Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 10

Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 10
Franskir dagar - Lesjoursfranqais fóhann Antoníusson Á fögrum degi hitti ég heiðurshjónin Jóhann Antoníusson og Guðnýju Kröyer, sem margir Fáskrúðsfirðingar þekkja sem Diddu og Jóhann á Hofi. Mér lékforvitni á að vita um æskuár Jóhanns á Búðum, skólagöngu, útgerð, síldarsöltun á Hilmi og ýmislegt fleira. "VSXgX" Jóhann er fæddur í nóvember 1932 í Wathnes- húsinu á Búðum, sonur hjónanna Sigrúnar Björns- dóttur (1908-1994) og Antoníusar Samúelssonar (1906-1952). Börn þeirra eru Björn (1929-1960), Jón Guðlaugur f.1930, Jóhann, Sigríður f. 1935 og Erlingurf. 1937. Kristján Wathne byggði Wathneshús árið 1894. Wathne fjölskyldan var með síldarverkun á Fáskrúðs- firði og notaði húsið sem nótahús. Ekki var búið í því fyrr en Antoníus og Sigrún fluttu í það árið 1933. Húsið var ein hæð með kvisti, á efri hæð voru þrjú herbergi og niðri tvær stofur, eldhús og her- bergi. í viðbyggingu frá árinu 1947 voru þvottahús og snyrting. „Tveggja kúa fjós var neðan við húsið og sjálfur var ég með fjórar til fimm kindur í Wathnessjóhúsinu. Við heyjuðum inni á Nýrækt fyrir innan þorpið og ég sló einnig uppi á Engihjalla. Föðuramma mín, Mar- grét Jóhannesdóttir og fósturfaðir pabba, Guðjón Jónsson, bjuggu hjá okkur." Móðuramma Jóhanns, Sigríður Ögmundsdóttir var með greiðasölu heima hjá sér á Uppsölum á Búðum. Það var eini staðurinn sem tók fólk i fæði og hús- næði á Fáskrúðsfirði. Þrír til fjórir gátu gist þar í einu, hún hafði allmikið að gera. Greiðasalan á Uppsölum hófst fljótlega eftir 1918, en það ár fæddist Birna, yngsta dóttir Sigríðar og það sama ár féll Björn maður Sigriðarfrá. Hún hóf reksturinn til að geta haldið húsinu. Þargisti oftfólkafSuðurfjörðunumsem kom til að leita sér lækninga á Fáskrúðsfirði. Sumir gestir biðu eftir skipakomum, aðrir áttu báta í smíðum á Oddaverkstæðinu. Hjá henni dvöldu einnig barns- hafandi konur með erfiðar aðstæður heima fyrir og konur úr sveitinni. Eitthvað var um að gestir dveldu í nokkra mánuði á Uppsölum. Jóhann segir að Sigríður amma sín hafi þótt skap- mikil og ströng. Hann fékk þó aldrei skammir frá henni, en segir að reglurnar hafi verið alveg skýrar; hann mátti alls ekki fara niður á bryggju en hann mátti fara inn i á að veiða. Antonius, faðir Jóhanns, sá um skipakomur til Fá- skrúðsfjarðar, skaffaði vörur, varahluti og annað sem skipin vanhagaði um. Einnig var hann með fisk- verkun án þess þó að gera út bát, fiskinn flutti hann 10 úr landi. Antoníus þurrkaði þorskhausa í hjöllum á Krossum. „Þar í fjörunni var hús sem faðir minn mun hafa byggt og var notað m.a. fyrir þurrkaða hausa. Guðjón afi gætti hjallanna fyrir hröfnum sem sóttu í þá. Á haustin kom skip frá Noregi, tók hausana og færði efni í hjallana." Jóhann var í sveit á Brimnesi á sumrin, frá sjö ára aldri til fermingar - árlega frá því sauðburður byrj- aði og til hausts. „Eitt vorið lágu allir í mislingum þegar ég kom. Ég fór tvisvar á hesti inn að Búðum til að sækja lækni. Með ánægjulegri minningum frá sveitadvölinni var þegar ég fékk kolanet hjá pabba sem við lögðum ýmist í Árhafnarbótinni eða í Brim- nesbótinni. En allra skemmtilegast þótti mér að vera á hestbaki, hafði það hlutverk að fara heim með heyið af engjunum á þremur hestum". Jóhanni líkaði sveitadvölin vel og haft var eftir móður hans að á Brimnesi vildi hann vera öllum stundum. Fjórir breskir hermenn bjuggu í ytri hluta Wathnessjó- hússins eftir hernámið árið 1940. „Við krakkarnir vorum að skottast í kringum þá og stríddum þeim. Fyrir ofan Franska spítalann var likhús og þar á túninu fyrir ofan voru hafðar kindur. Einn daginn vöknuðum við snemma og rákum kindurnar inn í sjóhúsið til þeirra. Þetta var saklaust grín og enginn eftirmáli varð af," segir Jóhann brosandi og bætir við að her- mennirnir hafi lítið blandað geði við heimamenn. Oft hefur það heyrst að Fáskrúðsfirðingar hafi bjargað sér í samskiptum við franska sjómenn á þeirra móð- urmáli en Jóhann heyrði aldrei um aðra frönskumæl- andi en Georg lækni Georgsson. Hann man litillega eftirfrönskum sjómönnum og heyrði talað um vöru- skipti við þá og segir það hafa verið altalað að Jón í Tungu (Guðjón Björnsson) væri sonur fransks sjó- manns þó aldrei hafi það fengist staðfest. „Frakkarnir komu í land til að þvo fötin sín, voru með þvottinn í pokum á bakinu. Mest voru þeir við þvotta í Spítalalæknum, sem var mun vatnsmeiri en hann er í dag. Við strákarnir vorum smeykirvið Frakkana, en höfðum í raun enga ástæðu til, þeir voru mjög góðir og gáfu okkur biskvíkex. Rauðhærðir drengir voru hræddir á því að Fransmennirnir notuðu þá í beitu," segir Jóhann. Á þessum árum var Franski spítalinn aflagður sem slikur og í honum bjuggu þá tveir synir Hans Stangelands, Per og Johann, og Arne sonur Áður en Franski spítalinn var byggður kom fyrir að Frakkar dvelðu hjá Sigriði a Uppsölum, ömmu Jóhanns. Franskur sjúmaður kom til hennar mikið veikur og naut aðhlynningar þar i nokkra mánuði. í þakklætisskyni sendi hann þessa mynd af sér og ijölskyldu sinni þegar hann komst aftur til Frakklands. Jóhann með harmonikkuna góðu sem hann fékk i fermingargjöf. Hún átti eftir að fylgja honum marga áratugi allt þar til GunnlaugurÁrnason i Brimnesgerði keypti hana. Didda og Jóhann ung og ástfangin á túninu á Uppsölum.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.