Franskir dagar - 01.07.2010, Page 28
Franskir dagar - Les jours franqais
Kaupvangur
í BÚÐAKAUPTÚNI Á FÁSKRÚÐSFIRÐI
- saga hússins -
1. mynd. Kaupvangur (t.v.) og Vathötl (t.h.) um 1930. Úþekkturhöf.
Kaupvangur var byggður fyrir rúmum 120
árum og er því mikilvægur hluti af menn-
ingarsögu og uppruna Búðaþorps. Grein þessi
er byggð á skýrslu sem eigendur Kaupvangs
unnu árið 2009 fyrir styrkfrá Húsafriðunar-
nefnd. í skýrslunni er gerð grein fyrir sögu
hússins, ástandi þess og áætlun um endur-
gerð. Hér verður vikið örfáum orðum að þróun
Búðakauptúns í Fáskrúðsfirði, því næst gerð
grein fyrir staðsetningu Kaupvangs í þorp-
inu og loks sögð saga hússins eins langt og
heimildir ná. Útfrá heimildunum ersettfram
tilgáta um uppruna hússins.
Þróun Búðakauptúns
í Fáskrúðsfirði
Upphaf Búðakauptúns er rakið til þess tíma þegar
norskir útgerðarmenn hófu þar veiðar og útgerð
umoguppúrl880. Árið 1881 komufyrstunorsku
útgerðarmennirnir til Fáskrúðsfjarðar og fjölg-
aði þeim á næstu árum eða fram til aldamóta. Á
þessum tíma fór sjávarútvegur einnig að verða
stærri þáttur í afkomu austfirskra bænda sem
áður stunduðu jöfnum höndum kvikfjárrækt og
sjó. Samfara aukinni útgerð færðist verslun sömu-
leiðis í aukana.
Friðrik Wathne mun fyrstur hafa hafið verslun á
Fáskrúðsfirði en hann flytur þangað 1886. Stuttu
seinna, eða árið 1888, setur Carl Tulinius upp
verslun á Búðum en hún var síðar grunnur að
Hinum sameinuðu íslensku verslunum sem ráku
verslun á Búðum fram til ársins 1930. Örum og
Wulff settu einnig upp verslun á Búðum 1889 og
var verslun rekin á þeim grunni til 1931. Búða-
kauptún fékk löggilt verslunarréttindi árið 1893.
Búðaþorp, eða Búðaströnd eins og byggðarkjarn-
inn nefndist í upphafi, tilheyrði Fáskrúðsfjarð-
arhreppi fram til ársins 1907 er hreppnum var
skipt í Fáskrúðsfjarðarhrepp og Búðahrepp. Hús
sem ennþá standa í Búðakauptúni og eru talin
byggð af norskum útgerðar- og verslunarmönnum
eru Sjólyst (um 1884), Wathnes-sjóhús (um 1882),
Tangi (1895) og Kaupvangur (1886).
Frakkar hófu fiskveiðar við Austfirði mun fyrr en
Norðmenn og byrjuðu líklega veiðar í Fáskrúðsfirði
um miðja 19. öld. í bókinni Fransí biskví kemur
fram að blómatími íslandsveiða Frakka var frá
28
því snemma á 19. öld og allt fram á 20. öldina.
Fáskrúðsfjörður var aðalbækistöð Frakka á Aust-
fjörðum og byggðu þeir þar sjúkraskýli (1897)
og kapellu (1901), Franska spítalann (1904) og
íbúðarhúsfyrir lækni (1907). Þessi hússtandaöll
ennþá, þó í misjöfnu ástandi séu.
Kaupvangur, staðsetning
og umhverfi
íbúðarhúsið Kaupvangur stendur utarlega í
Búðaþorpi í Fáskrúðsfirði, mitt í þyrpingu gam-
alla húsa sem hafa varðveislugildi og hafa verið
lagfærð nokkuð á síðustu árum. Má þar nefna
Grund (áður franska sjúkraskýlið), Læknishúsið,
Tanga og Valhöll. Þessi hús standa nálægt eða við
Hafnargötuna sem erein afaðalgötum þorpsins
og er Kaupvangur mikilvægur hluti af þeirri götu-
mynd. Skammt frá Kaupvangi stóð áður Franski
spítalinn sem var fluttur og endurreistur sunnan
fjarðarins, í Hafnarnesi. Nú hefur verið ákveðið að
flytja spítalann aftur á fyrri slóðir og mun hann
styrkja þennan húsakjarna enn frekar.
Kaupvangur stendur mjög nálægt fjöruborð-
inu og er hlaðinn veggur framan við húsið sem
afmarkar ræktaðan garð með trjám og runnum.
Hleðsluveggur þessi er að mestu í upprunalegri
mynd. Fjaran fyrir framan húsið er ein af fáum
óhreyfðum fjörum sem eftir eru í þorpinu. Þegar
flóð er, nær sjórinn alveg upp að hleðsluveggnum.
Tilheyrandi húsinu ersjóhús með áfastri bryggju.
Ekki er vitað um byggingarár þess en í fasteigna-
mati frá 1930 er getið um pakkhús á lóð Kaup-
vangs og passar lýsing á því mjög vel við sjóhúsið.
Kaupvangur, ásamt sjóhúsi, bryggju og hlöðnum
garði, er því einnig stór hluti af þeirri þorpsmynd
sem blasir við af sjó.
Saga hússins
[ Fasteignaskrá íslands er Kaupvangur sagður
byggður árið 1905 en miðað við skráðar heimildir,
munnmæli og myndir er húsið mun eldra. Húsið
hefur borið nokkur nöfn í gegnum tíðina. í elstu
heimildum þar sem það er talið til íbúðarhúsa er
nafn þess Eyrarkrókur (1895) sem síðar hefur verið
stytt í Krókur. Á einum stað er getið um nafnið Vík
en fram til ársins 1920 er húsið oftast nefnt Guð-
mundarhús eftir eiganda þess. Frá árinu 1920 og
fram til 1949 er húsið nefnt Kaupangur en eftir
þann tíma Kaupvangur. Húsið ber enn það nafn
en stendur við Hafnargötu 15.
Haft er eftir Baldri Björnssyni, eiganda og ábú-
anda Kaupvangs frá 1949 til 2007, að elsti hluti
hússins hafi verið tilsniðinn og fluttur inn frá
Noregi. Þessi hluti hafi upprunalega verið veiða-
færageymsla og verbúð norskra sjómanna. Á ytri
gafli hússins og í kjallara þess má sjá borð og
bjálka merkta með útskornum rómverskum tölum
sem styður þessa frásögn. í fasteignamati frá 1930