Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 4
4 27. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Hvernig stöðvum við
útbreiðslu lúpínu?
Er það yfir höfuð hægt?
Getum við haft einhverja stjórn á henni?
Tilgangurinn er ekki að útrýma lúpínu, enda ógjörningur og hún kemur að góðum notum
við að græða upp stór svæði og búa
land undir ræktun túna, akurlendis eða
skógar. En hún er ekki leyfð á hálendinu
fyrir ofan 400 m og almennt ekki á frið-
uðu landi. Svo vilja sumir landeigendur
og sumarbústaðareigendur ekki að hún
flæði stjórnlaust yfir land þeirra. Því
þarf að vera hægt að hægja á eða stöðva
útbreiðslu hennar á ný svæði, t.d. með
því að fjarlægja toppa og minnstu
breiðurnar í útjaðri lúpínusvæða.
Sjálfboðaliðasamtök um náttúru-
vernd hafa fylgst með lúpínu á nokkrum
stöðum og prófað ýmislegt til að hægja á
eða stöðva framrás hennar inn á friðuð
svæði eða forna gönguleið. Hér er byggt
á þeirri reynslu.
Aðalatriðin
1. Velja þarf viðfangsefnin af kost-
gæfni, að þau séu brýn og viðráð-
anleg. Ekki færast of mikið í fang.
Það þjónar engum tilgangi að taka
bara hluta af lúpínubreiðu, eða að
taka hana bara eitt ár.
2. Endurtaka þarf aðgerðina árlega í
nokkur ár – enginn veit hve mörg,
því hluti af fræjum sem lúpínan
myndar liggja í dvala í moldinni
árum og áratugum saman. Vinnan
veður þó minni með árunum ef vel
er staðið að verki.
3. Veljum þann árstíma sem lúpínan
er viðkvæmust og áður en hún
myndar fræ, en fræmyndun byrjar
í lok júní og nær hámarki í ágúst. Lík-
lega er hún viðkvæmust þegar hún er
að byrja að blómstra, venjulega í júní,
snemma eða seint eftir árferði. Mik-
ilvægt er að ná henni áður en fræ-
myndun hefst. Gera þarf ráð fyrir að
hún geti lokið fræmyndun með hjálp
næringar úr stöngli og rót, líkt og
fleiri jurtir, þó búið sé að fella hana,
nema blómin séu slitin frá stöngli og
rót. Ef fræmyndun er hafin neyðist
maður til að safna stilkunum með
blómum og fræbelgjum og fjarlæga
af svæðinu.
4. Best er að taka lúpínuna með rót
(með skóflu) (sem þó er illmögulegt
þar sem jarðvegur er grýttur) og
valda sem minnstu jarðraski. Næst
best er að taka allan ofanjarðarvöxt-
inn; stöngul og blöð, með hníf eða
slíta upp.
5. Ungu og smáu kímplönturnar (þær
sem eru á fyrsta ári) eru frábrugðnar
stærri plöntum því kímblöðin (fystu
tvö blöðin) eru allt öðruvísi. Mikil-
vægt er að læra að þekkja þær og
tiltölulega auðvelt er að draga þær
upp með rót. Þær ungplöntur sem
ekki eru teknar verða mun erfiðari
viðfangs næstu ár.
6. Merkja og þekkja staðinn og koma
þar árlega, jafnvel tvisvar fyrstu
sumrin.
Meira um árstímann
Ef lúpínan er tekin með rót skiptir
mestu að gera það snemma sumars,
áður en hún nær að mynda fræ.
Ef rótin er skilin eftir er best að
taka ofanjarðarvöxtinn þegar forðinn í
rótinni er í lágmarki. Ekki er vitað með
vissu á hvaða þroskastigi það er. Þar
togast nefnilega tvennt á: að lúpínan sé
búin að nota sem mest af rótarforðanum
frá árinu áður, og að hún sé búin að
mynda sem minnst af nýjum næringar-
forða í rótina. Forðann notar hún líklega
mest til að mynda sæmilegan blaðmassa
og það gerir hún strax fyrir blómgun.
