Reykjavík - 18.04.2015, Side 6

Reykjavík - 18.04.2015, Side 6
6 18. Apríl 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Tvítyngi er fjarsjóður, hálftyngi er vanmáttur Fjölmenningarlegt samfélag er orðið að veruleika í Reykjavík og á landinu öllu. Hlutfall grunnskólanem- enda í borginni með annað móðurmál en íslensku er í kringum 10%. Niður- stöður úr málkönnunarprófinu „Milli Mála“ sem var lagt fyrir u.þ.b. 1400 börn af erlendum uppruna eru sláandi. Hátt upp í 400 börn eða tæplega 25% hafa náð góðum tökum á íslensku og eru ekki í vandræðum að takast á við námið sitt. Tæplega 200 börn eða 15% þurfa markvissan stuðning en nánast 60% eru á rauðu – með svo takmark- aðri íslenskukunnáttu að þau geta engan vegin takast á við námið sitt. Á bak við þessi 60% eru sem sagt yfir 800 börn í Reykjavík sem eiga sér ekki möguleika að takast á við frekari nám, að taka virkan þátt í samfélaginu, að njóta sín til fulls. Miðað við þróun í innflytjenda- málum á Íslandi er stærsti hluti barna af erlendum uppruna á grunn- og leik- skólaaldrinu. Tíminn til þess að við stöndum okkur betur en önnur lönd, til þess að eiga einfaldlega enga „næsta kynslóð“ heldur samfélag sem bíður öllum börnum sömu tækifærin er naumur. Helstu sérfræðingar í þessum málefnum þ. á m. Birna Arnbjörns- dóttir, prófessor í annarsmálsfræðum við HÍ, telja að virkt tvítyngi sé mikil- væg undirstaða náms í íslensku og jafn- framt góðs námsárangurs, jákvæðrar sjálfsmyndar og virkrar þátttöku í sam- félaginu. Hins vegar getur úrræðaleysi í þessum efnum leitt af sér svokallað neikvætt tvítyngi þar sem nemandinn hefur við lok grunnskóla hvorki nægi- legt vald á íslensku né móðurmálinu og má fullyrða að slíkt neikvætt tvítyngi útiloki barn frá frekari menntun auk þess sem það getur dregið verulega úr velgengni þess í samfélaginu. Enginn lærir einfaldlega ekki nýtt tungumál ef hann er ekki með móðurmálið á hreinu. Fjöldi þeirra lagaatkvæði, reglugerða og tilmæla sem mæla með aukinni áherslu á virkt tvítyngi og stuðning við móðurmálið er feikilegur, þ.m.t. Barnasáttmálin Sameinuðu þjóðanna, aðalnámskrá grunnskóla, grunnskóla- lögin, drög að framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda (lögð fram í des. 2014), ályktun íslenskrar mál- nefndar frá 2013, Hvítbók og stefna SFS um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf. Skóla- og frístundaráðið samþykkti á síðasta fundinum sínum að koma á tilraunaverkefni til tveggja ára um að ráðnir verði tveir tvítyngdir grunnskólakennarar (farkennarar). Hlutverk kennaranna verður annars vegar að kenna móðurmál nemenda og hins vegar að styðja við nemendur sem ekki hafa náð fullum tökum á ís- lensku máli. Jafnframt verður unnið innleiðingaráætlun að frekari tillögum til stuðnings við þennan hóp. Sérstök áhersla verður þar lögð á hlutverk for- eldra til þess að gera skólann að inn- gangi í íslenska samfélagið. Ljóst er að mikið verk er að vinna. Hið andlega fárviðri Nú er komin út bókin Vertu úlfur eftir Héðin Unnsteinsson. Héðinn er einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar á sviði geðheilbrigðismála og framlag hans til þess málaflokks er þjóðinni gríðarlega dýrmætt. Má þar m.a. nefna Geðorðin 10 sem hanga á velflestum ísskápshurðum landans, á vinnustöðum, í kennslustofum og víðar. Í bókinni Vertu úlfur leggur Héðinn sjálfan sig undir með því að deila