.E. 11. — DSIR Teclmical Digest nr. 1335/maí 1961. 102 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.