Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 12

Austurland - 08.01.2015, Blaðsíða 12
AB VARAHLUTIR – UMBOÐ EGILSSTÖÐUM 8. Janúar 201512 Þorvaldur Jóhannsson hlýtur fálkaorðuna Þorvaldur Jóhannsson, fyrrum bæjarstjóri og skólastjóri á Seyðisfirði, var á meðal ell- efu einstaklinga sem fengu riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu í dag við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum. Í tilkynningu frá embætti forseta Íslands segir að Þorvaldur hljóti krossinn fyrir framlag til mennta og framfara í heimabyggð. Þorvaldur er fæddur á Siglufirði árið 1940 og útskrifaðist sem hand- mennta- og íþróttakennari. Hann hóf störf sem slíkur á Seyðisfirði strax eftir útskrift árið 1960. Árið 1975 varð hann skólastjóri og gegndi þeirri stöðu þar til hann varð bæjarstjóri árið 1984. Eftir það varð hann framkvæmdastjóri sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi til ársins 2010. Þorvaldur hefur einnig verið mikilvirkur í ýmiss konar félaga- samtökum en hann var meðal annars formaður íþróttafélagsins Hugins um þriggja ára skeið. Frétt af www. austurfrett.is Forsýning á fyrstu tveimur þáttum Fortitude Tiger Aspect og Pegasus bjóða íbúum Fjarðabyggðar á forsýn-ingu á 1. og 2. þætti af Fortitude sjónvarpsseríunni en seríuna þarf varla að kynna frekar fyrir íbúum Fjarða- byggðar. Sýningar verða fimmtudaginn 8. janúar í Félagslundi Reyðarfirði og verða tvær sýningar. Fortitude er leikin bresk sjónvarps- þáttaröð og hafa tólf fyrstu þættirnir verið gerðir. Þættirnir eiga að gerast í litlu þorpi norður við heimskautsbaug og voru þeir teknir upp á Bretlandi og á Íslandi, nánar til tekið á Austurlandi. Þættirnir verða frumsýndir ytra í lok janúar og hefjast sýningar á RÚV í framhaldi af því. Leikarinn Stanley Tucci leikur lög- reglumanninn Morton sem aðstoðar lögregluna á staðnum við rannsókn á morðmáli. Danska leikkonan Sofie Gråbøl, sem Íslendingar þekkja vel úr glæpaþáttaröðinni Glæpnum, leikur bæjarstjóra Fortitude. Heimahjúkrun og rekstur Sundabúðar áfram á hendi Vopnfirðinga Kristján Þór Júlíusson heil-brigðisráðherra og Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnarfjarðarhrepps, undirrituðu í árslok endurnýjaðan samning sem felur í sér að Vopnafjarðarhreppur mun áfram sjá um rekstur hjúkrunarheimil- isins Sundabúðar og heimahjúkrunar í sveitarfélaginu. Að auki var veitt heim- ild fyrir rekstri eins dagdvalarrýmis í húsnæði Sundabúðar. Upphaflegur samningur um þetta efni var gerður fyrri hluta árs 2013. Áður hafði rekstur hjúkrunarheimilis- ins verið á hendi Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Með þessu samningi er áhersla lögð á eflda þjónustu í heima- byggð og aukin verkefni til sveitarfé- laganna. Jafnframt er sérstaklega horft til þeirra tækifæra sem í þessu felast til að samþætta þjónustu við aldraða íbúa sveitarfélagsins. Samningurinn gildir til ársloka 2015. Frétt af www. velferdarraduneyti.is Mynd af vef forsetaembættisins. Þorvaldur er þriðji frá hægri. Kristján Þór Júlíusson og Ólafur Áki ragnarsson (mynd af vef ráðuneytisins)

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.