Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 6

Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 6
8. Janúar 20156 HverJIr er þetta? Enn höldum við áfram að birta myndir úr Ljós- myndasafni Austurlands hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga. Þessi mynd er úr safni Jónasar Jón- assonar frá Kolmúla. Jónas er til hægri á myndinni en hinn er óþekktur. Engar upplýsingar bárust um síðustu mynd en það var mynd af brosandi stúlkum og kom sú mynd úr safni UÍA. Myndin er því endurbirt hér í þeirri von að einhverjir kannist við stúlkurnar. Eru upplýsingar frá lesendum vel þegnar og er þeim sem geta gefið þær bent á að hafa samband við Héraðsskjalasafnið í síma 471 – 1417 eða á netfangið: magnhildur@heraust.is. Brennur Stefán Bogi Sveinsson sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók á síð-asta ári. Stefán Bogi er flestum landsmönnum vel kunnur vegna þátt- töku sinnar í Útsvari auk þess sem hann er í bæjarpólitíkinni á Fljóts- dalshéraði. Stefán Bogi er Héraðs- maður langt aftur í ættir. Í Útsvari hefur hann slegið á létta strengi og þótt skemmtilegur og hnyttinn í til- svörum en í stjórnmálunum er alvar- legri undirtónn. Ljóðabók Stefáns ber heitið Brennur og má segja að í ljóða- bókinni birtist þessar hliðar Stefáns Boga. Hún hefur að geyma 37 ljóð sem ort eru á undanförnum árum, en Stefán hefur að eigin sögn ort ljóð allt frá 10 ára aldri. Í viðtali sem tekið var við Stefán Boga í tilefni af útgáfu bókarinnar á síðasta ári sagði hann: „Bókin er býsna persónuleg og ég er að reyna að gera upp við ýmsar tilfinningar sem ég ber í brjósti. Það sem er kannski mest áberandi er ákveðið uppgjör við fráfall pabba, sem lést fyrir aldur fram árið 1994. Það var áfall sem ég vann kannski aldrei almennilega úr á sínum tíma. Það er ljóðabálkur í bókinni sem er hugsaður sem kveðja til hans. En síðan er þetta bara allt mögulegt. Það er líka heilmikill húmor þarna held ég. Ég á svolítið erfitt með að hafa það ekki með því ég hef ákveðna tilhneigingu til þess að snúa hlutunum oft upp í grín. Svo er líka ádeila þarna því pólitíkin er aldrei langt undan.“ Þessi orð Stefáns Boga lýsa bókinni mjög vel. Í bókinni eru stutt, hnyttin ljóð eins og ljóðið Fjall sem segir frá uppbyggingu falls og Í pörum þar sem samböndum er lýst. Ótrúlega fallega lýsingu á ástföngnum manni er að finna í ljóðinu Bókmennt og í ljóð- inu Vér föðurleysingjar nefnir Stefán Bogi margt af því sem maður fer á mis þegar maður elst upp án föður. Í Brennur leikur Stefán Bogi sér með tungumálið á skemmtilegan hátt og talar um að „spenna kvíðboga of hátt“ eða að það hafi runnið á einhvern „tvær til þrjár grímur“. Ljóðabókin Brennur er skemmti- leg ljóðabók sem kemur einnig inn á alvarlegri og hversdagslegri hluti tilverunnar. Góð bók til að hafa á náttborðinu og lesa reglulega. Reyðarfjarðarkirkja Reyðarfjarðarkirkja er kirkja vik-unnar að þessu sinni. Upplýsingar um kirkjuna eru fengnar úr ritinu Kirkjur Íslands, 20. bindi, Friðaðar kirkjur í Austfjarðaprófastsdæmi. Höf- undar texta eru Hjörleifur Guttormsson og Júlíana Gottskálksdóttir. Bygging kirkju í stækkandi þorpi á Búðareyri við Reyðarfjörð 1911 endurspeglar sömu þróun og víða annars staðar á Austfjörðum báðum megin aldamóta. Sóknarkirkjan á Hólmum, byggð af timbri árið 1850, var orðin lúin undir lok 19. aldarinnar. Árið 1899 var Hólmasókn, sem fram að þeim tíma náði yfir allan Reyðar- fjarðarhrepp hinn forna, skipt í tvennt og í framhaldi af því var Eskifjarðar- kirkja byggð árið 1900. Góð samstaða var innan sóknarnefndar Hólmakirkju um þessa þróun og snemma árs 1909 gerði nefndin tillögu til biskups um að leggja niður kirkju á Hólmum og byggja nýja í hennar stað á Búðareyri. Niðurstaðan