Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 9

Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 9
8. Janúar 2015 9 Aðalsteinsbikarinn – Fjórðungsglíma Austurlands Tuttugu og þrír keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna um Aðalsteinsbikarinn, í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. des- ember síðastliðinn. Mótið tókst með ágætum og sjá mátti margar líflegar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði. eftirtaldir einstaklingar stóðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu að- alsteinsbikarnum árið 2014: Stelpur 10 - 12 ára Fanney Ösp Guðjónsdóttir og Marta Lovísa Kjartansdóttir Strákar 10 - 12 ára Kjartan Mar Garski Ketilsson Meyjar 13 - 15 ára Kristín Embla Guðjónsdóttir Piltar 13 - 15 ára Leifur Páll Guðmundsson Konur Eva Dögg Jóhannsdóttir Karlar Ásmundur Hálfdán Ásmundsson Upplýsingar af www.uia.is og www.fjardabyggd.is Eva Dögg íþrótta- maður Fjarðabyggðar Eva Dögg átti gríðarlega gott ár í glímunni, hún lenti í 1. sæti í flokki kvenna -65 kg og í 2. sæti í opnum flokki í Lands- flokkaglímu Íslands. Þá sigraði hún í backhold í opnum flokki kvenna á Hálandaleikunum í Skotlandi á árinu og gekk vel með glímulandsliðinu á öðrum mótum. Eva lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu eftir harða baráttu um Freyjumenið. Eva Dögg var valin glímukona ársins 2014 hjá glímusambandinu auk þess sem hún var valin íþróttamaður ársins hjá UÍA. Í umsögn frá ungmennafélaginu Val sem fylgdi tilnefningunni segir: „Eva Dögg er metnaðarfull og vilja- sterk. Hún er fylgin sér og hefur mikið og gott keppnisskap. Hún er lipur og sterk og í stöðugri framför. Eva er óeigingjörn og ætíð tilbúin að hjálpa til við hvers kyns verkefni sem koma upp og varða glímuna og félagsstarf hjá Val. Eva Dögg var í ár kosin í stjórn Glímusambands Íslands. Hún er góð í að segja til og góður félagi. Hún er búin að ná sér í dómararéttindi í glímu og dæmir hjá yngri keppendum.“ aðrir sem tilnefndir voru til íþróttamanns Fjarðabyggðar 2014 Ásbjörn eðvaldsson skíðamaður, Austra Eskifirði Björgvin Stefán Pétursson knattspyrnumaður, Leikni Fáskrúðs- firði Guðbjartur Hjálmarsson hestamaður, Blæ Stefán Þór eysteinsson knattspyrnumaður, Þrótti Neskaupstað Þorvaldur Marteinn Jónsson skíðamaður, Skíðafélagi Fjarða- byggðar. Auk þess að heiðra ofantalda voru veittar viðurkenningar til þeirra einstaklinga sem hafa tekið þátt í landsliðsverkefnum á árinu. Frétt af www.fjardabyggd.is Sameiginleg heimasíða Hornafjarðarsafna Nú í byrjun nýs árs var opnuð sameiginleg heimasíða Hornafjarðarsafna. Síðan var unnin af Hype og Jónu Berglindi Stefá nsdóttur. Slóð heimasíðunnar er http: //hornafjardarsofn.is/. Þau söfn sem um ræðir eru: Bókasafnið sem er til húsa í Ný- heimum en rekur auk þess útibú í Hof- garði í Öræfum og á Hrollaugsstöðum í Suðursveit. Héraðsskjalasafnið sem einnig er til húsa í Nýheimum og skal vera aðalgeymslustaður fyrir skjöl bæjar- stofnana. Listasafn Svavars Guðnasonar: Listasafn Hornafjarðar opnaði við hátíðlega athöfn föstudaginn 24. Júní 2011. Safnið er staðsett við Ráðhús Hornafjarðar í gömlu slökkvistöðinni og opnunarsýningin var á verkum Svavars Guðnasonar en bænum var færð ómetanleg gjöf frá ekkju Svavars, Ástu Eiríksdóttur. Byggðasafnið: Sögu Byggðasafns Austur-Skaftafellssýslu má rekja allt til ársins 1964 er sýslunefnd kaus fimm manna nefnd til að vinna að undir- búningi safnsins. Byggðasafninu var svo valinn staður í Gömlubúð þar sem hún hafði verið færð frá hafnarsvæðinu og að Sílavík. Nú stendur til að færa Gömlubúð aftur á upprunalegan stað við hafnarsvæðið á Höfn. Náttúrugripasafn og Jökulheimar: Safnastefna og stofnskrá Horna- fjarðarsafna frá því 2013 kveður á um þau markmið og vinnulag sem sett hafa verið innan safnsins til næstu 10 ára. Innan þessarar stefnu er lögð rík áhersla á að Mikligarður verði höfuð- safn Hornafjarðarsafna til framtíðar. Upplýsingar af hornafjardarsofn.is Sigurvegarar í aðalsteinsbikarnum 2014. Frá vinstri Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Fanney Ösp Guðjónsdóttir, Marta Lovísa Kjartansdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir, Kjartan Már Garski Ketilsson, Leifur Páll Guðmundsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir (mynd af www.fjardabyggd.is). Frá vinstri Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri, Eva Dögg Jóhannsdóttir íþróttamaður Fjarðabyggðar 2014, Kristín Gestsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar og Guðmundur Halldórsson íþrótta- og tómstunda- fulltrúi. Skipulagsbreytingar í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls um áramót Breytingar hafa verið gerðar í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls. Magnús Þór Ás- mundsson forstjóri Fjarðaáls gerði starfsfólki grein fyrir breytingunum þann 8. desember síðastliðinn og tóku þær formlega gildi 1. janúar 2015. Luke Tremblay verður fram- kvæmdastjóri framleiðslu. Luke hefur starfað hjá Alcoa í 30 ár sem verkfræðingur, kerskálastjóri, steypu- skálastjóri, ABS- og mannauðsstjóri og síðast sem framkvæmdastjóri álvers Alcoa í Baie-Comeau í Kanada. Smári Kristinsson, sem áður gegndi tímabundið stöðu framkvæmdastjóra framleiðslu, verður framkvæmdastjóri álframleiðslu og kerfóðrunar. Kristinn Harðarson, áður fram- kvæmdastjóri kerskála, verður fram- kvæmdastjóri stöðugra umbóta og tæknimála. Framleiðsluþróun og fjár- festingar munu heyra undir Kristin en jafnframt er hlutverkinu ætlað að vinna í uppbyggingu þekkingar og tækni- legrar þróunar fyrirtækisins. Geir Sigurpáll Hlöðversson, áður framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála, verður fram- kvæmdastjóri málmsteypu. Páll Freysteinsson, áður fram- kvæmdastjóri áreiðanleika, verður framkvæmdastjóri umhverfis-, heilsu- og öryggismála. Árni Páll einarsson tekur við starfi framkvæmdastjóra áreiðanleika. Júlíus Brynjarsson verður fram- kvæmdastjóri skautsmiðju. Ný framkvæmdastjórn Fjarðaáls Framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls skipa nú auk ofantaldra: Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, Ruth Elfarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og Guðný Björk Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála. Fréttatilkynning frá Alcoa Fjarðaáli

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.