Reykjavík - 18.07.2015, Side 4
4 18. Júlí 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Systkini sameinuð
Systkinaforgangur í leikskólunum var aflagður árið 2008 með þeim rökum að að slíkur forgangur
gengi í berhögg við jafnræðisreglu
stjórnsýsluréttar. Á þeim liðlega sjö
árum sem liðin eru frá þeim tíma hefur
þeim systkinum fjölgað talsvert sem
ekki ganga í sama leikskóla, með til-
heyrandi óþægindum fyrir börnin sjálf
og foreldra þeirra. Meirihluti skóla- og
frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur
nú samþykkt breytingar á innritunar-
reglum í leikskóla borgarinnar, sem
koma til móts við börn og barnafjöl-
skyldur innan þeirra marka sem jafn-
ræðisreglan setur borgaryfirvöldum.
Nýju innritunarreglurnar gera nú
ráð fyrir svonefndu systkinatilliti. Í
því felst að börn sem eiga systkini í
umsóknarleikskóla njóta systkinatillits
í viðkomandi leikskóla svo framar-
lega sem þeim börnum sem eru fyrir
framan þau á biðlista býðst rými í
öðrum leikskóla sem foreldrar setja
til vara.
Breytingin er mikið fagnaðarefni.
Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir hjá
Miðstöð forelda og barna, hefur bent á
að mikilvægi leikskóla einskorðist ekki
við nám heldur sé hann samastaður
barna, nánast eins og annað heimili
þeirra. Eðilegast sé því að systkini
eigi sér sama samastað utan heimilis
þeirra. Að auki finni yngri börn oftar
en ekki öryggi í því að vita af eldra
systkini sínu í grenndinni óháð því að
hvort þau séu á sömu deild eða ekki.
Að auki sé það dýrmætt að systkini eigi
sameiginlegan reynsluheim sem þau
deili sín á milli eða með fjölskyldu. Þar
fyrir utan myndist samfella og meiri
tengsl fjölskyldna við starfsfólk sem
gagnast öllum, ekki síst börnunum.
Fyrir utan ávinning barnanna sjálfra
má nefna hið augljósa hagræði sem í
breytingunum felast, en umtalsverður
tímasparnaður felst í því fyrir foreldra
að fara aðeins á einn stað með börnin,
sem að sama skapi leiðir til minni
ferðalaga, styttri heildarvistunartíma
og minni fjarveru frá vinnu, þegar um
sömu skipulags- og viðburðadaga í
leikskóla er ræða.
Heilt á litið er breytingin því afar
jákvæð, enda komið til móts við þau
sjónarmið að mikilvægt sé að systkini
geti verið á sama leikskóla í borginni.
Áfram heldur Reykjavíkurborg að vera
í fararbroddi fyrir börn og barnafjöl-
skyldur og meðal annarra áherslumála
sem unnið hefur verið síðast liðið ár
er systkinaafsláttur þvert á skólastig,
hærri frístundastyrkur og lægri leik-
skólagjöld. Reykjavík er - og verður
áfram - barnvæn borg.
Mælikvarðar eru ýmsir og misjafnir. Það er á einn mælikvarða virðist lítið, getur verið stórt, þegar skipt er um sjónarhorn.Í Biblíunni eru eitthvað í kringum 770 þúsund orð, misjafnt eftir
útgáfum og þýðingum. Einhver gæti litð svo á að ef svo óheppilega vildi til
að eitt orð vantaði, að þótt það væri bagalegt, þá væri það um leið „óveru-
legt“. minnsta kosti mætti líta þannig á sé þetta orð borið saman við öll hin
orðin í textanum. Eitthvað um tíu þúsundasti úr prósenti. Ekkert sérstakt.
Tvímælalaust „óverulegt“. Eða hvað?
Til önnur leið er að meta áhrifin af því að þetta orð vantaði. Það er að skoða
staðinn. Hafi orðið vantað í eitthvert boðorðanna tíu, til dæmis, og jafnvel
breytt merkingu boðorðsins. Þá blasir við allt önnur mynd. Á þennan kvarða
er hvert einasta orð mikilvægt. Engum dytti í hug að afgreiða slíka breytingu
út frá prósentuhlutfalli orðafjölda.
Í síðustu viku var gerð breyting á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Hún
var hvorki rædd né kynnt fyrirfram. Ástæða þess var að hún var talin vera
„óveruleg“. Í breytingunni er í reynd gefið leyfi til þess að setja sextán til átján
hæða háhýsi í nýtt deiliskipulag á Barónsreit. Það gengur þvert gegn skýrum
og afdráttarlausum fyrirmælum aðalskipulags Reykjavíkur 2010-30.
