Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 10

Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 10
8. Janúar 201510 Matarsóun – böl nútímamannsins Á heimasíðu Neytendasamtak-anna er umfjöllun um matar-sóun og ýmislengt tengt henni Á síðunni einnig finna hlekki á greinar í Neytendablaðinu, fréttir, umsagnir og skýrslur og aðrar vefsíður sem fjalla um matarsóun. Sóun matvæla er gríðarlegt vanda- mál, en um þriðjungur þess matar sem er ætlaður til manneldis í heiminum (1,3 milljarðar tonna á ári) fer til spillis! Bara í Evrópu fara um 100 milljónir tonna til spillis á ári, og er þá ekki talið það sem fer í súginn við landbúnaðar- framleiðslu og fiskvinnslu. Á vestur- löndum á mikill hluti þessarar sóunar sér stað hjá verslunum og neytendum sjálfum. Það er ljóst að vesturlandabúar kaupa mun meiri mat en þeir þurfa í raun á að halda og oftar en ekki er fullgóðum mat hent í ruslið. Til að auka sjálfbærni í matvælaframleiðslu, vernda umhverfið, draga úr gróður- húsalofttegundum og spara pening er því mikilvægt að bregðast við. „Ég kaupi það sem aðrir vilja ekki“ Í lok síðasta árs birtist viðtal við Selina Juul í danska heilsutímaritinu I form. Selina Juul er 34 ára. Hún stofnaði neytendahreyfinguna Hættið matar- sóun og skrifaði bókina Hættið mat- arsóun – matreiðslubók með meiru. Hún hlaut umhverfisverðlaun Norð- urlandaráðs árið 2013. Eftir að hafa lesið viðtalið sem hér fer á eftir er ljóst að margir geta gert miklu betur með því einu að hætta að vera svona sjálf- hverfir. Ritstjóri er þar ekkert skárri. Hversu oft hafa ekki örlítið marin epli eða klesstar paprikur fengið að liggja áfram í versluninni. Blettóttir bananar verið tíndir frá annars full- komnu knippi og líkaminn sveigður og beygður í ótrúlegustu stellingar til þess eins að ná í öftustu mjólkurfern- una eða hveitipokann sem er innst og efst. Blaðamaður I form fór í verslun- arleiðangur með Selina og ræddi í leiðinni við hana um matarsóun og hvernig væri hægt að minnka hana. Viðtalið ber yfirskriftina „Ég kaupi það sem aðrir vilja ekki“ og þar kemur fram að Selina fer út í búð með mynd af innihaldi ísskápsins síns í símanum og í innkaupakörfunni lendi það sem aðrir vilja ekki sjá svo sem marin epli og mjólk sem er að nálgast síðasta söludag. - Innkaup þín byrja heima í eldhúsi. Hvernig? Morgunrútína mín tekur tvær mínútur og hún felst í því að leita í ísskápnum að öllu því sem er opið. Ég stilli því í augnhæð, tek mynd af því á símann minn og þá er þar kominn heimsins besti innkaupalisti. Þegar ég fer út í búð veit ég nákvæmlega hvað ég á. Ég kaupi síðan nákvæmlega það sem ég þarf – og ekki meira en það. - Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú gengur inni í matvörubúðina? Ég vel minnstu körfuna og held á henni um alla verslunina, jafnvel þótt hún sé á hjólum. Annars er alltaf hætta á því að þú kaupir allt of mikið og uppgötvir það ekki fyrr en þú þarft að bera allt heim. - Hvað velur þú í grænmetisdeildinni? Ég tek allt sem aðrir vilja ekki. Stöku bananana, kræklóttu gulræturnar og mörðu eplin. Það er ekkert að þessum eplum og ef þú ætlar til dæmis að nota þau í eplaköku þá skiptir eitt lítið mar ekki nokkru máli. Mér getur einnig dottið í hug að kaupa appelsínur í neti þótt ein appelsínan sé mygluð. Á kass- anum spyr ég svo hvort ég geti ekki fengið að sleppa við að borga þessa einu appelsínu. Ef ég myndi ekki gera þetta þá yrði öllu netinu hent. - Í mjólkurkælinum tekurðu fremstu mjólkurfernuna. Hvers vegna? Allir teygja sig eftir öftustu mjólk- urfernunni, en af hverju? Fremsta fernan er í góðu lagi. Ef þú ætlar að nota mjólkina á næstunni þarf ekki að vera langt í síðasta söludag. Ef enginn kaupir fremstu mjólkurfernurnar neyðist verslunin til að farga þeim. - Geturðu gefið lesendum önnur inn- kauparáð? Verslaðu alltaf þar sem þú getur keypt vörurnar í stykkjatali. Ef þú þarft aðeins að nota þrjár gulrætur er óþarfi að kaupa heilan poka. Ég passa mig alltaf á að borða eitthvað, til dæmis banana, áður en ég fer að versla. Þá læt ég síður freistast og kaupi ekki of mikið. - Sannleikanum samkvæmt: hendir þú aldrei neinu? Það gerist örsjaldan. Það gerðist síðast þegar ég hafði keypt myglað salat. Annars nýti ég ALLT. Ég safna til dæmis eplaleifum, ystu lögunum utan af lauk og gulrótaflusi í dall sem ég geymi í ísskápnum. Svo bý ég til gott soð úr leifunum og frysti. Það er nefnilega mikið og gott bragð í þessum grænu leifum. Unnið upp úr heimildum af www. ns.is og I form, 18. tölublaði 2014, bls. 89. Þessir ávextir munu að öllum líkindum lenda í ruslinu innan skamms Glerárgata 34b v/ Hvannavelli · 600 Akureyri Sími: 461 1092 · asco@asco.is BÍLARAFMAGN - Fljót og örugg þjónusta BÍLARAFMAGN · VAR AHLUTIR · RAFGEYM AR · ALPINE · HLJÓM FLUTNINGSTÆKI ÓKEYPIS RAFGEYMAMÆLING! Eigum allar stærðir rafgeyma á lager Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is fotspor.is Eldri blöð má finna á PDF formi hér:

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.