Vestfirðir - 12.02.2015, Blaðsíða 2
2 12. Febrúar 2015
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is.
Bolungavík:
Fjárfestar
að skoða kaup
Fjárfestar eru alvarlega að skoða kaup á loðnuverksmiðjunni í Bolungavík. Elías Jónatansson,
einn eiganda staðfesti það í viðtali við
blaðið Vestfirðir. Elías sagði að menn
væri af fullri alvöru að skoða þennan
fjárfestingarkost og kvaðst vonast til
að viðskiptin gengju eftir.
Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða
sagði að Atvinnuþróunarfélagið kæmi
að málinu og aðstoðuðu við að koma á
viðskiptum. Um væri að ræða erlenda
aðila leidda af innlendum fjárfestum
þar sem erlendi samstarfsaðilinn
kæmi að lokafrágangi á verkefninu.
Að öðru leyti vildu hvorki Elías né
Shiran greina frá nánar málavöxtum.
Óstaðfestar heimildir blaðsins Vest-
firðir herma að Daníel Jakobsson,
fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ
sé meðal fjárfestanna.
Góður hagnaður
2013 í sjávarútvegi
Bæði stóru útgerðar- og vinnslu-fyrirtækin við Ísafjarðardjúp skiluðu góðum hagnaði árið
2013. Jakob Valgeir ehf hafði 2.8
milljarða króna í tekjur og hagnaður
fyrir skatta nam 1.052 milljónum
króna eða um 37% af tekjum. Þetta er
með afbrigðum góð afkoma. Rekstur
Hraðfrystihússins Gunnvör hf gekk
líka vel. Samkvæmt ársreikningi fé-
lagsins námu rekstrartekjur um 4. 7
milljörðum króna og hagnaður fyrir
skatta varð 1.1 milljarður króna eða
nærri 24% af tekjum.
Skuldir Hraðfrysithússin Gunnvarar
hf voru í lok ársins 2013 nærri 10 millj-
arðar króna en eignir heldur meiri og
bókfært eigið fé fyrirtækisins var lið-
lega einn milljarður króna.
Jakob Valgeir ehf skuldaði ríflega
8 milljarða króna og bókfært eigið fé
var neikvætt um hálfan milljarð króna
í árslok 2013.
Vinnsluhús Jakobs Valgeirs ehf.
Fasteignamat lækkar
á Ísafirði en hækkar
víða annars staðar
Ritið fasteignamat 2015 er komið út hjá Þjóðskrá Íslands. Hækkun varð frá fyrra ári um
8,9% á landsvísu en heldur minni á
Vestfjörðum eða aðeins 3,7%. Sé litið
á íbúðarhúsnæði kemur í ljós að það
lækkar í ísafjarðarbæ um 5% frá fyrra
ári en atvinnuhúsnæði hækkar um
14%. Víða annar staðar varð veruleg
hækkun á mati atvinnuhúsnæðis.
Mest varð hækkunin í Reykhólahreppi
19,5%, ívið lægri í Vesturbyggð eða
16,5% og 12,4% í Bolungavík. Skv.
upplýsingum frá þjóðskrá hefur verið
unnið að endurmati atvinnuhúsnæðis
um land allt og kann það að skýra
þessa miklu hækkun. Hækkun varð
líka víða á mati íbúðarhúsnæðis. Í Bol-
ungavík hækkaði matið um 11,2%.
Mest varð hækkunin á Tálknafirði
eða 22% og 14% í Strandabyggð. Elías
Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungavík
kvaðst vilja þakka þessa hækkun já-
kvæðum áhrifum af jarðgöngunum
og taldi að verð á fasteignum væri
að færast saman í bæjarfélögunum.
Ýmsir þættir hafa áhrif á fasteigna-
matið, en langveigamestur þeirra eru
gerðir kaupsamningar. Fasteigna-
matið fyrir 2015 tekur mið af kaup-
samningum gerðum fyrir apríllok
2014 og breytingum sem það tekur
frá fyrra ári.
Þjóðskrá íslands: Fasteignamat á Vestfjörðum 2014 - 2015 í milljónum króna
Ekki eru teknar með frístundaeignir, stofnanir og samkomuhús, lóðir og lönd og aðrar eignir.
Húsnæði íbúðarhúsnæði atvinnuhúsnæði samtals fasteignamat
Sveitarfélag 2014 2015 breyt. % 2014 2015 breyt. % 2014 2105 breyt. %
Bolungavík 3.714 4.131 11,2 970 1.090 12,4 5.503 6.083 10,5
Ísafjarðarbær 18.903 17.957 -5,0 4.122 4.703 14,1 28.001 27.954 -0,2
Reykhólahreppur 644 671 4,2 118 141 19,5 2.524 2.621 3,8
Tálknafjarðarhreppur 806 980 21,6 275 280 1,8 1.423 1.618 13,7
Vesturbyggð 3.417 3.742 9,5 789 919 16,5 5.707 6.296 10,3
Súðavíkurhreppur 750 821 9,5 264 286 8,3 2.036 2.180 7,1
Strandabyggð 2.129 2.427 14,0 426 407 -4,5 3.989 4.379 9,8
Árneshreppur 70 75 7,1 57 59 3,5 526 563 7,0
Kaldrananeshreppur 325 355 9,2 119 123 3,4 787 860 9,3
Ný kalkþörungaverksmiðja við Djúp:
Unnið skv áætlun
Unnið er eftir áætlunum um að reisa nýja kalkþörunga-verksmiðju í Súðavík. Rann-
sóknir á námum í Djúpinu standa yfir
samkvæmt því sem Einar Ólafsson,
framkvæmdastjóri Íslenska kalkþör-
ungafélagsins ehf sagði í samtali við
blaðið Vestfirðir. Fyrir liggur viljayfir-
lýsing við Súðavíkurhrepp um aðstöðu-
sköpun og sveitarfélagið væri að vinna
að því að uppfylla hana fyrir sitt leyti.
Einar sagði að rafmagnstruflanirnar
að undanförnu kæmu illa við rekstur
fyrirtækisins á Bíldudal og knýjandi
þörf væri fyrir aðra tengingu fyrir
raforkuflutning en Byggðalínuna.
Ennfremur sagðist Einar vera þeirrar
skoðunar að stjórnmálaöflin í landinu
skulduðu Vestfirðingum nauðsynlega
uppbyggingu svo unnt verði að halda
fjórðungnum í byggð.
einar Sveinn Ólafsson.