Skýrist þá vonandi pælingin hér að ofan. Hvað er „óveruleg breyting“? Sé
flötur einnar blokkar borinn saman við samanlagt land höfuðborgarinnar,
þá er þetta nú ekki mikið. Sennilega lítið brot úr prósenti.
Ef við prófum hinn kvarðann, þá rifjast upp blómamál aðalskipulagsins um
Borgarvernd og hin ströngu skilyrði um hæð húsa, Esjuna og sjálfsmynd
Reykvíkinga. Sérstök rök vantar og skilyrði þarf að uppfylla, eigi hús að
standa upp úr umhverfi sínu. Þá lýtur miðbærinn innan Hringbrautar sér-
stökum lögmálum. Þar gilda enn strangari reglur. Ekkert hús má fara upp
fyrir fimm hæðir.
Á þennan mælikvarða getur það tæplega talist til óverulegra breytinga að
víkja til hliðar grundvallarreglu í grundvallarriti.
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar
skýrir hvers vegna þetta var gert í ítarlegu viðtali hér í blaðinu. Hann bendir
sömuleiðis á ákvæði skipulagslaga sem við svo búið virðist byggjast á bók-
stafstrú á eignarréttinn umfram almannahagsmuni. Borgaryfirvöldum er
þannig nokkur vorkunn í þröngri stöðu. Málið allt hið versta og kannski það
skársta gert sem staðan leyfði?
Hins vegar er það ekki til fyrirmyndar að kalla það óverulegt sem er það ekki.
Af hverju var það? Það kemur vonandi einhvern tímann fram í dagsljósið.
Ingimar Karl Helgason
LEIÐARI
„Óveruleg
breyting“
Nóg komið
„Það var komið
nóg,“ sagði Elísabet
Indra Ragnarsdóttir
sem í hátt á annan
áratug hefur sinnt
öflugri dagskrár-
gerð á Rás 1, en sagið upp störfum
á dögunum. Í síðustu viku bárust
þær fréttir að tvær öflugar og
reyndar dagskrárgerðarkonur
hefðu verið reknar, þær Hanna G.
Sigurðardóttir og Sigríður Steph-
ensen. Elísabet Indra segir að það
hafi haft áhrif á sína ákvörðun. Sér-
kennilegar ákvarðanir yfirmanna
Rúv hafa vakið athygli. Þröstur
Helgason dagskrárstjóri Rúv er
látinn verja þessar ákvarðanir með
þunnum rökum. Útvarpsstjórinn
brosandi sést minna. Stjórnar-
maður í Rúv bendir á að vinnu-
brögð við uppsafnir gangi gegn
jafnréttis- og mannauðsstefnu
Ríkisútvarpsins.
Ha-græða!
Landsbankinn ætlar víst að verja
8 milljörðum í að byggja yfir sig
höll. Ekki dugir minna en einn
dýrasti bletturinn í borginni, við
hlið Hörpunnar. Samt segjast
menn gæta hagræðingar í sínum
ákvörðunum. Bankastjórinn segir
við Ríkisútvarpið að nýju höfuð-
stöðvarnar séu ekki bruðl. Það er
þekktara en ekki hjá bankaelítunni,
hérlendis sem erlendis – fyrr og nú
– að menn hafa endalaust og botn-
laust hlaðið undir rassinn á sjálfum
sér og alltaf fundist sjálfsagt. Svo
ekki er það frétt. Hins vegar má vel
vera að það felist verulegt hagræði í
því að starfsstöðvar Landsbankans
í fjölmörgum húsum miðsvæðis
séu á einum og sama staðnum.
Húsnæði sem losnar gæti líka vel
orðið öðrum að gagni.
2007 … uh nei
Fréttir herma að bílasala sé nú á
pari við það sem tíðkaðist á því
herrans ári 2007. Hefur salan
aukist mjög mikið frá fyrra ári.
Rétt er að hafa í huga að bóluárið
vonda var um fimmtungur nýrra
bíla seldur á bílaleigur. Nú er öldin
önnur. Yfir helmingur seldra bíla,
55 prósent fara nú á bílaleigurnar,
enda ferðamannastraumurinn
mikill. Því er árið 2007 ekki komið
aftur, enda þótt einhverjir í banka-
kerfinu kunni að standa í þeirri
trú.
Hver bítur
hvern?
Fréttablaðið fullyrti á forsíðu á
dögunum að kauphækkanir bitu í
skottið á sér. Tilfellið er að birgjar,
sem er annað heiti á heildsölum,
hafa hækkað verð hjá sér og vísa
meðal annars í hækkun á kjara-
samningum. Það stenst enga
skoðun að það kalli á verðhækk-
anir hjá heildsölum og það meðan
samningarnir hafa varla tekið gildi.
