Franskir dagar - 01.07.2010, Page 11
Franskir dagar - Les jours frangais
Onen, en þeir störfuðu í bræðslunni hjá Hans. Arne
mun hafa verið nasisti og gekk um með ótal merki á
bringunni, þá stundaði hann sjóböð daglega.
Jóhann fermdist ásamt þrettán öðrum vorið 1946.
Þótt fermingargjafirnar hafi ekki verið margarvarþó
ein sem átti eftir að breyta lífi hans. Frá foreldrum
sínum fékk hann forláta harmonikku af Hohner gerð,
sem þau fengu til landsins með þýskum togara sem
kom a.m.k. tvisvartil Austurlandstil að sækja mat-
væli sem farið var með til Þýskalands. Pabbi fékk
skipstjórann til að kaupa harmonikkuna. Nokkrir
þýskir togarar komu til Fáskrúðsfjarðar eftir stríð.
Áhöfnin seldi ýmsan varning og keypti í staðinn
föt og mat.
Jóhann og Guðný nýgift árið 1955.
Wathneshúsið.
„Ég var sjálfmenntaður í harmonikkuleiknum, hafði
gott tóneyra, hlustaði á Ríkisútvarpið og Radio Lux-
emburg og æfði mig svo langt fram á nætur við
mismikla ánægju fullorðna fólksins. Fermingarárið
mitt byrjaði ég að spila á böllum I Templaranum. í
þá daga tíðkaðist ekki að greiða fyrir slíkt, þá kost-
aði tíkall inn á ballið. Gjarnan vorum við tveir til
þrír að spila, auk mín spiluðu oftast á þessum árum
Daddi í Mánagarði (Óðinn G. Þórarinsson) og Laugi
í Dvergasteini (Guðlaugur Aðalsteinsson)." Jóhann
spilaði nokkrum sinnum á vegum ungmennafélags-
ins Árvakurs á dansleikjum félagsins í bragganum
við Gilsána, á böllum í stóru tjaldi I Hafnarnesi og
einnig I Staðarborg I Breiðdal.
Húnvetningurinn Gunnar Ólafsson var barnaskóla-
kennari á Búðum. Hann var mikill skíðamaður og
eldhugi, stofnaði skíðafélagið Svan og kenndi á skíði.
Öflug starfsemi var hjá félaginu. Fyrir samskot var
keyptur herbraggi á Reyðarfirði, hann tekinn niður,
fluttur milli fjarða með mótorbáti og borinn upp í
hlíðina inn og upp af þorpinu, fyrir ofan Ljósaland,
þar sem hann var reistur og nefndur Svanastaðir „Ég
tók þátt af miklum áhuga og mig minnar að bragg-
inn, sem var al Istór, hafi verið byggður þar árið 1945,
eða var það '46? Oft fór unga fólkið og dvaldi þar
heilu helgarnar, stundum milli 30-40 manns I einu,
ylurfékkst I braggann með koxofni. Fimustu skíða-
mennirnir voru Ásmundur Jónsson, Óskar Ágústsson,
Trausti Gestsson og Hjalti Eyjólfsson. Við héldum
skíðamót reglulega, m.a. Skíðamót Austurlands þar
sem keppt var I svigi og stökki. Einnig voru mót á
Fagradal og Seyðisfirði þar sem við kepptum. Engin
togbraut var, heldur gengum við upp og renndum
okkur niður. Félagið keypti skíði fyrir hópinn, það
voru tréskíði án stálkanta, en með gormabindingum.
Starfsemin lagðist að mestu niður þegar Gunnar flutti
til Neskaupstaðar en þar reif hann upp skíðaáhug-
ann af miklum myndugleika."
Um tíma var sund kennt í Ósnum innan við þorpið
en sundlaug var tekin í notkun á Fáskrúðsfirði í júlí
1947. Eftir að ungmenni drukknuðu við bryggjur á
Búðum upphófust miklar umræður um hvort byggja
Myndin af sildarplaninu er tekin 1964, þá var enn saltað meðfram bandinu niður á bryggjunni. Bátarnir við bryggjuna eru Úgri RE,
Rán SU og Sunnutindur SU 59. Á efri hæð hússins með gluggunum framan á sem er lengst til vinstri voru verbúðir á efri hæðinni
og litil skrifstofa. Á neðri hæðinni var mötuneyti og eldhús. Ráðskona var Sigurlaug Ouðmundsdóttir á Brimnesi. Dixilkompan var
þarsem öll verkfærin vorugeymd, dixlar, botnajárn, drifholt, borar, tappar, tunnugrinduro.fi. Innari dixilkompunni vorum.a. geymd
kryddin sem blönduð voru i sildina og sykurinn sem mörgum þótti gott að komast í. Manonhúsið er siðan þar við hliðina. Dodge
vörubill er fremst á myndinni, Jói I Þingholti (Jóhannes Sigurðsson) var lengst af bilstjóri á þessum bil.