með lesendum tímabili í lífi sínu þar sem hann fór frá því að vera jakkafataklæddur ráðu- neytissérfræðingur í að vera (talinn) alvar- lega geðsjúkur maður sem hefur misst alla sína reisn og endaði sem viljalaust verkfæri einstaklinga og aðstæðna sem hann sjálfur hafði enga stjórn á. Með ótrúlegum styrk og þekkingu, bæði á sjálfum sér og sjúkdómnum, le- yfir hann lesandanum að fylgjast með hruninu öllu og upprisunni sjálfri í eigin lífi. Í sjúkum huga sínum myndar m.a. snarbiluð tengsl milli stöðu sinnar og hins eiginlega hruns sem síðar átti eftir að verða. Reisn Héðins, kærleikur, virðing og skynjun fyrir heildarmyndinni kemur svo vel fram í frásögninni. Það var ómögu- legt að leggja frá sér bókina allt frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu. Ég hef lengi ekki lesið bók sem hefur haft svona áhrif á mig. Svona sérstök áhrif. Ég grét aftur og aftur, sá húmorinn í fáránleikanum, fann á köflum til mikillar reiði yfir því kerfi sem við höfum komið okkur upp í tengslum við geðheilbrigðisþjónustu, skynjaði óbæri- legan sársauka í gegnum frásögnina, og langaði til að reyna að skilja það andlega fárviðri sem á sér stað í huga einstaklings sem tekst á við veikindi af þessu tagi. Frásögnin öll er einstaklega ljóðræn. Djúp vitund Héðins um það sem er í gangi frá mínútu til mínútu meðan veikindin stóðu yfir, gerir mann í raun þátttakanda í atburðarásinni vegna spennuþrunginnar frásagnar hans. Dásamleg er notkun tungumálsins þar sem Héðinn lýsir dýpri skynjun á hverju smáatriði í líkama sínum, í umhverfi sínu, á alheiminum, skynjun sem er ýktari og öfgafyllri en venjulegur maður getur skilið. Hver einasta skynjun, andleg og líkamleg, virðist þúsundföld, næmi fyrir manneskjum, náttúru, sjálfum sér - og Guði. Héðinn skilur okkur lesendur eftir með sterka samlíðan með honum og sammannlegan vilja til að hjálpa til. Og það var svo fallegt að lesa um vini hans sem sýndu honum skilning og virðingu og leyfðu honum að ráða ferðinni í fáránlegu leikriti lífs hans þegar mest gekk á. Þetta er engin venjuleg manneskja sem Héðinn lýsir í æðikastinu - í upp- heimum, og frásagnir eru magnaðar af fáránleikanum sem í textanum líða áfram eins og eðlilegur hlutur í sjúkum huga. Í geðveikum huga geta ítrekuð fataskipti, sérdregnar gardínur í sjúkrastofu, fólkið í útvarpinu og útreiknuð bílnúmer haft stórkostleg áhrif á framvindu mikilvægra mála eða jafnvel á framtíð heimsins. Á sama tíma að átta sig á, milli heima, - að eitthvað er ekki eins og það á að vera og svo síðan hrunið þegar „þykka flau- elsteppið var yfir heilanum“. Upprisan hefur tekið tíma. Að ná sáttum og fyrirgefa. Og það hefur Héð- inn gert. Markmið hans er að hafa áhrif til breytinga. Það þarf mikið þor til að skrifa svona bók. Ekki síst fyrir mann sem vill láta taka sig alvarlega sem pólitískur ráðgjafi eða sérfræðingur, jafnvel á heimsvísu, en Héð- inn starfaði m.a. hjá Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni. Eitt er víst að Héðinn Unnsteinsson er enn stærri manneskja og mikilvægari fyrir að stíga fram og deila með okkur hvernig það er að hafa veikst af geðhvarfasýki en vera samt einn af lykilmönnunum, hugs- uðunum í íslensku samfélagi. Það sannar fyrir mér að við höfum líklega farið á mis við stórkostlegar manneskjur í gegnum tíðina sem hafa greinst með sama sjúk- dóm, vegna þess að þær voru ekki