Líka er vísað í hækkandi flutnings-
verð og hækkandi rafmagnsverð.
Enn vekja skýringarnar fleiri
spurningar en svör. En líkingin
um að bíta í skottið kemur raunar
frá Neytendasamtökunum sem í
fréttinni rifja upp áróður Samtaka
atvinnulífsins úr samningavið-
ræðum vetrarins.
Í FRÉTTUMUmmæli með erindi:
„Þegar verkalýðsfélag grípur til verk-
fallsvopnsins er það gert að yfirveguðu
máli, því það vita allir að enginn fer í
verkfall ótilneyddur.“
- Ásmundur Stefánsson,
þá forseti ASÍ,
í Þjóðviljanum
4. desember 1991.
Íslenska leiðin
Það fór allt á
hliðina nýlega
þegar fréttir
komu um að
forsætisráð-
herra hefði sætt
tilraun til fjárkúg-
unar. Hótað hefði verið að upp-
lýsa um hvernig hópur valdafólks hafi
komist yfir fjölmiðil með aðstoð hins
fyrrnefnda, hafa fjölmiðlar sagt. Í fram-
haldinu fullyrti Jónas Kristjánsson,
fyrrverandi ritstjóri – sem margir taka
mark á – að þetta væri ekkert minna
en áfall fyrir blaðamennskuna. Meintir
ódæmdir gerendur í þessu máli eru
nefnilega félagar í Blaðamannafélagi
Íslands. „Blaðamannafélagið verður og
hlýtur að fordæma þessi vinnubrögð
systranna.“ Auðvitað blasir við öllum
hvernig við hljótum að eiga að bregðast
á við baktjaldamakki, siðleysi og spill-
ingu valdafólks og æðstu ráðamanna.
Séu til óhrekjanleg gögn sem staðfesta
samsæri gegn almenningi, þá er fyrsta
og eina svarið auðvitað krafa um að
Blaðamannafélagið álykti um einstaka
félagsmenn. Það þarf að stofna hóp
á Facebook. Það þarf að safna undir-
skriftum. Ekki verður unað við þögn
Blaðamannafélagsins öllu lengur.
Hversdagurinn
Gildishlaðnar fullyrðingar um gjörðir
fólks og sekt manna hafa þakið forsíður
og fréttatíma frá hruni. Hver getur
gleymt fyrirsögnum á borð við „Um-
boðssvikarinn mættur“ eða „Lygarinn
segist saklaus“. Ekki má heldur gleyma
„Glæpónarnir væla undan eðlilegri
málsmeðferð“ og svo ekki gleymist
ein sú minnisstæðasta: „Tortóladólg-
urinn fékk milljarðaafskriftir og heldur
fyrirtækinu“. Enginn kippti sér heldur
upp við það á dögunum að sjá orðið
„fjárkúgunarsystur“ í forsíðufyrirsögn
þar sem fjallað var um nafngreindar
konur sem hvorki hafa verið ákærðar
né sakfelldar. Kannski er þetta bara
orðið svona hversdagslegt? Alla vegar
sést Jónas ekki kippa sér upp við fram-
takið.
ESB módelið
Ferð Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar til Brussel á dögunum var óvænt
og líka undarleg. Fram kemur í pistli
á vef Hringbrautar að mest undrunin
hafi verið í ráðuneyti utanríkismála.
Þar hafi enginn vitað um ferðina og
þar á bæ séu menn fjúkandi illir út í
forsætisráðherrann. Ferðin hafi verið
óþörf, árangurslaus og truflandi. Úr
fréttum er sömuleiðis erfitt að finna
þessari ferð nokkurn tilgang.
Stungið hefur
verið upp á því
að ráðherrann
hafi viljað láta
taka af sér
mynd.
HÉÐAN OG ÞAÐAN …
REYKJAVÍK VIKUBLAÐ
26. TBL. 6. ÁRGANGUR 2015
ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. Framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang:
as@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími
578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími:
659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@
thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Arnhildur Lilý Karlsdóttir. Netfang: arnhildurlily@gmail.com.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Landsprent, 50.000 eintök. Dreifing:
FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 50.000 E INTÖKUM
Í ALLAR ÍBÚÐIR Í REYKJAVÍK.
Höfundur er
Magnús Már Guðmundsson,
varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
Margt er líkt með skyldum en ólíkt hafast menn að. Blaðamaður kom auga á
herramanninn til vinstri virða fyrir sér herrann til hægri í bænum á dögunum
og fylgdi fordæmi hins fyrrnefnda og fangaði umhverfið á mynd.