Reykjavík - 18.07.2015, Page 10
10 18. Júlí 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Útópían í norðri
Norræna módelið hefur því sem næst útópíska stöðu meðal vinstri sinnaðs
fólks í Bretlandi. Fyrir kosningar 2010 hóf David Cameron, forsætisráð-
herra Bretlands, að vitna til Skandinavíu og sérstaklega Svíþjóðar undir
hægristjórn Fredrik Reinfeldt sem módel til eftirfylgni. Skoska þingið og
kosningakerfi Skotlands er mótað að skandinavískri fyrirmynd. Á Íslandi
kallaði ríkisstjórn Samfylkingar og VG sig norrænu velferðarstjórnina á ár-
unum eftir hrun. Um allan heim er norræna módelið aftur orðið valdamikið
í hinni pólitísku umræðu. Spurningin er þó hvað er hið norræna módel?
„Ekkert eitt svar er til við spurningunni
hvað norræna módelið er eða hvernig
slíkt kerfi lítur út,“ segir Mary Hilson,
sagnfræðiprófessor við Háskólann í Ár-
ósum. Hilson er sagnfræðingur sem
hefur sérhæft sig í rannsóknum á Norð-
urlöndum og Norræna módelinu. Bók
hennar Norræna módelið - Skandinavía
síðan 1945 kom út árið 2008. „Norræna
módelið er hugtak sem verður til og er
notað eftir á af stjórnmálafræðingum til
að skýra frá stjórnmála- og efnahags-
sögu Norðurlandanna. Hugmyndin um
norræna módelið á sér sterk pólitísk
ítök, það er hugtak sem vekur ákveðnar
tilfinningar, og hefur haft mismunandi
meiningu á mismunandi tímum,“ segir
Mary.
Kreppan mikla
Í kjölfar kreppunnar miklu sem skall á
Bandaríkin haustið 1929 varð eins og
árið 2008 talsverður pólitískur áhugi
á Norðurlöndunum. Þótt vissulega
hafi kreppan skollið á Norðurlöndin
þá þóttust menn strax sjá að kreppan
skall með öðrum hætti á almenning
í Svíþjóð. Sænskir jafnaðarmenn
lækkuðu skatta á þá tekjuminnstu og
hækkuðu lágmarkslaun. Árið 1929
var atvinnuleysi í landinu um 12% og
um 10% samdráttur í iðnframleiðslu.
Árið 1932 var botninum náð og
sænska niðursveiflan var í raun meiri
en í Bandaríkjunum. Svíar náðu sér
þó fljótt. Sænska ríkið var rekið með
miklum halla. Bótakerfið eflt og ráðist
í miklar innviðafjárfestingar. Svíþjóð
náði sér því hraðar úr kreppunni en
Bretland og Frakkland svo dæmi séu
nefnd. Árið 1936 hafði Svíþjóð náð sér
úr kreppunni. Verðmæti framleiðslu
var 50% hærra en það hafði verið árið
1929 en til samanburðar má nefna að
í Bretlandi var framleiðsluverðmæti
aðeins jafnt á við árið 1929, það er hag-
kerfið hafði staðnað í um hálfan áratug.
Í Frakklandi var verðmætið 25% undir
því sem var árið 1929. Sænska módelið
var áhrifamikið í pólitískri umræðu
Bandaríkjanna og þá sérstaklega meðal
þeirra sem börðust fyrir efnahagspakka
‘New deal’-stefnunnar. Svíþjóð varð
um leið að skammaryrði þeirra sem
boðuðu aðra leið út úr kreppunni.
Sænska hættan
Mary Hilson nefnir kreppuna miklu
sem dæmi um pólitísk áhrif norræna
módelsins. „Norðurlöndin eru oft í
þessu hlutverki fyrirmyndar. Kerfi sem
vert er að apa eftir. Hins vegar er staðan
líka oft öfug. Oft er Skandinavía sem
notuð sem dæmi um martröð. Norð-
urlöndin eru ekki alltaf jákvæð fyrir-
mynd. Þetta var mjög áberandi í Krepp-
unni miklu. Svíþjóð var þá notað sem
varnarorð. Land þar sem ríkið stjórnar
öllum og öllu. Frelsið er á undanhaldi
vegna þess hvað ríkið er stórt. Þessi
staðalímynd er áberandi og langvar-
andi. Sumar eru jákvæðar en aðrar eru
neikvæðar.“ Hilson bendir um leið á
dæmi frá tíunda áratugnum þegar
upp komst um kerfisbundnar ófrjó-
semisaðgerðir á konum með fötlun og
þroskaskerðingar. Í kjölfarið var mikil
umræða um velferðarkerfið sem stjórn-
tæki í stað stuðningskerfis. „Í kjölfar
fór að bera á pólitískum rökræðum
um hvort háir skattar og velferðarkerfi
væri í raun samofið norræna módel-
inu,“ segir Hilson. Norræna módelið
er pólitískt hugmyndakerfi og sem slíkt
efnahagskerfi. Hilson segir að hugtakið
Norræna módelið, sem áður hafi raunar
verið Sænska módelið, sé hugtak sem
varð til eftir á til að lýsa samfélagsgerð,
efnahagsstefnu og stjórnmálakerfi
landanna. Módelið sé því bæði fljót-
andi í pólitískri orðræðu og þýði mis-
munandi hluti í huga fólks á hverjum
tíma og eftir því hvaðan sé á það horft.
Hefurðu keyrt
Tröllaskagahringinn?
Kíktu á heimasíðuna
www.visittrollaskagi.is
Tröllaskaginn er ævintýralegur staður
með ótal marga afþreyingamöguleika
og fjölbreytta ferðaþjónustu.
Norræn velferðastjórn. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG lagði nokkuð upp úr
því að merkja sig ríkisstjórn norrænnar velferðar og gilda.
UMFJÖLLUN
Mary Hilson, prófessor í sagnfræði
hefur rannsakað „norræna módelið“
Hilson ræðir ítarlega um norræna módelið í bók sinni. Þetta er ekki eitt módel,
segir hún, heldur álíka mörg og fánarnir.