Reykjavík - 13.06.2015, Side 11
volundarhus.is · Sími 864-2400
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m²
með 9 m² yfirbyggðri verönd
kr. 1.599.000,- án fylgihluta.
kr. 1.899.000,- með fylgihlutum og
byggingarnefndar teiknisetti.
Grunnmynd og nánari
upplýsingar á heimasíðu
volundarhus.is
www.volundarhus.is
Vel valið fyrir húsið þitt
SUMARTILBOÐ
Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
VH
/1
4-
04
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² - án gólfs
kr. 299.900,- án fylgihluta
kr. 339.900,- m/fylgihlutum
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²
kr. 299.900,- án fylgihluta
kr. 359.900,- m/fylgihlutum
TILBOÐ - BARNAHÚS 2,2m²
kr. 149.900,- án fylgihluta
kr. 169.900,- m/fylgihlutum
28 mm bjálki / Einföld nótun
50% afsláttur
af utningi á
GARÐHÚSUM og
GESTAHÚSUM
á allar þjónustu-
stöðvar Flytjanda.
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá eiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is
1113. Júní 2015 REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
meira svigrúm eða umboð en ríkis-
sáttasemjari. Við sjáum ekki tilgang í
að víkja ríkissáttasemjara til hliðar og
setja nýja einstaklinga inn í málið. Auk
þess sem það er alveg skýrt frá okkar
sjónarhorni hvað þarf að gera. Samn-
inganefnd ríkisins er upplýst og okkar
samninganefnd er það líka. Öll gögn
liggja hjá ríkissáttasemjara. Við gátum
ekki metið það með öðrum hætti en að
þetta væri einhver tafarleikur. Þótt það
hafi kannski ekki verið djúpt hugsað
hjá ríkisstjórninni. Ég veit það ekki.“
Pólitík annarra
Launadeila Bandalags háskólamanna
og ummæli utanríkisráðherra um
þann einstakling sem félagsmenn hafa
valið til að fara fyrir kjarabaráttunni
varpa eina ferðina einn ljósi á óþol
Framsóknarflokksins fyrir samfélags-
þátttöku þeirra sem ekki eru að fullu
samferða flokknum. Frægt var þegar
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, taldi
sérfræðing úr faghópi um náttúru
og menningarminjar í öðrum áfanga
Rammaáætlunar um vernd og nýtingu
náttúrusvæða, sem var á öndverðu
meiði við ráðherra, vera orðinn um
of pólitískan. Þá hefur Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra nokkrum sinnum komist í
hann krappan vegna ummæla sinna
um fræðimenn og fólk. Í frægu viðtali
við Gísla Martein Baldursson kallaði
Sigmundur Davíð til að mynda Þórólf
Matthíasson „pólitískan krossfara“
vegna skrifa sinna um landbúnaðar-
mál. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis-
ráðherra vakti um leið athygli þegar
hún sagði Framsóknarmenn ekki
lengur nenna að styðja RÚV.
Flísin í auga náungans
Þegar kemur að þingmönnum Fram-
sóknarflokksins virðast nokkuð aðrar
reglur gilda. Í þingliði flokksins er Páll
Jóhann Pálsson útvegsmaður og stór
hluthafi í fjölskyldufyrirtækinu Vísi
ehf. í Grindavík, einni kvótamestu út-
gerð landsins. Sem þingmaður hefur
Páll átt þátt í lækkun veiðigjalda á sig og
fjölskyldu sína. Á fyrsta mánuði þing-
ferils síns árið 2013 tók hann virkan
þátt í þinglegri meðferð á lögum sem
spöruðu honum og fjölskyldu hans
um 216 milljónir á ári. Hann er talinn
hafa sparað sér persónulega um þrettán
milljóna króna útgjöld á ársgrundvelli.
Þar til nýlega var Páll svo bæjarfulltrúi
í Grindarvík samhliða þingstörfum.
Útgerðarfélagið Marver ehf. , sem gerir
út bátinn Daðey GK og er í eigu eig-
inkonu Páls Jóhanns. Marver verður
úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50
milljónir króna samkvæmt makríl-
frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Páll
Jóhann sagðist ekki telja sig vanhæfan
til að taka þátt í umræðum um málið.
