Selfoss - 28.05.2015, Blaðsíða 6

Selfoss - 28.05.2015, Blaðsíða 6
6 28. Maí 2015 Jómfrú Ragnheiður Að morgni 5. maí síðast-liðnum var þess minnst í morgunútvarpinu að 70 ár væru liðin frá því að Guðmundur Kamban var skotinn í Kaupmanna- höfn af félögum úr andspyrnuhreyf- ingunni. Seinna sama morgun barst mér bókin Jómfrú Ragnheiður sem gefin er út af bókaforlaginu Sæ- mundi á Selfossi. Í Morgunblaðinu 30. apríl 2015 er sagt frá þessari útgáfu. „Jómfrú Ragnheiður kom fyrst út 1930 og var fylgt eftir á næstu árum með þremur bókum sem saman mynda stórvirkið Skálholt. Hér er ein þekktasta og dramatískasta ástarsaga Íslandssögunn-ar dregin fram í stórkostlegu bókmennta- verki sem hlaut þegar við útkomu frábæra dóma. Sagan hefur þrisvar verið endurprentuð en hefur nú um áratugaskeið verið ófáanleg,“ segir í fréttatil-kynningunni. Jómfrú Ragnheiður var dóttir hins stórlynda og mikilhæfa Skál- holtsbiskups, Brynjólfs Sveinsson- -ar (1605-1675). Á Skálholtsstað er ungur og myndarlegur prestsson- ur frá Hruna, Daði Halldórs-son. Hann er í miklum metum hjá bisk- upi sem felur honum að annast um einkakennslu dóttur sinnar. Þegar grunur um ástarsamband fellur á Ragnheiði og Daða gerir biskup dóttur sinni að sverja eið að hrein- leika sínum. Fjörutíu vikum síðar elur hún barnið Þórð Daðason. Í tilkynningunni segir að Ragn- heiður Brynjólfsdóttir sé sterk kona í meðförum Kambans og gegn-heil í ást sinni og viljastyrk. En í henni býr einnig stórlyndi og sjálfstæði sem ögrar kristilegu feðraveldi 17. aldar. Höfundur teflir hér fram sammann- legri baráttu ástar og lífs gagnvart öfga-fullu og refsiglöðu kirkjuvaldi. (Morgunblaðið 30. apríl 2015) Sveinn Einarsson hefur ritað ævisögu Guðmundar Kamban og segir svo í viðtali um bókina. Hann er fyrsta stórskáld okkar sem er alþjóðlegt í sniði. Sem skrif- ar um alþjóðleg málefni. Fram að þessu (Innskot: þegar Kamban reyn- ir að snúa til Íslands 1926/27 en er hafnað) hefur sögusviðið alltaf verið Ísland nútímans en nú sneri hann sér að fortíðinni. Hann skrifaði á þessum tíma sögulegu skáldsöguna Skálholt sem er fram að Íslandsklukk- unni merkilegasta sögulega skáldsaga sem við höfum átt. Og ég held nú reyndar að Halldór Laxness hafi tekið eftir Skálholti og verið undir einhverjum áhrifum þaðan. Hann er femínisti í þessu verki, hefur reyndar alltaf verið mjög femínískur í leikritum sínum en hann lætur sér mjög annt stöðu konunnar í samfélaginu eins og sést á persónunni Ragnheiði. Hann er nokkuð einn um það að mörgu leyti á þessum tíma. Þetta er kannski sérkennilegt miðað við hvað hann var mikill patríark sjálfur, en sam- úð hans er klárlega með Ragnheiði biskupsdóttur en ekki Brynjólfi biskup. Önnur mjög femínísk verk eftir hann eru til dæmis: Ég sé vítt land og fagurt og Þessvegna skiljum við. Hann er að minnsta kosti með allt aðra siðgæðisvitund heldur en var ríkjandi í borgaralegu samfélagi þess tíma. (Viðtal í Reykvélin við Svein Einars- son sem ritaði ævisögu Guðmundar Kamban 27. des. 2013) Borgþór Arngrímsson minnist Guðmundar Kambans í Kjarnanum 5. maí 2015 Hernáminu í Danmörku lauk formlega að morgni 5. maí 1945. Í landinu var mikil ringulreið í bland við gleðina yfir að þjóðin skyldi vera laus undan oki Þjóðverja. Lögleysis- ástand sögðu fjölmiðlar síðar. Danskir andspyrnumenn (kölluðu sig gjarna frelsisliða) voru snemma á fótum og um hádegisbil komu þrír þeirra á Hotel-Pension Bartoli