Líklega er forði fyrra árs að mestu búinn
þegar blómgun hefst. Þegar laufblöðin
eru komin er ljóstillífunin komin á
fullt. Hún framleiðir aðallega í áfram-
haldandi vöxt og blómgun og síðan fræ-
myndun. Hvenær hún byrjar að safna
forða í rótina að nýju er erfitt að segja,
hvort það sé jafnt og þétt allt sumarið
eða aðallega á haustin eftir fræmyndun.
Hvað hægir á eða stöðvar
útbreiðslu lúpínu?
• Slíta hana upp með rót fyrir fræ-
myndun, eins og lýst er hér framar.
• Klippa, skera eða slíta ofanjarðarvöxt-
inn árlega, sjá hér framar.
• Sauðfjárbeit getur hindrað að
lúpínungviði nái að vaxa og dafna
og því eru sums staðar skörp skil við
girðingar þar sem beit er bara öðru
megin girðingar og engin lúpína
þeim megin. Þannig er hægt (með
nokkrum tilkostnaði) að stöðva fram-
rás lúpínu með því að girða beitarhólf
þvert á útbreiðslustefnuna og beita
árlega.
• Sögur fara af því að hross bíti lúpínu,
en það þarf að rannsaka nánar. Lík-
lega taka þau ungviðið líkt og sauð-
féð, en hætt við að þurfi að nauðbeita
Ég hugsa stundum um gildi. Samfélagið og gildi. Af hverju eru hlutirnir eins og þeir eru? Og hver ræður?
Ég hefði fyrirfram haldið að fjögurra ára krakki væri svona nokkurn veginn eins og
fjögurra ára krakki, skiptir engu máli með kynið. Krakki er bara krakki.
Þetta er hins vegar engan veginn víst. Að minnsta kosti ekki ef litið er til fata sem í boði
eru í verslunum. Það á bæði við verslanir hérlendis sem erlendis. Þetta er alþjóðlegt,
alla vega vestrænt. Þar erum við.
Stelpum er almennt ætlaður tiltekinn fatnaður og strákum sömuleiðis. Það er með
öðrum orðum almennt gert ráð fyrir sérstökum stelpufötum og sérstökum strákafötum.
Þetta á ekkert frekar við fjögurra ára frekar en núll ára, eins, tveggja þriggja, fimm, sex
eða sjö, og svo framvegis, svo því sé til haga haldið. Nú er ég ekki að tala um mun á
pilsi og buxum sem eru eldri hefðir um einhvers konar stelpu/stráka dæmi, enda þótt
til að mynda Skotum finnist karlmennska sjaldan meiri en einmitt í hinu fyrrnefnda.
Þetta sést hvað greinilegast í ólíkum litasamsetningum og munstrum. Þar eru rauðleitir,
oft bleikir litir, mjög áberandi hvað varðar fatnað sem sérstaklega er ætlaður stelpum.
Ekki aðeins það. Þegar litið er til mynda og munstra getur verið algengt að sjá fiðrildi
eða blóm. Á strákaflík mætti kannski finna myndir af bílum eða vinnuvélum. Risaeðlur
eða ljón eru líka algeng. Blár er algengur litur.
Litaskipting er líka mjög áberandi í markaðsefni fyrirtækja, svo dæmi sé tekið. „Gefins“
hjálmar eru í ólíkum litum. Stelpum eru ætlaðir bleikir hjálmar og strákum bláir. Þar
liggja kannski einhver göfug öryggissjónarmið að baki. Kannski ekki.
En þetta er ekki aðeins spurning um litir og myndir á fötum. Snið fata eru oft ólík
eftir því hvort þau eru ætluð strákum eða stelpum. Föt sem ætluðu eru börnum af
karlkyni eru oftar en ekki víðari en föt sem ætluð eru jafn stórum stúlkubörnum á
sama aldri við sama þroska í sama leik. Af hverju ætti fjögurra ára stelpa að ganga í
þrengri fötum en fjögurra ára strákur?
