Reykjavík - 18.07.2015, Qupperneq 11
volundarhus.is · Sími 864-2400
VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m²
með 9 m² yfirbyggðri verönd
kr. 1.599.000,- án fylgihluta.
kr. 1.899.000,- með fylgihlutum og
byggingarnefndar teiknisetti.
Grunnmynd og nánari
upplýsingar á heimasíðu
volundarhus.is
www.volundarhus.is
Vel valið fyrir húsið þitt
SUMARTILBOÐ
Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
VH
/1
4-
04
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,9 m² - án gólfs
kr. 299.900,- án fylgihluta
kr. 339.900,- m/fylgihlutum
70 mm bjálki / Tvöföld nótun
34 mm bjálki / Tvöföld nótun
TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m²
kr. 299.900,- án fylgihluta
kr. 359.900,- m/fylgihlutum
TILBOÐ - BARNAHÚS 2,2m²
kr. 149.900,- án fylgihluta
kr. 169.900,- m/fylgihlutum
28 mm bjálki / Einföld nótun
50% afsláttur
af utningi á
GARÐHÚSUM og
GESTAHÚSUM
á allar þjónustu-
stöðvar Flytjanda.
GESTAHÚS og
GARÐHÚS
sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Sjá eiri
GESTAHÚS og
GARÐHÚS á tilboði
á heimasíðunni
volundarhus.is
1118. Júlí 2015 REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Hins vegar hafi hugtakið orðið til þegar
reynt var að lýsa ákveðinni tegund af
stjórnmálum og efnahagsstefnu og
þaðan sé grunnurinn. „Ég sé norræna
módelið sem hugtak sem búið var til í
ákveðnum tilgangi. Það er breytilegt
eftir samhengi og tímabilum. Það fer
eftir því hvaðan og hvernig er á það
horft hvað hugtakið þýðir. Þetta sést
á Norðurlöndum sjálfum þar sem
módelið hefur mismunandi meiningu
eftir því í hvaða landi þú ert staddur.
Sama á jafnvel við um Bretland þar
sem David Cameron lagði mikið upp
úr norrænum áhrifum á hans eigin
stjórnmál í kringum kosningarnar
2010. Norræna módelið þýðir vænt-
anlega ekki það sama þegar Cameron
talar um að fylgja norræna módelinu
eða þegar skoskir stjórnmálamenn tala
um módelið.“
Ekki bara huglægt
„Ég vil samt ekki tala eins og ekkert
norrænt módel sé til,“ segir Mary.
„Augljóslega þá er Norræna mód-
elið til sem samfélagsmódel og sem
eitthvað sem þýðir mjög mikið fyrir
fólki.“ Hún bendir á að stjórnmála-
kerfi breytist en séu ekki eitthvað sem
standi í stað. „Þessi hugmynd hefur
mikla þýðingu fyrir þessi samfélög
en þýðingin er stöðugt til umræðu
og þýðingin breytist eitthvað með
tímanum.“
Svíar eiga módelið
Sænskir jafnaðarmenn eru sá hópur
sem að stærstum hluta geta slegið eign
sinni á hið norræna módel. Raunar er
hugtakið skrásett vörumerki sænska
jafnaðarmannaflokksins. Það olli um
leið deilum í Norðurlandaráði sem
taldi sænska jafnaðarmenn ekki geta
slegið eign sinni á hugtakið. Dóm-
stólar vörðu þó kröfu sænskra jafn-
arðamanna sem enn eiga vörumerkið
þrátt fyrir áfrýjanir. Fjölmiðlar um
allan heim fjölluðu um málið enda
talið að skrásetningin væri varnar-
viðbragð við notkun Fredrik Rein-
feldt, fyrrverandi forsætisráðherra
Svíþjóðar og formaður Moderata
hægriflokksins, á hugtakinu í sömu
andrá og hann lýsti einkavæðinga og
efnahagsstefnu hægristjórnarinnar í
Svíþjóð. Á sama tíma fjallaði breska
blaðið The Economist um Norræna
módelið. Í stórri úttekt blaðsins var
stjórnmálastefnu sænskra hægri-
manna lýst sem Norræna módelinu;
framtíð kapítalismans. Ríkisstjórn
Reinfeldt var lengi einhver bjartasta
von hægri manna sem vitnuðu stöðugt
til góðs árangurs Svíþjóðar. Raunin er
þó að jöfnuður er í sögulegu lágmarki,
skólakerfið skorar verr í PISA en það
íslenska eftir miklar einkavæðingar á
menntun í landinu.
