Franskir dagar - 01.07.2010, Page 12

Franskir dagar - 01.07.2010, Page 12
Franskir dagar - Lesjoursfrangais Bræðraborg, einnig kenndi hann í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Seinna árið í borginni kynntist Jóhann tilvonandi eiginkonu sinni Guðnýju Kröyer, á skóla- balli í Kennaraskólanum í lok nóvember 1953. „Pilt- arnir í kennaraskólanum buðu okkur stelpunum í hússtjórnarskólanum á skólaball,” segir Guðný bros- andi. Þau giftu sig tveimur árum seinna og fluttu saman austur um haustið 1956 með frumburðinn, Hilmar, á fyrsta ári. „Ég hafði aldrei átt heima annarsstaðar en í Reykjavík og viðbrigðin voru allnokkur," segir Guðný og bætir við að hún hafi fljótt aðlagast nýjum aðstæðum. Jóhann hóf að kenna við barnaskólann á Búðum, aðallega sund og smíðar. Seinna varð hann skólastjóri barnaskólans. Hann hóf fljótlega að bjóða uppá námskeið í gömlu dönsunum í Templaranum ásamt Helga Seljan sem síðar varð alþingismaður. „Þá kom sér vel að eiga ennþá fermingarharmonikk- una. Margeir Þórormsson var formaður ungmenna- félagsins Leiknis, þegar ég nefndi við hann hvort ekki væri ráð að bjóða uppá gömludansanámskeið, tók hann því fyrst fálega. Hins vegar var aðsóknin að þessum fyrstu dansnámskeiðunum á Fáskrúðsfirði mjög góð,” segir Jóhann, sem lærði gömlu dansana hjá Þjóðdansafélaginu í Reykjavík og á Laugarvatni þar sem dansinn var hluti af náminu. Fyrstu árin bjuggu ungu hjónin í Wathneshúsinu, en fluttu áratug síðar i nýbyggt hús sitt, Hof (að Skólavegi 8). Síldarævintýri Á sjöunda áratugnum var síldarævintýri á íslandi. Fyrstu árin var saltað á Siglufirði og Raufarhöfn, en síðan flutti síldin sig austur með landi. Segja má að gullæði hafi runnið á þjóðina, botnlaus vinna ogfullar hendurfjár. Árið 1963 urðu vatnaskil í lífi Jóhanns er hann stofnaði ásamt Bergi Hallgrímssyni Söltunar- stöðina Hilmi. Þeir keyptu tvö af húsum Kompanís- ins fyrir starfsemina. Strax fyrsta sumarið varsaltað i milli 8 og 9 þúsund tunnur á tveimur mánuðum. „Eftir það keypti ég Berg út og hann byrjaði með Pólarsíld ásamt fleirum. í upphafi unnu aðallega heimamenn á Hilmi." Jóhann og Friðrik Michelsen keyptu Ránina SU-58 árið 1965 og gerðu úttil síldveiða. Ránin var56tonn og áttu þeir hana í tvö ár, Friðrik var skipstjóri. „Fyrst var saltað á opnu plani, en árið 1966 var byggt hús sem saltað var í, það ár og árið eftir var saltað á Hilmi í tæplega 20 þúsund tunnur hvort sumar. Fimmtíu konur söltuðu í einu," segir Jóhann ogbætir við að skipulagningin úr kennslunni hafi komið sér vel. „Þetta var gríðarleg vinna, ég mundi ekki fara í þetta núna". Fyrstu þrjú árin stóð söltunin yfir sumarmánuðina og eftir það færðist hún lengra fram á haustið. Þegar vel veiddist á „Rauða torginu" stóð söltun fram undir jól. Fyrir kom að mikið barst af síld á land í einu og stöðv- arnar höfðu ekki undan. Var umframsíld þá ekið inn á Nýrækt og geymdist þar vel ef frost var. Þetta var gert i tvö eða þrjú ár, þangað til þróin fyrir neðan Strönd var stækkuð. Þessi síld fór I bræðslu. Eldri Hilmir við Hilmisbryggjuna á Fáskrúðsfirði. Fjölskyldan í Wathneshúsinu. Aftari röð frá vinstri: Björn S. Antoníusson, Jón G. Antoníusson og Jóhann Antoníusson. Fremri röð frá vinstri: Erlingur G. Antoníusson, Antoníus Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og fyrir aftan hana Sigríður Antoníusdóttir Jóhann, Sigfús, Ester, Björn, Kolbrún, Hilmar og Guðný. Síld til manneldis var flokkuð I tvo flokka eftir stærð, hún var svo ýmist söltuð, sykursöltuð eða kryddsöltuð. Um eitt hundrað kíló