Franskir dagar - 01.07.2010, Qupperneq 7
Franskir dagar - Lesjoursfrangais
við og þurrka hey í fjárhúsinu. Því var auðvitað ekki
frystikista eða neitt þannig en Guðný móðir Þorleifs
kenndi þeim það góða ráð að týna fullt af arfa og
það var svo mikill kuldi í arfanum og þannig vartil
dæmis hægt að geyma fisk alveg heillengi.
Kirkjustjórnin lagði mjög að þeim hjónum að taka
tilboði um íbúðarhús inni á Búðum en þau vildu ekki
verða til þess að aldagamalt prestssetur yrði lagt
niður og fengu það I gegn að einnar hæðar stein-
hús var byggt á Kolfreyjustað. Árið 1960 fluttu þau
þar inn og bjuggu þar allt til að séra Þorleifur lét af
störfum árið 1994.
Þorleifur og Þórhildur eignuðust fjögur börn eftir
að þau fluttu á Kolfreyjustað. Fyrir áttu þau Guð-
nýju Sigríði (1952) og Ingibjörgu Þorgerði (1954).
1957 eignuðust þau dreng er lést nokkrum klukku-
stundum eftir fæðingu, 1962 Kristmund Benjamín,
1963 Steinvöru Valgerði og 1965 Þórhildi Helgu.
Einnig ólu þau hjón upp fóstursynina Jón Helga
Ásmundsson (1952- systursonur Þorleifs) og Hjört
Kristmundsson (1960 - bróðursonur Þorleifs).
Sem fýrr segir var æðarbúskapur á Kolfreyjustað.
Var það í Andey, sem er all stór eyja djúpt út á
Fáskrúðsfirði. Þar var mikið æðarvarp sem krafðist
mikillar vöktunar og aðhlynningar. Guðný móðir
Þorleifs var góður liðsauki í varpinu, sér-
staklega fyrstu árin á meðan börnin voru
ung. í Andey varfyrstu árin hafst við í tjaldi
og staldrað við í nokkra daga í nokkur skipti
á hverju vori og fram á sumar. Eitt sinn var
Guðný þar í botnlausu tjaldi í 10 daga ásamt
Billa (Guðmundi Þór, dóttursyni sínum) og
segja sögur að hann hafi spilað á blokkflautu
fyrir selina. Straumur er þungur í firðinum
og getur hvesst fyrirvaralaust, því var oft
verið lengur í eyjunni en áætlað var þar
sem ekki varfært í land. Seinna byggðu þau
hjón kofa í Andey og breytti það heilmiklu
í öllum aðbúnaði þar. Dúntekja í Andey var
fastur liður í fjölskyldulífinu ogfóru öll börn
þeirra, tengdabörn og mörg barnabörn í æð-
arvarpið. Mörg ævintýri gerðust í Andey og
á öll fjölskyldan frábærar minningar þaðan.
Vorið var komið þegar farið var að huga að
eyjaferð,- um miðja nótt í glampandi sól. Enn i dag
fá börnin minningarleifturog vellíðunartilfinningu
þegar þau finna lykt af æðarskitu. Íjúlí 1971 þegar
farin var síðasta ferð í eyjuna það sumarið bilaði vélin
í bátnum á leið í land. Þetta var fyrsta ferð Þórhildar
Helgu í eyjuna og man hún enn eftir þegar Guðný
systir hennar og Guðrún Kristinsdóttir reru bátnum
upp í skriður, smekkfullum af fólki og dúni. Þá sömu
nóttfæddistSigríður Inga (dóttir Ingibjargar) fyrsta
barnabarn Þorleifs og Þórhildar. Hún dvaldi mikið á
Kolfreyjustað eins og reyndarfleiri barnabörn.
Sjómenn frá Fáskrúðsfirði fóru oft með fjölskyld-
una út I Andey og þeir voru líka duglegir að færa
fjölskyldunni björg í bú. Þar má nefna Aðalstein í
Dvergasteini sem kom iðulega að Hafnartanga við
Staðarhöfn og kastaði fisk í poka upp á klappir þar
sem börnin tóku á móti. Var það steinbítur, lúða,
rauðspretta og ýsa og svo, eins og sagt var, fiskur,
en þannig var þorskurinn nefndur.
Á Kolfreyjustað var ávallt mikill gestagangur og höfð-
inglega tekið á móti hverjum og einum. Ótal erlendir
ferðamenn fengu gistingu og síðan komu þakkarkort
víðsvegar að úr heiminum þar sem gestrisnin var
þökkuð. Eitt sinn kom ferðalangur á mótorhjóli og
óskaði þess að fá að gista I hlöðunni. Þórhildur tók
það ekki í mál heldur bjó um hann í gestaherbergi og
staldraði hann við í nokkra daga. Þetta varfranskur
skipstjóri og tókst góð vinátta með honum og seinna
hans konu og þeim presthjónum og hittust þau oftar
erlendis og héldu góðu sambandi. Eftirminnilegar
voru einnig heimsóknir hr. Sigurbjörns Einarssonar
biskups sem kom austur og dvaldi á Kolfreyjustað
til hvíldar og endurnæringar.
