Reykjavík - 13.06.2015, Page 6
– Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir
MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN
HUSQVARNA
FS 400 LV
Sögunardýpt 16,5 sm
HUSQVARNA
K 760
Sögunardýpt 12,5 sm
HUSQVARNA
K 2500
Sögunardýpt 14,5 sm
HUSQVARNA
DM 230
Bordýpt 15 sm
HUSQVARNA
K 3600 MK II
Sögunardýpt 27 sm
HUSQVARNA
Steinsagarblöð
og kjarnaborar
6 13. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Stelpur rokka!
Síðastliðna helgi fóru fram kvennarokkbúðir á vegum Stelpur rokka! í
Reykjavík. Þar komu saman konur á ýmsum aldri til að fá kennslu á mis-
munandi hljóðfæri, prófa að spila í hljómsveit, læra texta- og lagasmíði
og að lokum halda saman tónleika. Hreyfingin Stelpur rokka! hefur staðið
fyrir fjölmörgum stúlkna- og kvennarokkbúðum en nýliðnar búðir voru þær
níundu sem haldnar hafa verið hér á landi. Áslaug Einarsdóttir stofnaði
hreyfinguna ásamt hópi sjálfboðaliða árið 2012 að fyrirmynd Girls Rock
Camp. Hreyfingin hefur vaxið jafnt og þétt og hafa nú yfir 200 íslenskar
stúlkur og konur komið saman til að rokka.
Allir hafa jafnan aðgang
óháð fjárhagi eða félags-
legum aðstæðum
Girls Rock Camp Alliance var stofnað
árið 2007 en innan þeirra vébanda
starfa um 60 stúlkna-rokkhreyfingar
bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Allar
hreyfingarnar vinna eftir sömu hug-
myndafræði og gildum en þau kveða á
um að allar stúlkur hafi jafnan aðgang
að búðunum óháð fjárhagi, uppruna,
kynhneigð eða túlkun kyngervis, trú,
getu, móðurmáli eða fötlun. Ás-
laug segir að í hverjum rokkbúðum
sé ákveðinn fjöldi sæta í boði og sé
hluti þeirra niðurgreiddur til hálfs
eða að fullu. Hún segir að sú stefna
hafi gefið góða raun þau þrjú ár sem
hreyfingin hafi starfað en að jafnaði
hafi um þriðjungur þátttakenda nýtt
sér valmöguleikann um niðurgreiðslu.
„Okkar reynsla er að frí eða niður-
greidd pláss fara til þeirra stúlkna sem
mest þurfa á því að halda. Efnaminni
stelpur, LGBT (lesbian, gay, bisexual,
transgender) stelpur og stelpur með
annað móðurmál en íslensku hafa
forgang í frí pláss en hingað til höfum
við getað boðið öllum sem á þurfa að
halda frí pláss.“
Að vera sín eigin
fyrirmynd
Rokkbúðirnar veita rými þar sem
kostur gefst til að efla hæfileika og
sjálfstraust í öruggu umhverfi. Áslaug
bendir á að samfélagið þarfnist þess að
slíkt rými sé skapað því það spretti ekki
af sjálfsdáðum. „Á unglingsárum fara
strákar frekar út í almenna rýmið og
gera hluti á borð við að stofna hljóm-
sveitir, en stelpur eru ólíklegri til þess.“
Skortur á fyrirmyndum er hluti af
ásatæðunni en Áslaug segir að ungar
stelpur séu líklegri til að skorta sjálfs-
traust til að koma fram á sviði, taka
sér rými og vera með hávaða. Í rokk-
búðunum er kennt á gítar, hljómborð,
bassa, trommur og söng. Í búðunum
eru einnig vinnusmiðjur þar sem
meðal annars er farið yfir kvennarokk-
sögu, kynjafræði, fjölmiðlaumfjöllun
og textagerð. Einnig eru fengnar far-
sælar íslenskar tónlistarkonur til að
spila á hádegistónleikum og ræða
við þátttakendur. Rokkbúðirnar veita
þannig þátttakendum tækifæri til að
spegla sig og hæfileika sína í öflugum
kvenkyns fyrirmyndum.
Rokkbúðirnar ýta
undir sjálfstraustið
Fyrstu rokkbúðirnar voru haldnar í
Reykjavík fyrir stúlkur á aldrinum 12-
16 ára en starfið er stöðugt að þróast
og síðan þá hafa nýir staðir og áherslur
hafa bæst við. Auk stúlkna-rokkbúða
eru nú einnig kvenna-rokkbúðir fyrir
konur eldri en 20 ára, sjálfboðaliðastarf
innan hreyfingarinnar er afar virkt og
í ár bætist jafnframt við ungliðastarf.