af síld fóru í hverja tunnu. Annan til þriðja hvern dag var bætt pækli I tunnurnar. Sólin mátti ekki skina á þær og því var byggt skýli yfir. Tómartunnurkomufrá Noregi ogfrá tunnuverksmiðju á Siglufirði. Saltið kom frá Spáni og Portúgal. Hilmir fékk um 250 tonn af salti í einu. Á síldarárunum var saltað á þremur plönum á Fá- skrúðsfirði, 1966 var saltað í 18 þúsund tunnur en ári síðar í tæplega 60 þúsund tunnur. Síldarútvegsnefnd sá um sölu síldarinnar sem ýmist fórtil Evrópu, Rússlandseða Ameríku. Fulltrúar nefnd- arinnar komu reglulega austurtil að skoða aðstæður og nokkuð var um að síldarkaupendur kæmu sjálfir. Þegar fjölmennast var unnu á Hilmi 146 manns, launin voru greidd út vikulega og sá Margeir Þór- ormsson um launaútreikningana. Fyrir kom að pen- ingarnir í Sparisjóðnum kláruðust og þá fór Jóhann á Eskifjörð að sækja peninga. Stundum var saltað heilu sólarhringana, alltaf i akk- orði. Þegar full síldartunna var tekin frá konunum var sett merki í stigvél þeirra og merkin svo talin og skráð í lok dags. Afkastamestu konurnar söltuðu í þrjár til fjórar tunnur á klukkutíma. Þegar síldarstofninn hrundi við ísland árið 1967 keypti Jóhann Hilmi SU 171, 480 tonna nótaskip byggt í Hollandi, skipið hét áður Fylkir og gerður út frá Reykjavík. Hilmirhélttil síldveiða í Norðursjóinn í maí og kom heim undir jól. Landað var í Skagen og Hirtshals. Hann veiddi síðan loðnu við ísland eftir áramótin. Jóhann lét smíða nýjan Hilmi á Akureyri árið 1980. Hið nýja 1300 tonna nótaskip fékk einkennisstafina SU-171. Eldri Hilmir, sem þá fékk einkennisstafina SU-177 varseinna seldurtil Sauðárkróks, þarvar hann gerður út á rækju. 1990 var hann seldurtil Noregs þar semgerðarvoruá honum breytingar og loks til Perú. Nýi Hilmir var allflest árin á síld og loðnu en einnig hluta úr árum á rækjuveiðum og grálúðuveiðum og var þá aflinn frystur um borð. Árið 1986 stundaði gamli Hilmir tilraunaveiðar á gulllaxi, fyrstur skipa á íslandi. „Þær veiðar gengu því miður ekki nógu vel. Við frystum gulllaxinn um borð og síðan var hann þíddur uppí landi og flakaður. Hilmir var seldur í árslok 1993 til Chíle og er gerður þar út undir Hilmisnafninu af þarlendum.” í ofsaveðri veturinn 1972-73 fauk hluti af Hilmishús- unum. Svo mikið var veðrið að það snerist uppá stál- grind í einu húsanna. Húsið var fullt af trékössum sem notaðir voru fyrir síldina úrNorðursjónum, allir sem vettlingi gátu valdið drifu sig niður eftir til að forða kössunum svo þeir mundu ekki fjúka. All margir nemendur barnaskólans tóku þátt i björguninni. Við Hilmisbryggjuna lá bátur sem hafði verið í viðgerð á Oddaverkstæðinu, menn voru við vinnu i honum og ekki mátti miklu muna að báturinn færi upp á bryggjuna, svo mikill var ofsinn í veðrinu. Árið 1970 varflökuð síld, söltuð og vakumpökkuð hjá Hilmi. Við þetta störfuðu um 12-14 manns. Ferðir frá Fáskrúðsfirði á markaðinn í Svíþjóð voru of stopular til þess að vinnslan borgaði sig. Didda og Jóhann dvöldu sumarið eftir í Danmörku á vegum LÍÚ. Þar sá hann um ýmsa þjónustu við íslensku bátana sem stunduðu síldveiðar í Norður- sjónum, t.d. varðandi varahluti og viðgerðir. Árið 1978 fluttu Guðný og Jóhann til Reykjavíkur, fyrstu árin bjuggu þau í Fossvogi en nú í íbúð í Laug- arnesi með útsýni yfir sundin blá. Börn þeirra eru Hilmar, Björn, Sigfús og Kolbrún. Fyrir eignaðist Jóhann dótturina Ester með Elínu Friðbjörnsdóttur. Samtals eru afkomendur þeirra hjóna 16. Texti: Albert Eiríksson. Myndir: úr einkasafni 12

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.