varð að byggja steinsteypta kirkju, þá fyrstu af því efni austanlands. Hana teiknaði Rögnvaldur Ólafsson arkitekt en yfirsmiður var Guðni Þor- láksson og var kirkjan vígð 18. júní 1911. Sóknarnefndin tók jafnframt að sér niðurrif og sölu á Hólmakirkju [. . . ]. Milli Hólma og Búðareyrar er að- eins um 8 km leið en umhverfi nýju kirkjunnar á sléttri eyri undir fornum sjávarkömbum var samt býsna ólíkt því sem verið hafði á Hólmastað. Uppi yfir gamla prestsetrinu gnæfir Hólmatindur sem um aldir hafði sent skriður, vatnsflaum og jafnvel snjóflóð niður yfir staðinn og margoft valdið tilfinnanlegum landspjöllum og tjóni á mannvirkjum [. . . ]. Samt voru Hólmar taldir í hópi betri brauða á landinu, árið 1854 það þriðja gjöfulasta í Múlaþingi á eftir Hofi í Vopnafirði og Eydölum. Þar komu til fyrrum skógarítök, fjórir rekar og afgjöld af mörgum jarðeignum meðal annars af þremur jörðum við Stóru-Breiðuvík þar sem lengi var höndlunarstaður og af Skálateigi efri og neðri í Norðfirði. Einnig fengust drjúgar tekur (sic) af útræði í Seley og varphólmunum fimm við Hólmanes [. . . ] (bls. 313). Árið 1901 voru á Búðareyri skráðar 44 sálir en íbúatalan var orðin 110 manns þegar kirkjan þar var vígð árið 1911. [. . . ] Búðareyrarkirkja, síðar kennd við Reyðarfjörð eins og sóknin, hefur staðið af sér tímana tvenna í heila öld að því er snertir nánasta umhverfi. Lengst af hefur verið rúmt um kirkjuna en á árum síðari heimsstyrjaldar var þó að henni þrengt með herskálum eins og sjá má af myndum. Síðar nýttist landrýmið undir þekkilegt safnaðarheimili sem Björn Kristleifsson arkitekt er höfundur að (bls. 315). Þann 31. janúar árið 1909 ritaði sóknarnefnd Hólmasóknar í Reyðar- firði biskupi landsins, herra Þórhalli Bjarnarsyni, bréf þar sem greint var frá áformum safnaðarins um að leggja þá kirkju niður og þess í stað reisa nýja kirkju í botni Reyðarfjarðar. [. . . ] Óskað var eftir því við biskup að sóknarnefnd yrði útveguð teikning að „vandaðri timburkirkju í smekk- legum nútíðarstíl“ sem tæki 150 manns í sæti. [. . . ] Leitað var til Rögnvalds Ólafssonar byggingarráðunautar heimastjórnarinnar um gerð uppdrátta að kirkjunni og vann hann að þeim í janúar og febrúar árið 1910. Í fyrstu stóð til að kirkjan yrði timburhús og sýna uppdrættir Rögnvalds að hann hefur gert ráð fyrir grindarhúsi. Á annan uppdrátt að framstafni kirkjunnar, þar sem umbúnaði kirkju- dyra hefur verið breytt, hefur hann skrifað að kirkjan hafi upphaflega átt að vera úr timbri, en síðan verið breytt í „steinsteypu-hús“ með óbreyttu inn- anmáli. Rögnvaldur hafði mikla trú á steinsteypu sem byggingarefni og má gera ráð fyrir að hann hafi lagt til að reisa kirkjuna úr steinsteypu frekar en timbri. Enn fremur eru heimildir fyrir því í gjörðabók sóknarnefndar kirkjunnar að biskup landsins, herra Þórhallur Bjarnarson, var hlynntari steinsteypu en timbri sem byggingar- efni. Á almennum safnaðarfundi 10. júlí 1910 var tilkynnt að gerður hefði verið samningur um byggingu stein- kirkju á Búðareyri. Það hafði hins vegar í för með sér meiri kostnað en gert hafði verið ráð fyrir, því áður hafði verið talið að byggingarkostnaðurinn mætti ekki fara yfir fimm þúsund krónur og var þá tekið mið af fjögur þúsund króna sjóði Hólmakirkju og væntanlegu láni úr hinum almenna kirkjusjóði að upphæð fimmtán hundruð krónur. Í stað fimm þúsund króna var byggingarkostnaður nú áætlaður 6.800 krónur og var brugð- ist við því með hækkun kirkjugjalds úr 75 aurum í 1 krónu og 25 aura. Heimild: Kirkjur Íslands, 20. bindi, Friðaðar kirkjur í Austfjarðaprófasts- dæmi. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík, 2012. Auglýsingasíminn er 578 1190

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.