Reykjavík - 18.07.2015, Side 6
Hagamel 39 - Sími 551-0224
Grillkjötið bíður þín!
Opið til kl. 20.00 öll kvöld
Glænýr villtur lax
6 18. Júlí 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Nauðsynlegur hluti
af fræðslu unglinga
Það olli nokkrum hvelli þegar ungliðar í Samfylkingunni í Hafnarfirði
hvöttu til þess að hafin yrði markviss fræðsla um samkynhneigð í
grunnskólum bæjarins. Fram hefur komið að í grunnskólum í næst
stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi, er slík fræðsla tilviljana-
kennd. Í grunnskólum Reykjavíkur hefur fræðsla af þessu tagi þó
verið reglubundin um nokkurt skeið og nýlega var endurnýjaður
samningur við Samtökin ’78 um að sinna fræðslunni í samvinnu
við grunnskóla.
Mikilvæg fræðsla
Hulda María Magnúsdóttir, fagstjóri
lífsleikni í Foldaskóla, hefur um langt
skeið fengið fulltrúa Samtakanna ’78
inn í bekkinn. Hún segir þetta hafi
tíðkast nokkuð lengi. „Þetta kom ekki
til vegna einstakra tilfella heldur meira
af því að við kennararnir teljum þetta
vera nauðsynlegan hluta af fræðslu til
unglinga. Við getum auðvitað talað um
samkynhneigð sjálf en teljum að það
sé mikilvægt að fá annars vegar inn
einhverja sem eru yngri, og ná þar af
leiðandi hugsanlega betur til nemenda,
og hins vegar einhverja sem hafa upp-
lifað það sjálfir að koma út úr skápnum.
Sama hversu mikið ég les mér til og
hvað ég er tilbúin að ræða þá get ég
ekki talað af eigin reynslu um upplifun-
ina af því að segja fjölskyldu og vinum
frá,“ segir Hulda María við Reykjavík
vikublað.
Fáránlegar áhyggjur
Hún segir nemendur almennt hafa
tekið heimsóknunum vel. Þeir hafi
verið málefnalegir og kurteisir, „þó
sumir eigi auðvitað í vandræðum
með sig en það fylgir því bara að vera
unglingur og tengist ekki þessu mál-
efni sérstaklega,“ segir Hulda María.
Hins vegar sé það svo að þeir sem séð
hafi um fræðsluna, hafi strax í upphafi
sett ákveðnar grundvallarreglur, svo
skýrt sé hvað eigi að ræða, hvað ekki
og um hvað megi spyrja. „Það er til
dæmis alveg skýrt frá upphafi að það
er ekki, og verður ekki, rætt um kynlíf
samkynhneigðra sem slíkt svo allar
áhyggjur Gylfa Ægissonar, og fleiri sem
hafa tjáð sig, um kennslu og lýsingar
á endaþarmsmökum eru algjörlega
óþarfar og í raun bara fáránlegar að
mínu mati. Það sem er verið að ræða
eru mismunandi tegundir kynhneigðar
og þær tilfinningar sem því tengjast að
falla fyrir annarri manneskju.“
Í lok fræðslunnar geti nemendur
sett á miða spurningar sem ef til vill
eigi ekki erindi við allan hópinn og
það fyrirkomulag hafi gengið vel, segir
Hulda María. Krakkarnir séu almennt
opnir og fordómalitlir og tilbúnir til að
hlusta og spyrja.
Ekki endilega
eitthvað norm
- Eru þess dæmi svo þú þekkir til um
að svona heimsóknir hafi hjálpað
samkynhneigðum nemendum með
einhverjum hætti?
