Selfoss - 28.05.2015, Blaðsíða 4
4 28. Maí 2015
ÚTGEFANDI: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut
54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri:
Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir.
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. Dreifing: Íslandspóstur
FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 9.500 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI Á SUÐURLANDI.
SELFOSS
10. TBL. 4. ÁRGANGUR 2015
Selfoss inn á hvert heimili!
Virkjum hæfileikana
Vinnumálastofnun, Ör-yrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp hafa ákveðið
að fara af stað með samstarfsverk-
efni sem miðar að því að skapa störf
fyrir atvinnuleitendur með skerta
starfsgetu. Verkefnið hefur fengið
nafnið Virkjum hæfileikana – alla
hæfileikana.
Með þátttöku í verkefninu geta
opinberar stofnanir og sveitarfélög
ráðið til sín einstaklinga með skerta
starfsgetu með stuðningi frá ráð-
gjöfum Vinnumálastofnundar og
vinnusamningi öryrkja. Með gerð
slíkra samninga fá launagreiðendur
endurgreiðslu að hluta af launum og
launatengdum gjöldum.
Umfjöllun fjölmiðla um
kvennaboltann á skjön við þátttöku:
9,1% í fjölmiðlunum
en 31,5% iðkenda!
Við opnun sýningar í Sagn-heimum í Vestmannaeyj-um á Íslenska safnadegin-
um kynnti Þórhildur Ólafsdóttir
íþróttafræðingur, þjálfari og leik-
maður meistaraflokks ÍBV í fótbolta
lokaritgerð sína við HR 2014 um
„Samanburð á umfjöllun íslenskra
vefmiðla á knattspyrnu karla og
kvenna.“ Í máli Þórhildar kom fram
að þó að um 31,5% iðkenda í fót-
bolta séu konur þá er heildarhlutfall
umfjöllunar fjölmiðla þar sem fjall-
að er um konur aðeins 9,1% auk
þess sem umfjöllun um karlafót-
boltann var almennt fjölbreyttari.
Með tillti til forvarnargildis íþrótta
væri þetta ekki síst alvarlegt ástand.
Til hamingju
Rannveig Anna Jónsdóttir, for-stöðukona Konubókastofu tók við myndarlegum pen-
ingastyrk í Seðlabanka Íslands mið-
vikudaginn 13. maí. Er hann veittur
úr menningarsjóði tengdum nafni
Jóhannesar Nordals, fyrrverandi
seðlabankastjóra. Upphæðin er ein
milljón króna og mun nýtast í fram-
kvæmd verkefnisins: Varðveisla og
öflun upplýsinga um skrif kvenna í
íslenskri menn-ingarsögu.
Með verkefninu er ætlunin að
afla upplýsinga um kvenrithöfunda
Íslands og útgefin verk þeirra. Upp-
lýsingarnar verða gerðar aðgengi-
legar á stafrænu formi á heimasíðu
Konubókastofu og einnig er stefnt
á að gefa þær út á bókarformi. Upp-
lýsingarnar verða einnig á erlendum
tungumálum.
Fylgið hjartanu
„Í nútíma samfélagi er mikið áreti úr öllum átrtum og auð-velt að miisa sjónar á stefnunni.
Hafið það hugsafast að láta ekki
afvegaleiðast, við öllum þurfum
að fylgja hjarta okkar og innsæi.“
Þannig fórust Olgu Lísu Garðars-
dóttur orð er hún beindi orðum
sínum til þeirra 102 nemenda sem
brautskráðust frá Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi föstudag 22.
maí sl. Af hópnum urðu 53 stúdent-
ar og þar af sex nemendur sem luku
stúdentsprófi að loknu grunnnámi.
Nemendur sem kvöddu skólann
höfðu lokið námi af ýsmum öðrum
brautum. Flest grunnámi ferða- og
matvælagreina. Gat skólameistari
þess við útskrift að þau ættu auðvelt
með að fá vinnu – og voru sum hver
því fjarverandi við brautskráningu.
Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir,
úr Þorlákshöfn er dúx skólans að
þessu sinni með einkunnina 9,59.
Aðalabjörg Ýr, Barbara Meyer og
Iðunn Rúnarsdóttir hlutu sérstaka
viðurkenningu Hollvarðasamtaka
skólans.
Þórarinn Ingólfsson aðstoðar-
skólameistari flutti annál skólans.
Meðal þess sem koma fram var að
823 nemendur hefðu verið skráðir í
skólann við upphaf vorannar, starfs-
menn hefðu verið 130 og 14134
einingar hefðu verið undir en 10806
hefðu skilað sér í hús þegar upp var
staðið. Er það slakari árangur en
undanfarin ár.
ÞHH
Hér má sjá frá vinstri knattspyrnukonurnar Sóleyju Guðmundsdóttur sem
spilaði á flautu við opnun sýningarinnar og Þórhildi Ólafsdóttur sem flutti
athyglisvert erindi um mismunandi umfjöllun vefmiðla á knattspyrnu karla
og kvenna.
Rétturinn til letinnar
- handa sáttasemjara
Útgáfufélagið Sæmundur afhenti samningsaðilum í yfirstandandi kjaradeil-
um eintök af nýrri bók útgáfunnar,
Réttinum til letinnar eftir 19. aldar
sósíalistann Paul Lafargue.
Höfundur deilir á langan
vinnudag og almenna dýrkun á
vinnunni. Hann rökstyður að með
styttri vinnuviku megi auka fram-
leiðni sem er aldrei nógsamlega
brýnt fyrir hinum vinnuglöðu Ís-
lendingum. En þetta 130 ára vakn-
ingarrit er einnig ádeila á sóun og
græðgi iðnaðarsamfélagsins og á
fullt erindi til okkar, segir útgef-
andi.
„Það er von útgefenda að sjónar-
mið Lafargue megi verða til að opna
augu Íslendinga fyrir þeim grund-
vallarsjónarmiðum að dagvinnu-
stundir launafólks eigi að duga til
sómarsamlegrar framfærslu.“
Gunnlaugur Bjarnason og Guðjón Ragnar Jónasson starfsmenn bókaútgáf-
unnar Sæmundar afhentu Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara og Elísabetu
Ólafsdóttur skrifstofustjóra eintök af Réttinum til letinnar. Eintökum var einnig
komið á skrifstofu Samtaka atvinnulifsins. Ljósmynd: Alda.
Dúx skólans, aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir er hér með fangið fullt enda hlaut
hún viðurkenningu fyrir frábæran árangur í ýmsum greinum. Ljósmyndir: ÞHH
Hér eru þær stöllur hylltar sérstaklega. Frá vinstri: Iðunn Rúnarsdóttir, aðalbjörg Ýr Þorbergsdóttir og Barbara Meyer.
Þær hlutu allar ágætiseinkunn.