Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 10

Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 10
10 27. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VantaR – VantaR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Sími 568- 5556 www .skeifan.is UMFJÖLLUN Kosningar og kannanir - umboð og erindi „Ég nýt þess ekki að vera inni á Alþingi,“ skrifaði Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar á Facebook í upphafi vikunar. „Manni finnst maður vera umboðslaus þessa dagana, það er bara þannig.“ Björt segir um leið að hún sé stolt af verkum sínum. „Við erum eini flokkurinn sem höfum lýst því yfir að vera á móti ívilnunum sem eru hannaðar sérstaklega fyrir stóriðju, höfum lagt áherslu á NPA, varnir gegn hefndarklámi, talað fyrir frelsi á mörgum sviðum -til dæmis að fá að velja nöfn á börnin okkar án aðkomu ríkisins, verið mjög klár og skýr á móti skuldaniðurfellingunni allt frá því fyrir kosningar þegar þannig málflutningur var nú ekki vinsæll, og fleira og fleira,“ skrifaði Björt. Óvenjulegt Að þingmaður opni á umræðu um sína eigin veiku stöðu er óvenjulegt þótt slíkt komi fyrir. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli í þættinum Forystusætið á RÚV, skömmu fyrir Alþingiskosningar 2013, þegar hann viðurkenndi að hann hefði íhugað afsögn. Viðskiptablaðið niðurstöður skoðanakönnunar þar sem kom fram að mun fleiri sögðust reiðubúnir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varafor- maður flokksins, væri formaður í stað Bjarna Benediktssonar. Þegar Bjarni var spurður út í þetta í Forystusætinu sagðist hann aldrei hafa kveinkað sér undan árásum andstæðinga sinna og að sér hefði aldrei komið til hugar að hætta sem formaður þess vegna. Það væri hins vegar erfiðara að takast á við gagnrýni innan flokksins. Umboðið stendur „Það er náttúrulega enginn umboðs- laus þótt skoðanakannanir sýni sveiflur í fylginu því að formlegar reglur eru þær að umboðið sé veitt til fjögurra ára, minna ef það er kosið,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta getur auð- vitað allt breyst. Ég held að stjórnmála- menn ættu að vera með varann á sér gagnvart skoðanakönnunum. Reyna að læra af þeim það sem þeir geta lært en ekki taka þær of bókstaflega. Fyrir litla flokka sem hafa stutta sögu og tiltölulega fámennan hóp sem ber uppi flokkinn og flokkstarfið þá getur verið heilmikið streð að fá ekki vondar skoðanakannanir. Það er erfitt fyrir stjórnmálamenn að fá erfiða mælingu en umboðið sem slíkt er ekki farið.“ - Stjórnmál eru samt líka flóknari en formlegu reglurnar, ekki satt? „Já en segjum að hún Björt myndi hætta og það kæmi inn varamaður. Myndi það auka traust eða er þetta kannski frekar ábending um að spýta í lófana.“ Einlægt og virðingavert „Mig langaði voða mikið að hugga hana,“ segir Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, um málið. „Það er auðvitað ekkert hægt að starfa þannig að þú hlaupir bara eftir skoðanakönnunum. Þær eru aldrei annað en einhver púlsmæling á eitthvað ástand og stemmingu sem er ákkurat á einhverjum tímapunkti. Samt sem áður þá er þetta pínulítið raunveurlegt líka.“ Margrét segir það hafa verið hennar upplifun á þingi að þingmenn spái almennt ekki mikið í styrk eigin umboðs. Allavega sé slíkt ekki rætt milli flokka. „Maður fann það samt á þingi að ef það komu miklar sveiflur í fylginu þá hafði þetta áhrif. Við vorum t.d. hliðin á Samfylk- ingunni í þinginu. Þegar það komu allt í einu niðurstöður úr könnun þar sem Samfylkingin hafði dunkað mjög mikið niður þá fann maður að það var titringur. Þetta er þá frekar eitthvað sem fólk ræðir innan síns flokks.“ - Björt er væntanlega samt að benda á að þótt umboðið sé lögformlegt þá geti stjórnmálamenn ekki látið eins og þeir hafi bara frítt spil til að gera hvað sem er? „Já og það finnst mér mjög gott hjá henni. Þingmenn og borgararnir eiga að vera í meiri samskiptum. Borgararnir eiga að hafa meiri áhrif allt kjörtímabilið. Það á ekki að vera þannig að fólk sé bara spurt á fjögurra ára fresti og svo sé bara frítt spil. Ég held samt að leiðin til að koma á virkara sambandi sé ekki að þingmenn hlaupi eftir skoðanakönnunum.“ - Hún vitnar vissulega til skoðana- könnunar máli sínu til stuðnings en telur þú að þetta sé hluti af vanda Bjartrar framtíðar við að sanna tilgang sinn? „Ég held það reyndar. Ég hef aldrei almennilega áttað mig á hvað þau í Bjartri framtíð ætla að standa fyrir annað en að þau ætli að vera voðalega kurteis. Þau vilja líka starfa með öðrum hætti.“ Margrét segir ástandið núna þannig að stjórnarandstaðan starfi saman í baráttu við meirihlutann. Annað sé ekki hægt en að það geri Bjartri framtíð ekki auðveldara að sannfæra kjósendur um að þau séu öðruvísi en hinir. „Þau eru öll í sama leiknum, málfþóf, fundastjórn forseta og það allt enda að berjast fyrir því sem þau eru sammála um.“ Ekki kaldrifjaður stjórn- málamaður „Ég geri mér grein fyrir því að maður fær umboðið á fjögurra ára fresti og svo geta skoðanakannanir rokkað,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar um ummælin kjölfar þess að könnun sýndi að flokkurinn fengi

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.