Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 17

Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 17
Franskir dagar - Les jours franqais Hvernig er unnið með frönsku tengslin í SKÓLAMIÐSTÖÐINNIÁ FÁSKRÚÐSFIRÐI? "SSXgX" Það er markmið skólanna að nemendur sem útskrifast héðan séu meðvitaðir um tengsl Fáskrúðsfjarðar við Frakkland og þekki minjar um veru Frakka hér. Síðastliðinn vetur dvaldi hér ungur Frakki, William Wermeister, í 6 mánuði. Hann var hér á vegum Comeniusar verkefnisins og var það sem kallað er evrópskur aðstoðarkennari. Hann aðstoðaði við enskukennslu, kenndi miðstiginu nokkurorð I frönsku, kynnti Frakkland og kynnti sér frönsku- tengslin. William aðstoði nemendur leikskólans og grunnskólans við að syngja á frönsku og gerði ýmislegtfleira. Nemendur leikskólans hafa I mörg ár lært að syngja Meistari Jakob á frönsku og í ár lærðu þau fleiri lög. Nemendur í 4. bekk GF eru komnir í samband við jafnaldra sína i skólanum Ecole Elémentaire Lam- artine de Gravelines og verður spennandi að sjá hvernig þau samskipti þróast. í vetur unnu nemendur í 9. og 10. bekk verkefni um frönsku íslandsjómennina og er það stefnan að þannig verkefni verði unnið í skólanum annað hvert ár. Nokkrir nemendur á unglingastigi tóku þátt í upp- færslu á Leikþættinum „Fagurfiskur I sjó" þar sem unnið var með sögu franskra sjómanna og nýttar ýmsar heimildir um dvöl þeirra hér. Nemendur leikskólans heimsækja safnið „Frans- menn á íslandi" árlega og vinna verkefni tengd Frakklandi í tengslum við heimsóknina, í ár máluðu þau franska og íslenska fána á skeljar. Nýja útgáfan af bókinni Fransi biskví ertil á bóka- safninu og þar er stefnan að reyna að halda sér- staklega utan um ýmsar heimildir tengdar Frakk- landi ogfrönsku sögunni. Þá verður það liður í símenntun starfsmanna næstu árin að kynna sér tengslin við Frakkland. Texti: Líneik Anna Sævarsdóttir Tilboð um Franska daga. Frönsklauksúpa Hamborgaratilboð • Pizzatilboð Pylsutilboð • Réttur dagsins Áprentaðirboliro.fl. SÖLUSKÁLI S.J. FASKRUÐSFIRÐI & 475 1490 SKYNDIBITASTAÐUR OG BENSÍNSTÖÐ VIÐ ÞJÓÐVEGINN OPNUNARTÍMI KL. 9-22 ALLA DAGA 17

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.