Þetta með munstur og snið er ekki bara bundið við föt. Þetta er líka bundið við til
dæmis afþreyingarefni og bækur og leikföng ýmiss konar. Stelpudót er oft mömmudót,
snyrtidót. Strákum boðið upp á bíla og byssur.
Nýlega varð forsætisráðherranum tíðrætt um „gildi“ sem væru í hættu og þyrfti að
varðveita. Ef svona hugsanalaus eða úthugsuð kynjaskipting í barnafötum og dóti telst
til slíkra gilda, þá hef ég satt best að segja engan áhuga á að varðveita þau.
Ég bjó þau ekki til og líkast til þú ekki heldur lesandi góður. Þá vil ég frekar breytingu.
Svei mér þá. Ég vil byltingu. Ingimar Karl Helgason
LEIÐARI
Bylting
og barnaföt
Felldir?
Kjarasamingar voru undirritaðir við
hjúkrunarfræðinga í vikunni, í skugga
laga sem banna verkföll og kveða á um
bindandi kjaradóm. Þrátt fyrir undir-
ritun er óvíst að hjúkrunarfræðingar
muni samþykkj þann samning sem
gerður var. Fréttastofa RÚV benti á
að laun lækna eru að jafnaði tvisvar
sinnum hærri en meðaltal heildarlauna
hjúkrunarfræðinga. Ekki er að heyra að
ríkið hafi áhuga á samningum við BHM.
Þar hefur samnings- og verkfallsréttur
verið tekinn af félögum sem ekki eiga í
neinum kjaradeilum.
Forréttindakallar
Fréttablaðið greindi frá því að jafn-
réttislög hefðu
verið brotin
þegar þrír karlar
voru skipaðir í
yfirmannastöður
hjá lögreglunni.
Þetta er sennilega
stærsta frétt vikunnar því: „Það er mat
úrskurðarnefndarinnar að þau atriði
sem lágu til grundvallar við mat á hæfni
umsækjenda hafi hampað körlum innan
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á
kostnað kvenna.“
Ódýrt
Fréttablaðið greindi frá því að ódýrast
sé að búa í Reykjavík þegar öll gjöld
sveitarfélaga eru tekin saman. Fyrir
dæmigerða fjögurra manna fjölskyldu
munar um 200 þúsund krónum á kostn-
aði í skatta og gjöld á milli ódýrasta
sveitarfélagsins og þess dýrasta.
Milda týpan
Greint var frá því í vikunni að Fram-
sóknarflokkurinn ber flest einkenni
þjóðernispopúlískra flokka eins og
þau birtast í Evrópu, af mildari gerðinni
þó. Þetta kemur fram í rannsókn Ei-
ríks Bergmanns Einarssonar prófessors
í stjórnmálafræði sem birti grein um
málið í tímaritinu Stjórnmál og stjórn-
sýsla. Slíkir þjóðernisflokkar hafa fengið
mikið fylgi víða á Norðurlöndum, svo
dæmi sé tekið, en hörð stefna gagnvart
útlendingum og innflytjendum hefur
verið mjög áberandi í málflutningi
þeirra.
Fyrirsjáanlegt
Greint var frá því að orkuvinnslusvæðið
á Hellisheiði stendur ekki undir „fullri
framleiðslu“. Oft hefur verið bent á að
fara þurfi hægt í sakirnar við nýtingu
jarðhita. Spyrja má hvort reynslan af
Hellisheiði geti haft áhrif á áform um
orkunýtingu jarðhita annars staðar á
landinu, á Reykjanesi eða fyrir norðan?
Staðreyndir
Tómur túlkasjóður
og mannréttindi
h e y r n a r l a u s r a
voru til umfjöll-
unar í sjöfréttum
Ríkissjónvarpsins
á fimmtudags-
kvöld. Vigdís Hauksdóttir formaður
fjárlaganefndar kom fram í fréttinni
og vísaði ábyrgð á síðustu ríkisstjórn.