ætti sundlaug. „Slysavarnadeildin barðist fyrir
byggingu hennar, með ömmu mína Sigríði fremsta
í flokki." Sundlaugin og leikfimisalurinn voru byggð
I sjálfboðavinnu, gengið var í hús og skrifuð niður
vinnuframlög fólks. Fyrst var sundlaugin kynnt með
kolum og seinna með olíu. „Ég var þar í sundkennslu
fyrsta árið hjá Ólafi Ólafssyni frá Seyðisfirði. All-
nokkuð var um að krakkar frá öðrum stöðum kæmu
á sundnámskeið."
Fyrstu flugvélarnar sem lentu á Fáskrúðsfirði hétu
Svalan og Örninn. Þær lentu í fjörunni við Oddeyri.
Allir þorpsbúar fóru I fjöruna til að skoða dýrðina.
Þetta mun hafa verið rétt eftir 1940.
Menntavegurinn
Haustið 1946 fór Jóhann I Alþýðuskólann að Eiðum,
en þar stunduðu þá tæplega eitt hundrað nemendur
nám. Á Eiðum var hann I þrjá vetur, þann fyrsta eini
Fáskrúðsfirðingurinn. „Oft gekk illa að komast á milli,
ég fór með mótorbáti til Eskifjarðar og gekk svo á
skiðum upp Fagradal í Eiða. Það vottaði ekki fyrir
heimþrá enda mikið að gera alla daga, mest var ég
i sundi ogfótbolta, en einnig æfðum við fimleika og
sýndum. Við fórum lítið á böll enda var það illa séð
af skólayfirvöldum".
Á námsárunum á Eiðum vann Jóhann eitt árið I
símavinnu, annað I vegavinnu fyrir sunnan fjörðinn
og bjó þá I tjöldum á túninu á Sævarborginni ásamt
15 öðrum og þriðja sumarið á Oddaverkstæðinu hjá
Einari Sigurðssyni við byggingu Hraðfrystihússins.
Sumarið fyrir fermingu vann Jóhann við að leggja
sjálfvirka símann í jörð í þorpinu, en flokkur vaskra
pilta handgróf skurðina. Þeirri vinnu lauk á einu
sumri.
18 ára gamall fór Jóhann í íþróttaskólann á Laug-
arvatni, yngsti nemandi sem hafði verið tekinn inn
I skólann. „Við vorum sex strákar og sex stúlkur, mér
líkaði vistin vel þráttfyrir strangan aga. Viðfengum
lítið að umgangast aðra nemendur á Laugarvatni,
hvorki í Alþýðuskólanum né I Kvennaskólanum og
helgarferðir til Reykjavíkur voru ekki leyfðar, þeir
sem áttu heima I borginni fengu ekki einu sinni að
fara heim um helgar. Ég hafði harmónikkuna með
á Laugarvatn og spilaði á hana í Mörk, þar sem við
gistum, þar vorum við með hljómsveit.
Að loknu náminu á Laugarvatni fór ég á vegum
íþróttakennarasambandsins í nokkra mánuði til
Þingeyrar til kennslu. Þar bauð ég uppá námskeið
í gömlu dönsunum sem urðu geysivinsæl og hús-
fyllir var þar dag eftir dag. Á Þingeyri bjó ég hjá
gömlum hjónum sem notuðu orðatiltæki sem ég
hafði ekki heyrt áður, eins og að vaða I sjálfum sér,
sem táknar að vaða berfættur og ýmislegt fleira
kom mér á óvart."
Eftir dvölina á Vestfjörðum kenndi Jóhann sund og
handbolta í Skagafirði, „liðin sem ég þjálfaði endaðu
á að keppa á Eiðum sumarið eftir”.
Næstu tvo vetur stundaði hann nám í Handíða- og
myndlistadeild Kennaraskólans og vann með náminu
á húsgagnaverkstæði í eigu Birgis Ágústssonar frá
11