Reykjavík - 18.04.2015, Blaðsíða 14

Reykjavík - 18.04.2015, Blaðsíða 14
14 18. Apríl 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Á leiðinni heim: Hollt að versla á hjólinu Það fer vel með umhverfi og pyngju að gera innkaupin á hjóli. Þau vilja verða mark- vissari þegar huga þarf að umfangi varningsins, jafnvel hollari og skyn- samari! Flestir velja að sleppa snakk- inu og gosinu en taka með sér eðal súkkulaði í staðinn, það passar svo miklu betur í hjólatöskuna. Í tvær rúmgóðar hjólatöskur má koma glettilega miklu af daglegum neyslu- varningi og það er létt að stíga hjólið fulllestað. Góðar hjólatöskur kosta sitt og stundum betra að reikna verðið í bensínáfyllingum á bílinn þegar leggja á þá fjárfestingu til við heimilisbók- haldið. En vitið til; það er fjárfesting sem er fljót að skila sér til baka í skyn- samlegum innkaupum, meira nota- gildi fyrir hjólið og minna skutli. Svo er þetta með betri stórafmælisgjöfum fyrir vinahópinn að slá saman í. Ekki gleyma því. Búðareigendur ættu að sjá hag sinn í að taka vel á móti hjólandi viðskipta- vinum því sá sem er á hjóli, er líklegri til að koma oftar í búðina og taka oftar með sér heim ferskvöru en sá sem fer sjaldnar. Góð hjólastæði eru mikil- væg, eins og þessi við aðalinngang Kringlunnar – þar er gott að læsa hjól- inu við bogana. Áberandi staðsetning og nokkuð skjólgott. Best er að hafa búðina í leiðinni heim, aðgengilega innan hverfisins og stutt að hjóla með kælivöruna í ís- skápinn. Því fögnum við sem hjólum, eflingu verslunar inni í íbúðahverfum borgarinnar. Til stærri innkaupa eru ýmsar tegundir af hjólakerrum upplagðar eða pakkahjól. Þau henta vel til minni snúninga í þéttbýli. Það væri líka skemmtilegt ef einhver matvöru- verslunin eignaðist pakkahjól fyrir viðskiptavini til að hjóla heim með varninginn sinn. Ég myndi örugglega gera þá verslun að uppáhaldsbúðinni minni. Einkarekið Apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 w.þ if.is / www.thrif.net / netfang: th if@centrum.is Fyrirtæki húsFélög Við gerum tilboð í reglubundna ræstingu ykkur að kostnaðarlausu.sími 89 89 566 www.þrif.is / www.thrif.net / netfang: thrif@centrum.is Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í útleigu fyrir túrista. Tryggið ykkur miða 565 5900 midi.is Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Þær fyndnustu í bænum Síðustu sýningar á leikárinu Fimmtudagur 16 apríl Sunnudagur 19 apríl Föstudagur 24 apríl Sunnudagur 26 apríl Sunnudagur 3 maí "Leikhúsgaldrar og töfrabrögð eru nýtt með frábærum hætti í sýningunni..." Mbl Afmæl málþing Nafnfræ ifélagsins Í tilefni af því að Nafnfræðifélagið er 15 ára um þessar mundir verður haldið málþing í dag, laugardaginn 18. Apríl, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins. Málþingið hefst klukkan 13.15. Þar verða haldnir þrír fyrirlestrar um nafnfræði. Margrét Valmundsdóttir, verkefnisstjóri á Stofnun Árna Magn- ússonar flytur erindið: Fúli, Rani og Filpatótt - Geta örnefni lifað af ábú- endaskipti? Jón Axel Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands flytur erindi um Guðs- heitið Yngvi og mannanöfn leidd af því og Ioks flytur Elín Ingibjörg Eyjólfs- dóttir erindið Tungumál á vegvísum, tungumál sem vegvísir. Eftir málþingið er boðið upp á kaffiveitingar, en allir eru velkomnir og ekkert kostar inn. Vorhátíð barnanna haldin á Seltjarnarnesi Vorhátíð barnanna verður haldin hátíðleg í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi nætkomandi þriðju- dag, 21. apríl. Dagskráin fer fram í Bókasafni Seltjarnarness og eru öll börn boðin velkomin segir í tilkynn- ingu. Heiðursgestir hátíðarinnar eru Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar, sem sýna atriði úr leik- sýningunni Kuggur, sem nú er sýnd í Þjóðleikhúsinu. Dagskráin hefst kl. 13:15. Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á íslandi pakkahjól eru frábær í innkaupin og henta vel til minni snúninga í þéttbýli Mynd RC

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.