Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 11

Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 11
1127. Júní 2015 REYKJAVÍK VIKUBLA Ð engan mann kjörinn vöktu töluverða athygli á dögunum. „Ég er bara lýsa því að auðvitað hlýtur manni sem mann- eskju - maður verður ekki kaldrifjaður þótt maður sé orðinn stjórnmálamaður - að spyrja sjálfa sig hvers vegna maður er á þingi. Allavega á maður alltaf að vera að spyrja sjálfan sig: „Er ég ekki hér inni vegna þess að einhver vill það? “ Þegar eitthvað gefur svo til kynna að það sé ekki þannig þá finnst mér að við eigum að fjalla um það alveg eins og við fjöllum um gott gengi,“ segir Björt. „Ég er í raun bara að ávarpa það sem maður heyrir alltaf á stjórnmálamönnum að ef það gengur vel í könnunum þá eiga allir rosamikið inni fyrir því en við erum vön því að talað sé minna um það ef niðurstöður eru öðruvísi.“ Sérstaða og tilgangur - Þú ert varla ónæm fyrir þeirri umræðu að Björt framtíð hafi ekki náð að sýna fram á tilgang sinn í stjórnmálunum. Er ástæðan fyrir veru þinni á hreinu? „Nei að sjálfsögðu er ég ekki ónæm fyrir neinni þannig umræðu og ekkert okkar er þannig. Fólk tekur gagnrýni til sín og vill gera betur. Það á örugglega við um flest fólk í stjórnmálum þótt það sé mismunandi hvað fólk segir út á við.“ - Hvað með þinn tilgang á þingi? Það var mjög heillandi, þótti mér og stórt og mikið baráttumál, að breyta því hvernig stjórnmál eru. Það finnst mér mjög stórt mál. Ég held að ef við breytum þeirri grunn- forsendu þá breytum við svo mörgu í leiðinni,“ svarar Björt. „Ég held að við höfum verið kosin út á það. Fólk er orðið þreytt á því hvernig stjórnmál eru iðkuð en í þeirri reiði og átökum sem stjórnmálin eru í núna, öll þessi verkföll, rammaáætlun og ásýnd sem þingið hefur vegna erfiðra mála, þá er kannski ekkert sérstaklega mikil eft- irspurn eftir því að gera hlutina öðru- vísis. Hvernig er best að segja þetta? Fólk er svolítið vant því að hart sé látið mæta hörðu og það er svolítið beðið um það - finnst manni. Í því umhverfi erum við kannski á svolítið skrýtnum stað vegna þess að fólk er vant öðrum viðbrögðum.“ Átakakúltúr - Getur verið að tilgáta Bjartrar fram- tíðar um að átök séu í eðli sínu vond og ómálefnaleg sé einfaldlega röng og það sé Bjartri framtíð til trafala? Átök eiga sér nefnilega oft eðlilegar skýringar. „Ég hef ekki þá tilgátu um að átök séu vond og Björt framtíð hefur það ekki. Það er bara spurning um hvernig maður fer inn í átökin. Hvort maður setur á sig boxhanskana eða tekur ein- hvernveginn öðruvísi á málum. Það er engin átakafælni í Bjartri framtíð en það eru miklar væntingar hjá okkur um að við getum breytt því hvernig þessi átök eru meðhöndluð svo að niðurstöðurnar séu betri.“ - Hverjar eru þessar aðferðir? „Þær eru mýkri og byggjast meira á samtali og sátt. Þetta snýst um að reyna að fá fólk til að hverfast ekki á tveimur pólum heldur mætast í miðjunni.“ - Nú er gjarnan bent á líkindi við Sam- fylkinguna, nú þegar þú talar um mýkri stjórnmálahefð þá hugsar maður um samræðustjórnmálin sem Samfylking boðaði fyrir nokkrum árum? „Ég kannast ekki alveg við það að okkur sé alltaf líkt við Samfylkinguna. Í ýmsum málum er meira frjálslyndi hjá okkur en t.d. Sjálfstæðisflokknum. Ýmsir aðrir t.d. eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir ræða um samræðu- stjórnmál. Það er ekkert sem Samfylk- ingin á frekar en annað. Það fer svolítið eftir því við hvern er rætt hvar hann sér tengingar okkar við aðra.“ - Spurn- ingin er samt alltaf hvort þið hafið náð að sannfæra kjósendur um tilgang þess að þið séuð eigin stjórnmálaafl? „Ég held að þeir sem að kusu okkur hafi séð að við værum eitthvað annað en allir hinir flokkarnir. Ég held að það sé eiginlega bara stutta og besta svarið við þessari spurningu.“ Píratar taka fylgið Björt bendir á að fylgi alla flokka sé að fara til Pírata. Það sé ekki bara vandamál Bjartrar framtíðar. - Er Pírötum kannski að takast að breyta ásýnd stjórnmálanna, ykkar ætlunar- verki? „Píratar eru bara duglegir í því að vera með ferska nálgun og þeir fá athygli fyrir það. Þeir eru komnir á radar fjölmiðla og annarra. Það gengur bara vel hjá þeim og mér finnst það bara gott. Ég samgleðst þeim með það og finnst það bara gott. Þau gera ýmsa hluti bara mjög vel.“ UMFJÖLLUN Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com Björt hér fyrir miðri mynd, í hópi félaga sinna., hefur velt fyrir sér umboði stjórnmálamanna með þverrandi fylgi. Stjórnarflokkarnir, einkum Fram- sóknarflokkurinn, hafa tapað fylgi. Stjórnarandsötðuflokkar utan Pírata ná sér ekki á strik í könnunum. „Er ég ekki hér inni vegna þess að einhver vill það?“ segir Björt Ólafsdóttir. Stefanía Óskarsdóttir bendir á að umboðið sé óumdeilt. Margrét Tryggvadóttir hefur velt fyrir sér grundvallarspurningum.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.