með- höndlaðar rétt og fengu ekki þann kærleik og skilning sem til þurfti. Í lok bókar færir Héðinn Unnsteinsson þjóðinni ótrúlega fallega gjöf í formi lífs- orðanna 14 sem hver einasta manneskja getur fundið bjargræði í. Vertu úlfur er einstök bók sem allir ættu að lesa til að reyna að skilja hvað á sér stað í heimi einstaklings sem hefur verið sleginn af í samfélaginu vegna þeirra ríkjandi viðhorfa sem ríkt hafa í geðheil- brigðismálum á Íslandi. Héðinn segir á einum stað í bókinni þegar hann lýsir viðbrögðum heilbrigð- iskerfisins við geðsjúkum manni: „það var litla móðurorku að finna í heilbrigð- iskerfinu“. Móðurorkan sem er kærleikurinn í sinni fegurstu mynd. Hafðu þakkir Héðinn Unnsteinsson fyrir framlag þitt. Sjálfsagðar upplýsinga- beiðnir eða McCarthýismi? Í síðustu viku flutti Kjarninn fréttir af því að Gunnlaugur Magnús Sig- mundsson hefði sent Halldóri Auðar Svanssyni, borgarfulltrúa Pírata og formanni stjórnkerfis- og lýðræðis- ráðs borgarinnar bréf, þar sem hann fer fram á upplýsingar um samskipti borgarinnar og Reykjavíkur viku- blaðs, vegna dreifingar blaðsins á fjórblöðungi frá Borgarbókasafninu. Óskar hann eftir afriti af öllum samn- ingum og skriflegum samskiptum sem tengjast samskiptum borgar- innar og blaðsins, auk svara við fjölda spurninga sem safnað er undir sex ólíka töluliði. Gunnlaugur hefur bréfið á því út- skýra upplýsingaósk sína með þeim orðum að sem „íbúi og útsvarsgreið- andi í Reykjavík“ hafi hann „áhuga á því hvernig haldið er á fjármunum borgarsjóðs“. Ekkert nema gott um það að segja. Borgararnir eiga að veita stjórnvöldum aðhald. Hvort sem þeir heita Gunnlaugur eða Magnús. Það er hins vegar erfitt að lesa úr bréfinu heiðarlegan áhuga á því hvernig fjármunum borgarinnar sé varið til að kynna íbúum þá þjónustu sem hún hefur upp á að bjóða. Þvert á móti sér Gunnlaugur sérstaka ástæðu til að benda á að ábyrgðarmaður Reykjavíkur viku- blaðs sé „þekktur fyrir störf á vett- vangi Alþýðuflokks og Samfylkingar“ og bætir við að ritstjóri blaðsins „mun hafa verið í framboði fyrir VG í Reykjavík“. Þetta er uppleggið að fyrirspurninni. Útgefandi og ritstjóri Reykjavíkur viku- blaðs séu vinstrimenn. Það eitt virðist nægja Gunnlaugi til að tortryggja sam- skipti borgarinnar og blaðsins. Það er ekki meiri reisn yfir þessu. Finnst Gunnlaugi, sem er bæði einn auðugasti maður landsins og faðir sitj- andi forsætisráðherra, virkilega viðeig- andi að hann standi í McCarthýískum rannsóknum á ímynduðum vinstri- samsærum? Eða, ef markmiðið var að- eins að afla sér upplýsinga um rekstur borgarinnar, væri ekki eðlilegra að maður af stöðu Gunnlaugs léti vera að skrifa bréf sem engin leið er að lesa öðru vísi en sem tilraun til slíks? Það er svo umhugsunarvert að Reykjavík Vikublað skuli nú vera sá fjölmiðill sem Framsóknarmenn hafa mestar áhyggjur af. JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Höfundur er Magnús Sveinn Helgason Höfundur er Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Höfundur er Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri, Akureyri Íslenskan er eins og við öll vitum, móðurmálið okkar og það ber okkur að varðveita hverja stund. En við eigum líka að bera virðingu fyrir öllum erlendum tungumálum og skilja að þau eru jafn dýrmæt og íslenskan er okkur. Vigdís Finnbogadóttir

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.