Reykjavík - 27.06.2015, Blaðsíða 2
2 27. Júní 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Ný tækni
við göngu-
greiningu
Flexor notast við nýja tækni við
göngugreiningu. Göngu- og hlaupa-
brettið okkar býr yfir innbyggðum
þrýstinemum sem skilar nákvæmum
upplýsingum um göngulag.
Fáðu góð ráð, faglega göngugreiningu
og lausnir við stoðkerfisvandamálum
hjá Flexor.
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Útgerð, útgáfa og olía
inga og vænan hlut í Síldarvinnslunni
í Neskaupsstað. Síldarvinnslan á svo
aftur Berg-Hugin.
Umsvif eigenda Samherja eru ekki
bundin við útgerð, heldur eiga þeir
stóran hlut í útgáfufélagi Morgun-
blaðsins og sömuleiðis ríflegan hlut
í Olís, svo nokkuð sé nefnt. Sjá bls. 8.
Fresta þrengingu Grensásvegar:
Áherslan á göngu-
og hjólastíga
Samþykkt hefur verið að fresta því að þrengja Grensásveg sunnan Miklubrautar um eina akrein í
hvora átt. Til stóð að breikka stéttir og
auka möguleika fyrir umferð gangandi
og hjólandi umferð við Grensásveginn
á því svæði. Fram kom í umhverfis-
og skipulagsráði á dögunum að áfram
verði unnið að málinu. „Framkvæmdin
er mikilvæg fyrir hverfið, með tilliti til
umferðaröryggis gangandi, hjólandi
og akandi vegfarenda.“ Til stendur
að vinna áfram að útfærslu á þessum
breytingum og bjóða út á næsta ári.
Í staðinn á að fara í það í ár að gera
göngu- og hjóastíga í Elliðaárdal, þar
sem gera á stíg og brú við Rafstöð og
yfir vesturálinn, við Bústaðarveg austur
Hörgsland, gera endurbætur á stíg við
Rafstöðvarveg að Höfðabakka og gera
stíg við Stekkjabakka, milli Græna-
stekks og Hamrastekks.
Deilur meiri- og minni-
hluta um stjórn Strætó:
Enginn axlar
ábyrgð vegna
klúðurs
Fulltrúa meirihluta og minnihluta í borgarráði Reykjavíkur greinir á
um ábyrgð stjórnar Strætó bs. vegna
fjölda mistaka við innleiðingu breytinga
á ferðaþjónustu fatlaðra í vetur. Fram-
sókn og flugvallarvinir krefjast þess að
skipt verði um stjórn. Tillaga um það
var felld á dögunum. Sjálfstæðismenn
segja að borgin eigi að axla ábyrgð en
stjórnarmenn líti í eigin barm. Fulltrúar
meirihlutans segja hins vegar að ekki
megi kenna núverandi stjórn um allt
sem aflaga fór. Sjá bls. 12
Segist ekki vanhæfur
Nei ég tel mig ekki vanhæfan,“ sagði Ármann Kr. Ólafs-son, bæjarstjóri í Kópa-
vogi og oddviti Sjálfstæðisflokksins
í bænum, þegar hann var spurður
um hæfi til að taka þátt í afgreiðslu
máls, vegna fjárframlaga sem hann
þáði í prófkjöri. Tilefni spurningar
blaðsins er tillaga sem Ármann flutti
í bæjarstjórn Kópavogs í vikunni, þar
sem lagt var til að Kópavogsbær tæki
allt að 1,5 milljarða króna lán til þess
að kaupa þrjár hæðir í svonefndum
Norðurturni í Smáralind, undir bæj-
arskrifstofur Kópavogs. Tillögunni
var frestað, en tveir úr meirihlutanum
í Kópavogi, Sverrir Óskarsson Bjartri
framtíð og Margrét Friðriksdóttir
Sjálfstæðisflokki, greiddu atkvæði
með frestun á afgreiðslu málsins
ásamt bæjarfulltrúum í minnihlut-
anum í bæjarstjórn Kópavogs, Sam-
fylkingar, Vinstri grænna og félags-
hyggjufólks og Framsóknaflokksins.
Eigandi byggingarinnar er Nýr
Norðurturn hf. en meðal eigenda
þar er félagið Hjúpur ehf. sem er
dótturfélag Byggingarfélag Gylfa og
Gunnars. Sama félag styrkti Ármann
í prófkjöri í fyrravor um 150 þúsund
krónur, samkvæmt yfirliti um kostnað
og styrki í prófkjörinu á vef Ríkisend-
urskoðunar.