Eftir messur á Kolfreyjustað var ævinlega boðið upp
á kaffi og með því inn í húsi sem og eftir kirkjukórs-
æfingar. Var oft glatt á hjalla þegar sveitungar komu
saman.
Þórhildi og Þorleifi leið oftast nær vel á Kolfreyju-
stað en skólamál barnanna í sveitinni fundust þeim
erfið. Fyrst varfarskóli sem eldri börnin voru í en
þau fóru síðan að Búðum í skóla, suður í Garð og á
Norðfjörð. Yngri börnin voru í heimavistarskólanum
að Tunguholti sem tók við af farskólanum. Það var
ekki auðvelt fyrir fjölskylduna að senda börnin í
burtu heilu vikurnar yfir veturinn allt frá 7 ára aldri.
Árið 1977 var skólinn í Tunguholti lagður niður og
börnunum í sveitinni keyrt daglega I Grunnskóla
Fáskrúðsfjarðar að Búðum. Breytti það heilmiklu
í samvistum og lífi allra fjölskyldnanna í sveitinni.
Börn Þórhildar og Þorleifs fóru öll i framhaldsnám
og þurftu því, eins og enn þarf á Fáskrúðsfirði, að
fara að heiman 16 ára gömul.
Kirkjan á Kolfreyjustað er gamalt timburhús. Oft var
þar þröng á þingi í kirkjulegum athöfnum. Ákveðið
var að endurbyggja kirkjuna og var því verki nærri
lokið, þegarskaðræðis norðanveðurskall á í septem-
ber 1990. Þórhildur segir svo frá í viðtali við Ágúst
Þorleifur og Þórhildur.
Sigurðsson: „Þorleifur stóð við stofugluggann, þar
sem ekkert byrgði sýn yfir kirkjuna og fjörðinn, þá
segir hann allt í einu og kallar til mín: „Hún hrundi."
Varð mér hverft við og snaraðist fram að stofu-
glugganum og var þá sorgleg sjón. Kirkjuþakið lá í
heilu lagi niðri I kirkjugarðinum ogveggirog stafnar
höfðu hrunið saman. Hringdum við hið skjótasta á
nágrannabæina og dreif fólk að til þess að bjarga
því, sem bjargað yrði af munum kirkjunnar og var
það raunarfurðu lítið skemmt eins og mjög gamall
predikunarstóllinn og ýmsir aðrir góðir kirkjugripir,
svo sem kaleikurog patína og var öllu heillegu komið
í hús. Brátt var ákveðið að endurbyggja hið gamla
guðshús, sem var frá árinu 1878 og þótti þá veglegt
kirkjuhús. Því verki var lokið seint á sumr-
inu 1992 og kirkjan endurvígð."
Þau hjón sátu Kolfreyjustað alla prest-
skapartíð Þorleifs Kjartans frá 1955-
1994 og sótti hann ekki um önnur brauð
því þar leið þeim hjónum vel, undu glöð
við sitt og vildu hvergi annarsstaðar búa.
Fáskrúðsfirðingar tóku prestfjölskyld-
unni afar vel og samskiptin við sókn-
arbörnin voru alla tíð góð. Þorgrímur
Jónsson góður vinur þeirra hjóna sagði
svo í minningargrein um séra Þorleif:
„Kolfreyjustaður er undursamlegt jarð-
neskt himnaríki við rætur hins háa fjalls,
með glitrandi fjöru, kul af hafi og þey af
heiðum, fugl í eyju og útvörðinn Skrúð í
fjarðarmynninu."
Þegar Þorleifur lét af prestskap fluttu þau hjón í
Hveragerði og bjuggu þartil dauðadags. Áttu þau
gott ævikvöld þar og nutu daganna jafn ástfangin
og samhent og ætíð. Þorleifur Kjartan lést á sjó-
mannadag4. júní árið 2D00 og Þórhildur lést þann
8. apríl árið 2008. Þau eru jarðsett I Garðakirkjugarði
í Görðum á Álftanesi, mitt á milli æskustöðva sinna
Garðsins og Reykjavíkur.
Heimildir:
Viðtal Steinvarar Vaigerðar Þorleifsdóttur við Þór-
hildi Oisladóttur, minningargreinar um séra Þorleif,
viðtöl Ágústs Sigurðssonar og Geirs R. Andersen við
Þórhildi Gísladóttur.
Texti: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir.
Ljósmyndir: Úr einkasafni.
Sr. Þorleifur blessar söfnuSinn.
7