við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn. Þar bjó rithöfundurinn Guðmundur Kamban ásamt Agnete eiginkonu sinni og Sibil dóttur þeirra hjóna, þau sátu að snæðingi. Frelsisliðarnir skipuðu Guðmundi að fylgja sér, hann spurði frá hverjum sú skipun kæmi og bað um að fá að sjá hand- tökuskipun. Þessum orðaskiptum lauk með því að einn þremenning- anna hleypti af skoti og féll rithöf- undurinn í gólfið örendur. Morðið vakti reiði á Íslandi Fréttin um morðið á Kamban fréttist nær samstundis til Íslands og olli mikilli reiði. Íslensk stjórnvöld kröfðust rannsóknar og skýringa en svör danskra stjórnvalda voru rýr. Í orðsendingu danska utanríkisráðu- neytisins er morðið harmað en ekki vikið einu orði að því að þarna var í raun um að ræða aftöku, án dóms og laga. Danskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um morðið, sum þeirra bendluðu Kamban við þýsku nasistana og danska nasistaflokkinn og eitt þeirra greindi frá því að hann hefði veitt mótspyrnu þegar átti að handtaka hann. Þótt þessar sögusagnir hefðu í öllum meginatriðum reynst rangar urðu þær þó langlífar. (Kjarninn 5. maí 2015 – Borgþór Arngrímsson) Hallgrímur Pétursson fylgdi ekki ritúalinu Að lesa Jómfrú Ragnheiði í dag er frábær lesning. Það kannast margir við sögu Ragnheiðar biskupsdóttur í Skálholti sem hefur verið oft sögð. Einnig fjallar hin frábæra ópera Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar um hana. Bókin fjallar um samskipti fólks á tímum sem við þekkjum ekki á Íslandi í dag en þekkjum vel sögu- slóðirnar. Samskipti sem byggja á valdi auðs, metorða, trúarkredd- um og siðræði þess tíma sem hún gerist á upp úr miðri 17. öld. Ég er sammála Sveini Einarssyni um að sagan er ótrúlega feminísk í meðförum Guðmundar Kamban. Styrkur ungu konunnar Ragnheiðar og Helgu í Bræðratungu frænku hennar gerir þær að ótrúlega flott- um, sterkum persónum - á meðan allir þessir prestar og biskup eru óttalegir hallærisgæjar í skjóli trú- ar og valds. Það er samt einn sem er ekki alveg eins og hinir, það er sálmaskáldið Hallgrimur Pétursson sem fylgir ekki alveg „ritúalinu“. Hann finnur samhljóm með Ragn- heiði og heimsækir hana dauðveika. Við útför hennar eru í fyrsta sinn sungnir þeir útfarasálmar eftir sem við þekkjum svo vel. Allt eins og blómstrið eina ... Móðir Ragnheiðar Margrét Hall- dórsdóttir er brotin kona sem hefur misst fimm af sjö börnum sínum og lifir undir valdi bónda síns. Ég mæli með þessari bók í sum- arbústaðinn fyrir alla – sérstaklega hér á Suðurlandi þar sem þessar söguslóðir eru allt í kringum okkur. Takk fyrir Bjarni Harðarson í Sæmundi Pendúllinn hjálpar til við verðlagningu Minnum á skemmti-lega sýningu Sigur-bjargar Eyjólfsdóttur, handverkskonu úr Selvoginum, á bókasafninu í Þorlákshöfn sem ber yfirskriftina „það er hægt að mála á allt“. Orðum sínum til staðfestingar sýnir hún myndir sem hún hefur málað á rekavið, ryðgaðar skófl- ur, ónýta fötu og ýmislegt annað. Myndefnið er sveitalífið á Íslandi áður fyrr, bátar, konur og karlar. Þegar sýningin var komin upp, dró Sigurbjörg fram pendúl sem hjálpar henni að verðleggja hand- verkið. Hún spyr pendúlinn hvað viðkomandi handverk eigi að kosta og hann gefur yfirleitt skýr svör. Reyndar kom upp smá vandamál varðandi tvö verk, en pendúllinn vildi ekki samþykkja neitt verð á þau og túlkar Sigurbjörg það þannig að hún eigi ekki að selja þau verk.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.