Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 22

Franskir dagar - 01.07.2010, Blaðsíða 22
Franskir dagar - Lesjoursfranqais Mörgum saumaklúbbum landsins hefur verið legið á hálsi fyrir að standa ekki undir nafni. Það á ekki við um klúbbinn sem tók vel bón okkar um að elda nokkra góða rétti fyrir blaðið. í saumaklúbbnum eru sex konur frá Fáskrúðsfirði. Þær hittast a.m.k. einu sinni í mánuði, sinna handavinnunni af miklum móð í dágóða stund áður en þær setjast til borðs og njóta veitinga þeirrar sem býður heim I það skiptið. Eins og siður er í góðum saumaklúbbum var margt saumað og prjónað í vetur en einnig kynntust þær silfursmíði og smíðuðu sér allar hálsmen. Klúbburinn var stofnaður fyrir fjórum árum þegar þær störfuðu allar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Það er afar létt yfir hópnum, mikið talað og mikið hlegið. Þær segjast vera duglegar að prófa nýja rétti og tertur eru í sérstöku uppáhaldi. SkálaS I berjasaft og Sprite (1:3). Frá vinstri: Cuðrún íris Valsdóttir, GuSrun Gunnarsdóttir Michelsen, Hrafnhildur Una GuSjónsdóttir, ÚlöfLinda SigurSardóttir, Margrét FriSriksdóttir og HeiSrún Ósk Ölversdóttir Michelsen. Pasta/kjúklingasalat 400 g pasta 100 g klettasalat 2-3 kjúklingabringur 1 dl sólblómafræ olivuolía Saltog pipar Aðferð Sjóðið pasta eins og stendur á umbúðum. Skerið bringurnar í strimla og kryddið með salti og pipar, steikið svo á pönnu upp úr olivuolíu. Ristið sólblómafræ upp úr olivuolíu á pönnu þartil þau hafa fengið á sigfallegan lit. Blandið öllu saman í stóra og víða skál. Sósa 4 msk. sólþurrkaðir tómatar 1 tsk. basililku lauf Pasta/kjúklingasalat. 2 tsk. steinselja 1 dl olivuolia 2 msk. balsamic edik 1 tsk. fíflasýróp eða hlynsýróp. Sjá uppskrift að neðan. Setjið þetta allt í blandara eða matvinnsluvél og berið fram með pastasalatinu. Gott er að hafa brauð með ef maður vill. 22 Texti og myndir: Albert Eiriksson

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.