Hvað er norræna módelið
Norræna módelið er í raun stjórn-
kerfismódel með fimm undantekn-
ingum. Íslensku, sænsku, dönsku,
norsku og finnsku leiðinni. Sterkt
ríkisvald, velferðarkerfi frá vöggu
til grafar og sterkar fjöldahreyfinga
stéttarfélaga einkenna kerfið. Háir
skattar og öflugt einkaframtak fjár-
magnar sterkan ríkisrekstur. Ríkið
en ekki fjölskyldan er öflugasta vel-
ferðarstofnun samfélagsins. Það þýðir
ekki að norrænar fjölskyldur sinni
ekki umönnun, heldur að fjölskyldur
geri slíkt með stuðning samneyslu.
Samkomulag ríkir um að samneyslan
fjármagni velferð allra og að jöfnuður
sé eftirsóknarverður. Öflug stéttarfé-
lög einkenna Norðurlöndin sem og
hið norræna samningamódel. Í stuttu
máli gengur samingamódelið út á að
hófsemd á alla kanta skili sér í stöð-
ugleika. Því fylgi hæg en stöðug kjara-
bót án stórra dýfa. Íslendingum hefur
ekki tekist þetta. Laun hafa hækkað
verulega undanfarna áratugi en lengi
vel át verðbólgan upp ávinninginn jafn
óðum. Þar síðustu kjarasamningar
áttu að marka upphaf hins norræna
samningamódels á Íslandi en það
gekk ekki eftir. Gylfi Arnbjörnsson,
forseti Alþýðusambands Íslands, sagði
á sínum tíma við Reykjavík vikublað
að ástæða þess að ekki hefði tekist
vel við upptöku norræna samnings-
módelsins væri að atvinnurekendur
og stjórnvöld vildu ekki skilja hið
norræna samningamódel. Þá skorti
þá hófsemd sem þeir krefjast af launa-
fólki. „Launahækkanir stjórnenda og
millistjórnenda bera ekki vott um hóf-
semd. Sama mætti svo segja um stefnu
stjórnvalda í ýmsum málum.
Traust og samvinna
Árið 2007 birti finnsk rannsóknar-
stofnun ítarlega skýrslu um Norræna
módelið í tilraun til að skýra hvað
fælist í hugmyndinni. Þar er samfélags-
skipan Norðurlanda sögð einkennast
ef velferðarkerfi sem fylgi borgurum
frá vöggu til grafar. Kerfið sé allt um-
lykjandi og einkennist af gjaldfjálsri
menntun og aðgengi að heilbrigð-
isstofnunum. Varinn eignaréttur og
skýr samningaréttur einkennir öll
Norðurlöndin. Markaðshagkerfi með
mikilli samábyrgð og valdadreifingu.
Uppbygging markaðsins er slík að
launafólk þarf ekki að taka á sig meiri
byrðar en atvinnurekendur. Sam-
tryggingin viðheldur háu atvinnustigi
og lífsgæðum fremur en að hátt hlutfall
atvinnuleysis sé álitið fórnarkostnaður
fyrir stöðugleika í efnahagskerfinu.
Stéttarfélög eru öflug og óvenju hátt
hlutfall launþega eru í stéttarfélögum.
Rúmlega helmingur launþega í Noregi
eru í stéttarfélögum, um 70% í Svíþjóð
og í kringum 80% hér á Íslandi. Beinn
þáttur verkalýðsfélaga og atvinnurek-
enda í mótun efnahagsstefnu sama
hvaða ríkistjórn er við völd er lykil-
atriði norræna módelsins.
Fjallað verður ítarlega um norræna
módelið og Ísland í næsta tölublaði.
Merkti sig miskunarlaust. Sænskir jafnarðarmenn virðast hafa gefist upp á
því að Fredrik Reinfeldt, formaður Moderata-flokksins hægri merkti stjórnmál
ríkisstjórnar sinnar norræna módelinu. Árið 2012 sóttu þeir um vörumerkja-
skráningu á módelinu og fengu.
Mjúki íhaldsmaðurinn. David
Cameron, forsætisráðherra Bret-
lands, lagði um tíma töluvert upp úr
meintum norrænum áhrifum í stjórn-
unarstíl hans.
UMFJÖLLUN
Atli Þór Fanndal
atli@thorfanndal.com