Reykjavík - 13.06.2015, Qupperneq 16
Holl, ristuð hafragrjón
HAFR
ATREFJAR
LÆ
K K A KÓL E S T
E R
ÓL
V
E L D U H E I L K
O
R
N
SÓLSKIN BEINT
Í HJARTASTAD-
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
9
5
6
8
Auglýsingar: 578 1190 & auglysingar@fotspor.is | Ritstjórn: 659-3442 & ingimarkarlhelgason@gmail.com
VI
KU
BL
AÐREYKJAVÍK
13. Júní 2015 • 22. tölublað 6. árgangur
BAKSÍÐAN
Brynhildur
Bolladóttir
VI
KU
BL
AÐREYKJAVÍK
Alla laugardaga
Auglýsingasíminn er
578 1190
Hátíðarunnandi
Samfélagsmiðlar undanfarna viku hafa
verið yfirfullir af myndum af börnum
foreldra sinna við skólaslit. Tárvot sam-
gleðjast þau börnum sínum að hafa lokið
enn einu ári grunnskólagöngu sinnar.
Það að útskrifast úr grunnskóla er
áfangi í lífi hvers og eins og honum ber
að fagna. Nýir tímar taka við, börnin
hafa vaxið úr grasi og fara að taka
ákvarðanir um eigin framtíð. Jafnvel út-
skrift úr 7. bekk er ákveðinn áfangi, farið
er í unglingadeild eða skipt er um skóla
og farið í gagnfræðaskóla. Úr því má
gera gleðilega stund þar sem kennarar
og starfsfólk skólans er kvatt.
Eitt af því fáa sem ég hef sett mér sem
markmið um í lífinu er að halda alltaf
upp á afmælið mitt. Mér finnst að verð-
ugum tilefnum, eins og fæðingu sinni,
beri að fagna og gleðjast með þeim sem
skipta mann máli. Ég er sannkallaður
hátíðarunnandi. Ég myndi aldrei vilja
gifta mig á degi sem nú þegar er frátek-
inn undir gleðileg tilefni, eins og t.d. 17.
júní eða einhvern af hátíðisdögunum
í kringum jólin. Ég vil búa til fleiri
sérstaka og skemmtilega daga á árinu,
eitthvað sem fær mann til að gleyma
rokrassinum og ríkisstjórninni.
Börn eiga að fá jákvæð viðbrögð og
hvatningu við því sem þau gera vel.
Hvort að ósköp venjuleg skólaslit, það
að einum bekk sé lokið og nýr taki við
er ég ekki viss um að sé endilega rétt
að gera of mikið úr. Við megum ekki
gera sjálfsagða hluti að einhverju mikil-
fenglegu. Það er (guði sé lof) sjálfsagður
hlutur að börn gangi í skóla hér á landi
og þeim ber skylda til þess að gera það.
Að brautskrást er annað en að klára
ellefu ára bekk, það er sigur og það er
kveðjustund. Það er hátíð.
Ég tek það þó fram að ég er ekki
móðir. Allt breytist víst við það.