Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 4

Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 4
8. Janúar 20154 Kvennaveldi í fjarnámi Háskólanemar sem skráðir eru sem fjarnemar hjá Austurbrú voru 132 á haustönn og voru nokkuð færri en fyrir ári síðan þegar 168 voru skráðir. Nær helmingur eða 48,5% eru í námi við HA enda góð þjónusta þar við fjarnema. Aðeins í HR eru karlar meirihluti fjarnema. Tölur vantar frá Bifröst en síðastliðin ár hafa verið þrír til sjö nemar þaðan. Konur yfir 75% há- skólanema í fjarnámi Konur hafa lengi verið fleiri en karlar í háskólanámi á Austurlandi en kynja- hlutfallið á haustönn sem er nýlokið er það ójafnasta hingað til. Nú eru 76,5% háskólanema á Austurlandi konur. Árið áður voru konurnar 66%. Ýmsar skýringar geta verið þarna að baki en á landsvísu eru konur fleiri en karlar í háskólanámi. Önnur skýring er sú að þrátt fyrir tilraunir til að uppræta staðalmyndir um kvenna- og karlastörf er það enn almenn staðreynd að konur sækja meira í hefðbundin kvennastörf og karlar í hefðbundin karlastörf. Sú menntun sem boðið er uppá í fjar- námi, er í flestum skólum, menntun sem konur sækja frekar í en karlar. Sem dæmi um það er kennslufræði og skyldar greinar, hjúkrunarfræði og félagsvísindi. Greinar sem karlar sækja frekar í eru sjaldnar í boði sem fjarnám og þar virðist ein skýr- ing á kynjahlutfallinu liggja. Í HR er meirihluti fjarnema karla, 13 af 14, og þeir eru flestir að læra iðnfræði og tölvunarfræði. Aðrar karllægari greinar eru almennt ekki í boði í fjarnámi s.s. verkfræði og raunvísindi. Nemendur verða að kalla eftir fjarnámi Háskólarnir bregðast ekki við með auknu framboði nema kallað sé eftir því og því er það mikilvægt að nem- endur láti í sér heyra og gefi til kynna hvað þeir vilja læra. Nemendur þurfa að kalla eftir fjarnámi. Kennari, viðskipta- fræðingur eða félags- vísindamaður? Nemendurnir eru flestir í kennaradeild eða öðru námi í uppeldis og menntun- arfræðum s.s. sérkennslu. Bæði eru þetta nemendur í grunnnámi sem og nemendur í meistaranámi. Enginn doktorsnemi er skráður sem fjarnemi en sl. ár hafa þeir verið 1-3 á Austur- landi. Næst flestir eru í viðskiptafræði og nær allir við HA. Yngri fjarnemendum að fjölga Kostnaður við að flytja að heiman í háskólanám er mikill, sérstaklega leiguverð í Reykjavík. Kannski er það þess vegna sem ungu fólki er að fjölga í fjarnámi en yngsti hópurinn hefur stækkað. Staðnemendur koma heim í próf Fjöldi lokaprófa er tekinn á starfs- stöðvum Austurbrúar og eru þar bæði fjarnemendur og svo tölvuverður fjöldi nemenda sem annars er í dag- skólanámi á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel erlendis. Sá hópur stækkar með hverri önn. Þessir nemendur kunna vel að meta að geta komist fyrr heim í jólafrí og taka sín próf á starfsstöðum Austurbrúar. Á Egils- stöðum eru tekin flest próf í desember eða um 200 talsins, á Reyðarfirði eru prófin um 100. Stóriðjuskóli Alcoa Fjarðaáls útskrifaði 50 nemendur á síðasta ári Þriðjudaginn 16. desember síð-astliðinn útskrifuðust fyrstu nemendur frá Stóriðjuskóla Alcoa Fjarðaáls, alls 20 manns, sem lokið höfðu bæði grunn- og framhalds- námi við skólann, en námið tekur tvö og hálft ár. Alls hafa fimmtíu manns lokið námi við skólann á árinu. Auk þeirra tuttugu sem að ofan er getið luku nítján manns grunnnámi 10. desember og ellefu starfsmenn luku námi síð- astliðið vor. Stóriðjuskóli Alcoa Fjarðaáls Stóriðjuskóli Alcoa Fjarðaáls tók til starfa haustið 2011, en hann er sam- starfsverkefni Austurbrúar, Verk- menntaskóla Austurlands og Fjarðaáls. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðsl- umiðstöðvar atvinnulífsins, „Nám í stóriðju“. Námið er hægt að fá metið til eininga á framhaldsskólastigi. Grunn- námið tekur þrjár annir og hafa 49 starfsmenn eða um 10% starfsmanna fyrirtækisins lokið grunnnámi. Á vorönn sem hefst nú í upphafi nýs árs, 2015, verða rúmlega fimm- tíu manns við nám í Stórðiðjuskól- anum, í kringum þrjátíu í grunnnámi og tuttugu og fjórir í framhaldsnámi. Öllum sem ljúka þriggja anna grunn- námi stendur til boða að halda áfram í fjögurra anna framhaldsnámi. Að loknu námi frá Stóriðjuskólanum hækka grunnlaun starfsmanna um 5 prósent auk hækkana sem verða samfara auknum starfsaldri hjá fyr- irtækinu. Fréttatilkynning frá Alcoa útskriftarnemar úr framhaldsnámi 16. desember, ásamt Magnúsi Þór Ásmundssyni forstjóra alcoa Fjarðaáls sem klæddist annarri af tveimur jólapeysum sínum sem Magnús prýddist um jólaleytið. útskriftin fór fram hjá austurbrú á reyðarfirði, eftir kynningu á lokaverkefnum nemenda. Björgvin og Hrönn: Hjónin Björgvin Ármannsson og Hrönn Bergþórsdóttir útskrifuðust bæði úr framhaldsnámi við Stóriðjuskóla Fjarðaáls 16. desember. af því tilefni fengu þau myndarlega blómvendi frá börnum, barnabörnum og barnabarnabarni. Í ávarpi fyrir hönd nemenda, þakkaði Hrönn fyrir tækifærið til að fá að setjast aftur á skólabekk. Hrönn sagði námið hafa verið fræðandi en þó umfram allt skemmtilegt.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.