Pólitískir listamenn
Það hefur um leið angrað Fram-
sóknarmenn að listamenn hafi stjórn-
málaskoðanir. Listamaðurinn Snorri
Ásmundsson ákvað árið 2014 að gefa
skít í flokkinn með verkinu Fram-
sóknarmaðurinn. Verkið var gína í
sýningaglugga á Laugavegi. Gínan
stóð með bakið í vegfarendur, íklædd
lopapeysu með veiðihatt og buxurnar
á hælunum. Hátalari spilaði svo brot
úr þingræðum forsætisráðherra. Eftir
að Þórunn Egilsdóttir, núverandi þing-
flokksformaður Framsóknarflokksins,
hafði í óbeinum hótunum við Snorra
vegna verksins ákvað hann að mála
XB með skít í gluggann. Aðrir fram-
sóknarmenn fylgdu í herferðinni gegn
Snorra. „Listamaðurinn“ sem hér um
ræðir er líklega mesta athyglishóra á
Íslandi nú um stundir. Sú staðreynd
að hann skuli fá athygli sýnir enn einu
sinni hvað fjölmiðlar hér eru slappir,“
skrifaði Þorsteinn Sæmundsson, þing-
maður Framsóknarflokks, á Facebook.
Áhrifafólk í flokknum sem tjáði sig
um málið virtist ekki telja hegðun Þór-
unnar ámælisverða. Hins vegar fékk
Snorri það óþvegið. Þeir Þorsteinn og
Birkir Jón Jónsson, fyrrverandi þing-
maður flokksins, töluðu hann sem
„listamann“ innan gæsalappa. Sigrún
Magnúsdóttir, nú umhverfisráðherra en
þá þingflokksformaður, sakaði Snorra
um illmælgi. Í þessu samhengi má svo
minna á kröfu Frosta Sigurjónssonar,
þingmanns Framsóknar, um að listafólk
skyldi stjórnmálin eftir heima og ræddi
þau ekki á RÚV af kurteisi við aðra.
Fjölmiðlar og Framsókn
Flokkurinn hefur átt afar erfitt sam-
band við fjölmiðla. Töluvert óþol er í
flokknum gagnvart gagnrýni sem fram
hefur komið í fjölmiðlum.
Framsóknarflokkurinn tilraun til
að kaupa Fréttatímann árið 2012 að
því er fram kom í DV. Þau kaup gengu
ekki eftir en skömmu seinna keyptu
aðilar sem tengjast flokknum DV. Egg-
ert Skúlason, sem hefur starfað sem
spunameistari flokksins var settur yfir
blaðið. Þá varð Björn Ingi Hrafnsson
útgefandi og stjórnarmaður miðilsins.
Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi
þingmaður Framsóknarflokksins og
faðir forsætisráðherra, hefur og atast
í Reykjavík vikublaði og Reykjavíkur-
borg vegna fjórblöðungs sem dreift var
með blaðinu einn laugardaginn. Þá
hefur Vigdís Hauksdóttir, þingmaður
flokksins og formaður fjárlaganefndar
Alþingis, verið afar dugleg við að saka
fjölmiðla um að hafa skoðanir í and-
stöðu við flokkinn. Gróft dæmi var
þegar hún hótaði RÚV niðurskurði
samhliða umhvörtun vegna umfjöll-
unar RÚV á hennar málum. Vigdís
hvatti auglýsendur Kvennablaðsins
til að fjarlægja sig miðlinum eftir að
blaðið hafði safnað saman ummælum
Vigdísar og birt.
ÚTTEKT
Atli Þór Fanndal
atli@thorfanndal.com
Félagsmenn í BHM hafa oft reynt að vekja athygli stjórnvalda. Gengið var fylktu liði um bæinn í upphafi verkfalls-
aðgerða. Þögul mótmæli voru við stjórnarráðshúsið nýlega og í gær kom fólk saman framan við Alþingishúsið.