Selfoss - 12.02.2015, Síða 9
912. Febrúar 2015
Mörg móðirin hefir getað unnið sjer brauð
„Ef við viljum að landið eignist
góða syni og dætur, sem beri menn-
ingarhugsjónir okkar fram til sig-
urs, þá verð-um við fyrst að eignast
góða foreldra. Foreldra, sem skilja
hlutverk sitt og bera gæfu til að gera
heimilin að vermireit þjóðmenn-
ingar og hamingju. ... Sú hugsjón
hefir jafnan vakað fyrir Sumargjöf,
að koma upp dagheimili í borgar-
jaðri. Þangað kæmu mæður börn-
um að morgninum. Þar væru þau til
kvölds og hefðu góðar máltíðir, leiki,
hvíld og kenslu. Slíkir fósturskólar
breiðast mjög út erlendis og gefast
allra stofnana best. Barnið er altaf í
sambandi við heimilið og móðurina,
en þó undir fyrimyndar umsjá. Það
eru ekki börnin ein, sem kent er á
þessum stofnunum, það eru líka
mæðurnar. Þær sækja þangað ráð um
alla meðferð barnsins. Mörg móðirin
hefir getað unnið sjer brauð, af því
að hún gat komið barninu í fóstur-
skóla að deginuni. Og margt barnið
hefir fengið andlegan og líkamlegan
þroska og orð- ið góður borgari,
aðeins vegna þess, að fósturskólinn
var til, og að það var svo heppið að
komast þangað. Sumargjöfin mun
koma upp slíkum fósturskóla við
fyrsta tækifæri.“ (Sumargjöfin, 4.
árgangur 1.tbl. 1928. S.A.)
Vinnukona,
dugleg og hirðusöm, vön
barnapössun, innivinnu og mat-
reiðslu, getur strax fengið vist í
kaupstað. Nánari upplýsingar
fást hjá hr. Jóni Norðmann, er
semur um vistarráðin. (Vísir 22.5.
1897)
Tvær stúlkur,
önnur vön matreiðslu, en hin til
þess að passa börn, geta feingið
vist frá 14. maí
Seyðisfirði. Stúlkur þser, er
sæta vilja tilboði þessu, snúi sjer
til herrra kaupmanns Kristjáns
Þorgrímssonar, sem gefur nánari
upplýsingar. (Ísland 22.3.1898)
Meðan for
eldrar þeirra
stunda vinnu.
„Bæjarstjórn beinir því til bæj-
arráðs, að það í samráði við
fræðslustjóra athugi möguleika á
því að koma á fót, svo fljótt sem
auðið yrði, dag- og tómsunda-
heimili fyrir börn sex ára og eldri,
sem ekki hafa samastað til náms
og leikja meðan foreldrar þeirra
stunda vinnu."
Ókeypis dag
vistun.
„Við álítum, að stefna beri að
því, að dagvistun barna verði
í framtíðinni ókeypis fyrir alla
á sama hátt og skólaganga, þ.e.
að dagheimilin verði einskonar
forskóli. Við teljum það og sjal-
fsögð mannréttindi, að öll börn
fái aðgang að dagvistunarstofnun
og kostnaður vegna hennar hafi
þar engin áhrif.“ (Forvitin rauð,
maí 1974)
Vegna fátækt
ar foreldranna
og þekk
ingarskorts.
„Ef vér lítum á ástandið í kaup-
stöðum og kauptúnum landsins,
munum vér þar víða geta séð
börn, sem hafa mætt illri aðbúð,
vegna fátæktar foreldranna og
þekkingarskorts, og eru því hálf-
gerðir aumingjar líkamlega, og
oftast andlegir krypplingar um
leið. »Það er sorglegt«, sagði ein
góð og merk kona við mig, er við
vorum að tala um hóp af börnum
fátækra foreldra, »að sjá öll þessi
börn verða að líkamlegum og and-
legum beygjum, þegar er þau fara
af brjósti, hversu efnileg og skýr
sem þau virðast, meðan þau eru
á fyrsta og öðru ári, eða meðan
þau geta lifað á móðurmjólkinni;
og það víst eingöngu af skorti og
af vanþekkingu móðurinnar á að
hlynna að þeim«.“ (Prestafélags-
ritið 1. tbl. 1920)
Eldri kona
óskar eftir
starfi við að
passa börn.
Afgr. vísar á.
1—2 kaupakonur óskast á
áreiðanlega gott sveitaheimili.
Uppl. á Hverfisg. 7.
Drengur ellefu ára, óskar eft-
ir að komast að snúningum nú
þegar,upplýsingar í Bankastræti 6.
(Auglýsingar í Vísi 1912)