Ármann undraðist spurninguna í
samtali við blaðamann. Sagði dylgjur
felast í henni. Þá bætti hann því við að
hann fylgdi öllum reglum. „Auk þess
er það ekki ég sem tek ákvörðunina
heldur bæjarstórn öll. Í henni sitja 11
manns og þeir hafa allan aðgang að
upplýsingum um mig varðandi mitt
prófkjör eins og bæjarbúar allir.“
Rögnunefnd útilokar
ekki núverandi flugvöll
Í niðurstöðu Rögnunefndarinnar er lögð sérstök áhersla á að „samkomulag náist um rekstr-
aröryggi Reykjavíkurflugvallar í
Vatnsmýri á meðan nauðsynlegur
undirbúningur og eftir atvikum
framkvæmdir fara fram.“ Þetta segir
í fréttatilkynningu nefndarinnar, en
hún skilaði niðurstöðum sínum
um athugun á flugvallarkostum á
höfuðborgarsvæðinu á fimmtu-
dag. Nefndin var samvinnuverk-
efni Reykjavíkurborgar, Icelandair
og ríkisins. Verkefni hennar var að
„fullkanna aðra kosti til rekstrar inn-
anlandsflugs en framtíðarflugvöll í
Vatnsmýri“. Þetta þýðir í raun að í
niðurstöður nefndarinnar útiloka í
reynd ekki núverandi flugvöll sem
framtíðarflugvöll fyrir innanlands-
flug.
Nefndin skoðaði hugsanleg
flugvallarstæði önnur á höfuð-
borgarsvæðinu. Á Hólmsheiði,
Bessastaðanesi, Lönguskerjum og í
Hvassahrauni.
Af þeim stöðum á höfuðborgar-
svæðinu sem gætu hentað undir flug-
völl virðist nefndinni best hugnast
Hvassahraun, sem er á mörkum
Hafnarfjarðar og Voga. Þar sé „land-
rými gott og þróunarmöguleikar heilt
yfir betri en á öðrum flugvallar-
stæðum,“ segir í fréttatilkynningu
nefndarinnar. Síðarnefndi þátturinn
er ekki fyrir hendi á Bessastaðarnesi
eða Lönguskerjum. Ekki er annað að
sjá af niðurstöðu nefndarinnar en
að Hólmsheiði sé úr sögunni sem
hugsanlegt flugvallarstæði fyrir inn-
anlandsflug á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt orðanna hljóðan var
heldur ekki fjallað um Keflavíkur-
flugvöll sem hugsanlega miðstöð
innanlandsflugvallar.
Hanna Guðrún Sigurjónsdóttir er Reykvíkingur ársins 2015. Hún starfar sem
þroskaþjálfi í Fellaskóla og er formaður húsfélags fjölbýlishúss við Kóngsbakka.
Tilkynnt var um þetta í síðustu viku en jafnframt var henni boðið að opna
Elliðaárnar og landaði maríulaxi. Hanna Guðrún var tilnefnd af nágranna
sínum í fjölbýlishúsinu að Kóngsbakka í neðra Breiðholti en þar hefur hún
verið dugmikil fyrirmynd hvað varðar flokkun á rusli, umhverfisvernd og
kærleika og umhyggju gagnvart nágrönnum sínum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
og fulltrúi í Reykjavíkur fjallaði um
niðurstöðu nefndarinnar í vikulegu
fréttabréfi sínu og segir ar meðal
annars:
„Það er gríðarlega mikilvægt
fyrir allt framhald flugvallarmáls-
ins að niðurstaða Rögnu-nefndar-
innar er eftir ítarlega gagnaöflun og
yfirlegu einróma. Flugvallarmálið
hefur verið deilumál áratugum
saman og mikilvægt að umræðan
í kjölfar niðurstaðna nefndarinnar
verði tekið af opnum hug og mál-
efnalega. Áframhaldandi óvissa og
deilur hefðu verið versta niður-
staðan.“
Þessar ungu konur léku fyrir vegfarendur í Bankastrætinu á dögunum öllum til mikilliar ánægju.
Víða er framkvæmt í borginni. í Fellahverfi þar sem eitt sinn var verslun KROn
er nú komin íbúðabygging en unnið er að frágangi. Mynd: Flóki Ingólfsson.