Vestfirðir - 12.02.2015, Blaðsíða 14

Vestfirðir - 12.02.2015, Blaðsíða 14
14 12. Febrúar 2015 Samdráttur á Vestfjörðum síðan 2008 Hafin er vinna að stefnumótun fyr ir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Haldnir voru þrír opnir fundi á Vestfjörðum í janúar til að safna hug- myndum og forgangsraða þeim. Fund- irnir voru á Patreksfirði, Hólmavík og á Ísafirði. Að sögn Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Vestfirðinga, á Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 á að fjalla um nýsköpun og atvinnuþróun, menn- ingarmál, uppbyggingu mannauðs og lýðfræðilega þróun á svæðinu. Á fundunum var fjallað um stöðu Vestfjarða í þessum málaflokkum í stuttum kynningum og síðan unnið í hópum við hringborð. Sóknaráætlun landshluta er að sögn Aðalsteins samstarf ríkis og sveitar- félaga um stefnumörkun og veitingu fjármagns til ákveðinna þátta innan hvers landshluta í atvinnu-, byggða og menningarmálum. Sóknaráætl- unin er tilraun til að samhæfa stefnu og framkvæmd stefnu ráðuneyta í málum er varða landshlutana. Að áætluninni koma átta landshlutar og fjögur ráðuneyti. Sóknaráætlun Vestfjarða er þróun- aráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðar- sýn og markmið til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Forgangsröðun verkefna byggir á sóknaráætlun landshlutans. Áætlunin er gerð til 5 ára en hægt er að uppfæra hana innan tímabilsins. Upp- færslur eiga að fylgja sömu skilyrðum og gilda um mótun áætlunarinnar. Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnþróunarfélags Vestfjarða flutti framsöguerindi á fundunum og greindi stöðu atvinnulífs á Vestfjörðum. Hag- kerfið á Vestfjörðum hefur eftir hrun bankanna ekki haldið í við verðlags- breytingar og því heldur dregist saman að raungildi. Tekjur hafa vaxið um 28% en vísitalan hefur hækkað um 36%. Fram kom í erindi Shiran að áform væru um fiskeldi upp á 40-50 þúsund tonn sem gæti skapað 400-600 störf eftir því hvað stærðarhagkvæmni gæti náðst og framleiðslustigi afurða. Dagskrá: 1. Staðan í kjaraviðræðum 2. Kosning verkfallsstjórnar 3. Breyting á úthlutunarreglum Vinnudeilusjóðs 4. Önnur mál Áríðandi að félagsmenn mæti og sýni samstöðu með réttmætum launakröfum verkafólks. FélagsFundur Verk Vest á Hótel ÍsaFirði mánudaginn 16. Febrúar kl.20.00 Frá fundinum á Patreksfirði. Mynd: Jón Jónsson. Frá fundinum á Ísafirði. Heildartekjur Millj. Kr. 16% 15% Í heild sinni er hagkerfið að velta um 55 milljörðum og hefur vaxið um 12 milljarða á síðastliðnum árum. Heildartekjur hagkerfisins á Vestfjörðum 2008-2012. Vöxtur tekna og framleiðsluverðmæta 0 50 100 150 200 250 0 10000 20000 30000 40000 50000 60000 2008 2009 2010 2011 2012 Ax is Ti tle Heildartekjur Vísitala framleiðsluverðs Það hefur verið 28% vöxtur tekna yfir tímabilið en vísitalan hefur hækkað 36% yfir tímabilið. Þróunin 2008 – 2012. Launagreiðslur Millj. Kr. 32% 42% 15% Heildarlaunagreiðslur eru um 13,6 milljarðar og hefur vaxið um 2,4 milljarða á undanförnum árum. Launagreiðslur 2008-2012.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.