Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 6

Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 6
Kæli- og frysti skápar Uppþvotta- vélar Blásturs- ofnar Helluborð og eldavélar Háfar og viftur 6 27. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA Ð MENNING Arnhildur Lilý Karlsdóttir arnhildurlily@gmail.com Heiti potturinn Heitir pottar í sundlaugum landsins gegna ekki aðeins hlutverki afslöppunar og vellíðunar heldur gegna þeir einnig mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir eru samkomustaðir og vettvangur umræðu þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar. Fastagestir sundlauganna mynda ákveðinn kjarna þeirra samfélaga sem myndast í heitu pottunum en pottarnir eru vettvangur margra slíkra samfélaga sem hittast á mismunandi tímum dags. Tónlistar- og kvikmyndagerðakonan Harpa Fönn Sigurjónsdóttir hefur rannsakað þá upplifun að tilheyra slíku samfélagi og leggur nú lokahönd á heim- ildarmyndina Heiti potturinn en þar leitast Harpa við að fanga þessa heillandi menningu Íslendinga og miðla því sér- stæða andrúmslofti sem finna má innan samfélags heita pottsins. „Það vita allir hvað er átt við þegar sagt er að myndin fjalli um heita pottinn, en fáir geta sagt hvað felst í þessari menningu. Ég ætla að reyna að miðla því til áhorfandans.“ Griðarstaður Fastagestir sundlauganna eru gjarnan vanafastir og fara eftir sömu rútínu, skórnir á sama stað, nota sama skáp, sömu sturtu, fara á sama tíma og hitta sama kjarna fólks. Allt hefur sinn stað og verður því sundlaugin eins og annað heimili. Harpa segir að rútína, hefðir, tilfinningin um að tilheyra eða að finnast maður vera eins og heima hjá sér, sé hluti af þeirri tilfinningu sem margir fastagestir sækjast eftir og sem skapar þetta afslappaða andrúmsloft. Þrátt fyrir að vera opinber staður verður sundlaugin og heiti potturinn ákveðinn griðarstaður þar sem allir geta verið án tilgerðar líkt og þeir væru heima hjá sér. „Fólki líður vel og getur opnað sig á annan hátt en það gerir sitjandi á kaffihúsi.“ Þrátt fyrir að fólk hafi í dag fleiri tækifæri til að hitta félaga og deila skoðunum sínum líkt og á kaffi- húsum, klúbbum og samfélagsmiðlum þá segir Harpa að heiti potturinn hafi ákveðinn sjarma sem ekki sé fallinn úr gildi. Sund er ekki aðeins góð og ódýr líkamsrækt heldur eru allir jafnir í sundi. „Í pottinum eru allir á sundskýlu eða sundbol svo það er erfitt að gera greina- mun á fólki þannig að allir geta verið þeir sjálfir og sagt sína skoðun, án ein- kennisklæða, án stétta.“ Úr ólíkum áttum Í pottinum er fólk ekki alltaf sammála og geri það umræðurnar líflegar. Þarna mætast ólíkir einstaklingar sem koma úr mismunandi áttum, listamenn, op- inberir starfsmenn, úr bænum eða utan af landi, fólk með mismunandi skoðanir á pólitík eða trú. Harpa segir að það sem hafi verið hvað áhugaverðast í rann- sóknarvinnuni var að virðing er borin fyrir ólíkum skoðunum innan hópsins og það er hlustað á alla. „Ég vakna kl. 6 alla morgna spennt fyrir því að hitta hópinn minn og hjarta mitt stækkar á hverjum morgni við samveruna og kær- leikann sem þessi hópur gefur frá sér.“ Fangar andrúms- loftið í pottinum Í kjölfarið á því að gera heimildarmynd með ömmu sinni, Herdísi Þorvalds- dóttur leikkonu, um gróðureyðingu á Íslandi varð Harpa heilluð af heim- ildamyndaforminu og fór til Bretlands í diplómanám í kvikmyndagerð. Hún hefur lengi átt þann draum um að gera heimildarmynd um samfélag heitu pottanna en sjálf hefur hún verið tíður gestur í sundlaugum landsins. „Ég fór alltaf með ömmu og afa þegar ég var yngri. Amma fór daglega í Vesturbæj- arlaug og átti sinn hóp þar og afi fór líka daglega í Laugardalslaugina og hitti sinn hóp.