Þar geta 16-18 ára stúlkur tekið þátt í
rokkbúðum sem ungliðar og er það
nokkurskonar framhaldsnámskeið
fyrir þær sem hafa áður tekið þátt rokk-
búðunum. Ungliðar aðstoða meðal
annars við að halda utan um vinnu-
smiðjur og vera leiðbeinendur en með
því eru þær sýnilegar og sterkar fyrir-
myndir fyrir yngri þátttakendur rokk-
búðanna. Rán Birgisdóttir hefur tekið
þátt í rokkbúðunum síðastliðin tvö
ár en tekur nú þátt sem ungliði. Hún
segist alltaf hafa haft áhuga á tónlist og
þegar hún sá fyrst auglýsinguna fyrir
rokkbúðirnar hafi henni fundist það
virka sem skemmtileg leið til að læra
eitthvað, kynnast fólki og prófa að vera
í hljómsveit. „Fyrst var ég stressuð en
stressið fór hratt. Konurnar sem halda
utan um þetta unnu vel með stressið
og allir urðu strax vinir“. Rokkbúðirnar
veita vettvang til að prófa sig áfram gera
mistök í umhverfi sem veitir stuðning
og samvinna ríkir. „Stelpunum líður vel
í þessu umhverfi, þær kynnast nýjum
hliðum á sjálfum sér og þær mynda
mikilvæg tengsl við aðrar stelpur sem
hafa áhuga á að spila og semja tónlist.“
Rán segist vera í góðu sambandi við
margar þeirra stúlkna sem hún hefur
rokkað með í búðunum og að sumar
þeirra séu jafnvel meðal hennar nán-
ustu vinkvenna í dag.
„Algjörlega þess virði“
Að vera í hljómsveit segir Rán vera
ótrúlega skemmtilegt og að þar ríki
mikil stemning. Hún segir að það sé
gaman að búa eitthvað til með öðrum
og sjá vaxa smátt og smátt og verða að
einhverju heildstæðu. „Ferlið byrjar á
því að einhver kemur með hugmynd og
unnið er með hana og í kringum hana.
Einhver kemur með gítarlínu, bassinn
gerir eitthvað í kring, svo bætast við
trommur og sönglína, það kemur smátt
og smátt.“ Hún segir að hún hafi ekki
áttaði sig á því hversu mikill stráka-
heimur tónlistin er, fyrr en hún fór að
velta því fyrir sér. „Maður verður oft
hissa þegar stelpa er í hljómsveit. en í
Rokkbúðunm eru bara stelpur að spila
og þær eru ekkert verri en strákar.“
Stelpurnar eru hvattar til þess að líta á
sig sem virkar og skapandi tónlistar-
konur þar sem þær eru gerendurnir og
láta eitthvað verða að veruleika. „Þegar
ég kom inn í þetta prógram var ég ekki
viss en svo sá ég að ég gat þetta.“ Rán
spilaði á bassa í rokkbúðunum og er
núna í áframhaldandi námi á bassa
í Gítarskóla Íslands. „Ég hvet aðrar
stelpur til að þora að taka þátt, það er
algjörlega þess virði.“
Næstu rokkbúðir verða haldnar 9.
-12. júlí í Ásbrú, Reykjanesbæ, en það
verður í fyrsta skipti sem rokkbúðirnar
eru haldanar þar. Þessar rokkbúðir
eru fyrir allar stúlkur frá 12-16 ára
jafnt frá Reykjarnesinu sem annars
staðar frá og eru enn pláss laus til um-
sóknar. Í haust verður einnig boðið
upp á helgarlangar vinnusmiðjur þar
sem unnið verður með aðrar hliðar
tónlistarstarfs en hafa verið kenndar
í rokkbúðunum hingað til, en þar má
nefna plötusnúðasmiðju, raftónlist-
arsmiðju, rappsmiðju í samstarvi við
Reykjavíkurdætur og tónlistarmynd-
bandagerð. Frekari upplýsingar um
þessa skemmtilegu viðburði má nálg-
ast á heimasíðu Stelpur rokka!
stelpurrokka. org
MENNING
Arnhildur
Lilý Karlsdóttir
arnhildurlily@gmail.com
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt eins og myndirnar bera með sér.