Hún hefði hækkað laun táknmálstúlka
um helming og sjóðurinn klárast. Það
er ekki nýtt að vísa ábyrgð á aðra. For-
maður Samskiptamiðstöðvar heyrnar-
lausra kom hins vegar fram í næsta
fréttatíma og þurfti að leiðrétta formann
fjárlaganefndar. Ummæli Vigdísar væru
efnislega röng. Það er heldur ekki nýtt.
Spurning hvort fréttastofur þurfi ekki
breyta um siði og kanna sannleiksgildi
ummæla fyrir birtingu, frekar en að
rugla fólk með eilífu bulli?
Í FRÉTTUMUmmæli með erindi:
„Allir feður og allir bræður vita að
dætur þeirra og systur eru jafnklárar
og þeir en þeir verða að hafa hugfast að
það á ekki aðeins við um þeirra eigin
dætur og systur.“
- Vigdís Finn-
bogadóttir fyrrver-
andi forseti Íslands
í ávarpi 19. júní
síðast liðinn.
Hatturinn
Ásta Þórarinsdóttir er ekki aðeins
stjórnarformaður Fjármálaeftirlits-
ins. Hún er jafnframt einn eigenda
og stjórnarformaður fyrirtækisins
Sinnum, sem er einkafyrirtæki í heil-
brigðisþjónustu. Þetta þykir sumum
undarlegt og heyrast þær raddir innan
úr bankakerfinu að ómögulegt sé að
vita hvorn hattinn hún beri í sam-
skiptum við stofnanir í þeim geira, en
FME fer með eftirlit með bankakerfinu.
Á rassinn
Upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnar-
innar hljóp á
sig dögunum
þegar hann
dylgjaði um
að Vísir hefði
búið til sam-
setta mynd af
forsætisráðherra til að nota í „til að
styðja tiltekin „vísindi““. Tilefnið var
mynd sem Gunnar V. Andrésson, einn
þekktasti fréttaljósmyndari landsins,
tók af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,
á flokksþingi Framsóknarflokksins
2011. Þar stendur ráðherrann framan
við þá nýja útgáfu af merki flokks-
ins. Myndin var birt ásamt frétt um
niðurstöður Eiríks Bergmanns. Upp-
ýsingafulltrúinn baðst svo afsökunar á
frumhlaupinu.
Fastir liðir
Jafnréttismálin eru
víða og snúast ekki
bara um launa-
mun. Þau snú-
ast í grunninn um
viðhorf. Er það kannski svo, þótt hér
hafi undanfarið orðið mikil vakn-
ing í umræðu um jafnréttismál og á
dögunum hafi verið haldið upp á 100
ára jafnrétti kynjanna þegar kemur að
kosningarétti, að í sumum greinum
mannlífsins séu hlutir fjótir að falla
í sama farið? Því er von að spurt sé:
„Hvers vegna eru ekki allir leikirnir í 16
liða úrslitum HM kvenna í knattspyrnu
sýndir á RÚV2? Ég er ekki að biðja um
hvern einasta leik á mótinu frá upphafi,
en er ekki lágmark að sýna útsláttar-
leikina? Ég veit ekki til þess að það hafi
verið vesen á HM karla hingað til. Það
eru þúsundir og aftur þúsundir stelpna
að æfa fótbolta á Íslandi, þær æfa alveg
jafn mikið og strákarnir og þurfa alveg
jafn mikið á fyrirmyndum að halda og
þeir. Það er ömurlegt að fá þau skilaboð
að kvennamótið sé bara svo m i k l u
ómerkilegra að það sé
nóg að sýna einn og
einn leik þegar tíma-
setningin er heppi-
leg.“ Svona spurði
Þóra Arnórsdóttir
á Facebook síðu
sinni.
HÉÐAN OG ÞAÐAN …
REYKJAVÍK VIKUBLAÐ
24. TBL. 6. ÁRGANGUR 2015
ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang:
as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími
578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími:
659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@
thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Arnhildur Lilý Karlsdóttir. Netfang: arnhildurlily@gmail.com.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Landsprent, 50.000 eintök. Dreifing:
FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 50.000 E INTÖKUM
Í ALLAR ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK.
Framhald á bls. 14.
Höfundur er
Þorvaldur Örn Árnason,
líffræðingur