“ Þegar Harpa varð eldri og fór að stunda laugarnar á eigin forsendum byrjaði hún smám saman að hlusta og hafa áhuga á umræðunni í heitu pott- unum. „Rannsóknarferli myndarinnar byrjaði fyrir ári síðan. Á hverjum morgni Ég fann hópinn minn í september og byrjaði að mæta í pottinn á hverjum morgni kl. 6.30. Maður þarf að sýna auðmýkt og virðingu en smátt og smátt var ég tekin í hópinn þrátt fyrir að vera næstum 40 árum yngri en sumir í hópnum.“ Harpa segir að til að geta gert slíka heimildarmynd þurfi að ríkja traust því viðfangsefnið sé viðkvæmt og að ekki sé hægt að birta hvað sem er. Hjá hópnum er líka skráð regla að það sem sagt sé í pottinum fari ekki lengra. Myndinni er því ætlað að fanga ákveðið andrúmsloft frekar en hvað sagt er. Áhorfandinn fær þannig örlítinn nasaþef af þessum heillandi heimi og getur notið hans um stund. „Ef ég næ að koma jafnvel þó ekki sé nema 50% af þessari tilfinningu og þessari upplifun á hvíta tjaldið – þannig að almenn- ingur geti notið og fengið innsýn inn í þennan yndislega heim – er takmarki mínu náð.“ Harpa segir myndinni ekki ætlað að vera fræðslumynd um menningu í kringum heita potta á Ís- landi heldur megi frekar kalla hana einskonar upplifunarmynd þar sem hljóðmynd og myndskreytingar spila stórt hlutverk til að auka á innlifunina. Myndskreytirinn er Lára Garðarsdóttir en hljóðheimurinn kemur frá hljóm- sveitinni Grúsku Babúsku sem Harpa Fönn er einnig meðlimur í en jafnframt sækir hún efni frá Kristínu Björk, í Kira Kira og Steinunnar Harðar, dj flugvél og geimskip. Erfitt fyrir konur að fóta sig í kvikmyndagerð Harpa er bæði tökumaður og klippir myndina en hún er framleidd hjá fyr- irtækinu Askja films sem er í eigu Evu Sigurðardóttur. Harpa segir að það sé erfitt fyrir konur að stíga skrefin innan kvikmyndabransans og segir hann vera fastmótaðann í karlímyndum og karllægum gildum. „Það er ekki af því að einhver ætlaði sér það heldur hefur það orðið þannig. Röddin er ekki eins mikilvæg og maður hefur ekki sama aðgang. Það er erfiðara að finna vett- vanga og að ná eyrum eins og t.d. kvik- myndamiðstöðvar.“ Þau rök að alltaf sé erfitt fyrir nýgræðinga að byrja sama hvort um sé að ræða konur eða karla segir Harpa ekki standast skoðun. „Það er erfiðara hjá konum, það er eins og við þurfum að taka fleiri skref.“ Harpa bendir á að til að geta lagað vandamálið þurfi að viðurkenna það og þá hjálpi ekki að benda á hlutfall kvenna sem hljóta styrki, það segir ekkert um hversu mörg aukaskref þurfti áður en þangað var komið. Heiti Potturinn er nú í fjármögnun hjá hópfjármögnunarfyrirtækinu Karolinafund til að klára eftirvinnslu myndarinnar. Frekari upplýsingar um myndina má nálgast hjá askjafilms.com og einnig má líta stiklu úr myndinni og styðja verkefnið á síðu þess hjá karolina- fund.com Harpa Fönn Sigurjónsdóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um pottamenn- inguna. Mynd: María Kjartansdóttir. Anna Sæunn Ólafsdóttir, Eva Sigurðardóttir, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir í pottinum. Mynd: María Kjartansdóttir. Húnahópurinn mætir í pottinn á hverjum degi. Mynd: María Kjartansdóttir. Það er í mörg horn að líta við skipulagningu myndarinnar. Mynd: María Kjartansdóttir.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.