„Ég held að það sé ekki algengt að
nemendur opinberi kynhneigð sína í
grunnskóla enda kannski ennþá bara
að átta sig á tilfinningum sínum og
svo rosalega margt í gangi á þessum
aldri. Ég vil þó meina að þetta hljóti
að hjálpa nemendum sem ef til vill
finnst þeir vera utangátta eða ekki hafa
stað til að ræða hlutina ef þeir upplifa
aðrar hneigðir en félagarnir. Að ein-
hver komi og gefi þessu nafn, hvort
sem er samkynhneigð, tvíkynhneigð,
pan-sexual eða hvað, segir frá sinni
reynslu og sé sáttur við sjálfan sig, ég
get ekki ímyndað mér annað en að slíkt
styðji við þá sem ef til vill eru í vafa
eða að velta hlutunum fyrir sér. Við
erum svo vön því að eitthvað ákveðið
sé normið að við eigum til að gleyma
því að það er ekkert endilega eitthvað
norm og það þarf að segja upphátt að
það sé bara allt í lagi.“
Eðlilegur hluti af lífinu
Hulda María segir að þrettán ára
krakkar séu á fínum aldri til að fá
þessa fræðslu. „Þau eru komin með
þroska til að hlusta og svara og vera
málefnaleg og líka bara á þeim aldri
sem mér skilst að krísan fari oft að
verða til hjá þeim sem ekki falla inn
í hið hefðbundna mót. Sem fagstjóri
lífsleikni hef ég lagt áherslu á að halda
þessu inni áfram og samkennarar
mínir hafa allir sem betur fer verið
sammála enda teljum við þetta bara
vera eðlilegan hluta af lífinu. Svo hafa
þau sem hafa heimsótt okkur síðustu
ár verið einstaklega flottir fyrirlesarar,
opinská og málefnaleg og náð vel til
krakkanna, það eru ekki allir sem hafa
það. Ég er að minnsta kosti mjög sátt
við þetta og mun halda áfram að bóka
þessu fræðslu inn svo lengi sem ég fæ
að ráða.“
Krakkarnir vel með á nótunum
„Þessar kynningar snúast bara svo-
lítið um það hvað er að vera hinsegin.
Og það felur það í sér að kynna fyrir
þeim mismunandi kynhneigðir, tala
um kynvitund sem tengist transfólki,
og tala svo um líffræðilegt kyn sem
tengist intersex fólki. Þannig að við
höfum svolítið verið að taka alla þessa
flóru undir hinsegin regnhlífina;
fjallað um þessa mismunandi hópa
og hversu mikill fjölbreytileikinn er,“
segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir
Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslustýra
hjá Samtökunum ’78 hefur séð um
fræðsluna undanfarið fyrir hönd
Samtakanna, jafnt í Reykjavík sem
annars staðar.
Hún nefnir sem dæmi að fjallað sé
um fordóma, staðalímyndir, lagalega
stöðu hér á landi og hvað Samtökin
’78 bjóði upp á.
Hún segir að samtökin sendi
skólum reglulega skeyti um að
fræðslan standi til boða en oftar
en ekki sé frumkvæðið hjá skólum.
Dæmi séu um að óskað hafi verið
eftir fræðslu, bæði vegna þess að ein-
hver í skólanum sé að koma „út úr
skápnum“ eða þori því ekki. „Eða þau
telja að það sé önnur ástæða fyrir því,
stundum vegna eineltis eða fordóma.“
Hún segir að nemendur taki vel í
kynningu og fræðslu. „Við fáum mjög
góð viðbrögð við henni. Við höfum
í rauninni verið að kynna hluti sem
krakkarnir höfðu einhverja hugmynd
um, en oftast er fólk að læra eitthvað
nýtt og flestir eru mjög jákvæðir
fyrir því. Einhverjir hafa ákveðnar
hugmyndir, stundum fordómafullar
hugmyndir, en í svona fræðslu kemur
oftast í ljós hversu kjánalegt það er,“
segir Ugla Stefanía.
„Við erum með umræður og
spurningar eftir á. Þá myndast oft
miklar umræður um hvað þau héldu
og hafa núna fengið svör við. Oftast
fáum við mjög jákvæð viðbrögð og
kemur okkur stundum á óvart hvað
krakkanir eru vel með á nótunum oft
meira heldur en fullorðnir.“
Ugla Stefanía: „Við höfum í rauninni
verið að kynna hluti sem krakkarnir
höfðu einhverja hugmynd um, en oft-
ast er fólk að læra eitthvað nýtt og
flestir eru mjög jákvæðir fyrir því,“
segir Ugla Stefanía Kristjönu og Jóns-
dóttir, fyrrverandi fræðslustýra Sam-
takanna ’78. Mynd: Móa Hjartardóttir
Hulda María: „Það sem er verið að
ræða eru mismunandi tegundir kyn-
hneigðar og þær tilfinningar sem því
tengjast að falla fyrir annarri mann-
eskju,“ segir Hulda María Magnús-
dóttir, fagstjóri lífsleikni í Foldaskóla.
Nemendur á unglingastigi hafa þroska og getu til að fjalla málefnalega um
fræðsluna og spyrja mikilvægra spurninga.