Vestfirðir - 12.02.2015, Blaðsíða 8
8 12. Febrúar 2015
Þrjú hundruð
þúsund krónur
innan þriggja ára
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga er ómyrkur
í máli þegar hann er spurður um kröfu verkalýðsfélaganna. „Við viljum að
lægsti taxti verði 300 þús kr á mánuði innan þriggja ára.“ Blaðið Vestfirðir
heimsótti Finnboga á skrifstofu hans á Ísafirði og innti hann eftir því hverjar
væru kröfurnar fyrir komandi kjarasamninga.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins brást illa við kröfunum og neitar
að ræða kröfurnar hvað þá að sam-
þykkja þær. Ber hann því við að kaup-
hækkunin myndi ganga eftir öllum
vinnumarkaðnum og í heild myndu
launahækkanirnar verða 500 milljarðar
króna. Það væri atvinnufyrirtækjum
ofviða og afleiðingin yrði gamalkunn-
ug, verðbólga sem eyddi skjótt fengn-
um kauphækkunum. Víst hefur það
oft orðið reynslan, einkum fyrir daga
þjóðarsáttarinnar 1989. En hvers vegna
vilja forsvarsmenn launþega ekki fallast
á“hóflegar“ kauphækkun og staðfesta
efnahagslegan stöðugleika og áfram-
haldandi lága verðbólgu?
“Misskiptingin hefur stóraukist
í samfélaginu“, segir Finnbogi og
bendir á að launin séu orðin svo lág
aðeinstæðir foreldrar séu að hrekjast
úr starfi vegna þess að auðveldara sé
orðið að ná endum saman á örorku-
og atvinnuleysisbótum. Kauptaxtar
séu nú frá 201.000 kr - 238.000 kr á
mánuði.“Fólk kaupir ekki í matinn
fyrir hagfræðikenningar. Það þarf
raunverulegar krónur í launaumslagið.
Hagfræðikenningar eru skeikular eins
og veðurfarið“, segir Finnbogi Svein-
björnsson. Hann bendir á gögn ASÍ
sem sýna að dagvinnulaun verkafólks
á Norðurlöndunum eftir skatta og leið-
rétt fyrir verðlagi séu 30% hærri en
á Íslandi. Finnbogi bendir á að þessi
láglaunastefna sé fyrirtækjunum
kostnaðarsöm í formi meiri starfs-
mannaveltu og aukins álags í vinnunni.
Atvinnurekendur vanmeta oft kostn-
aðinn af láglaunastefnunni. Þetta er
athyglisvert sjónarmið sem vert er að
Samtök atvinnulífsins taki alvarlega.
Viðurkenndar hagfræðikenningar í
vinnumarkaðsfræðum eru að hærri
laun leiði til minnandi vinnu þar
sem fyrirtækin mæti hærri kostnaði
af hverjum starfsmanni með því að
fækka störfum og öfugt. Erlendar rann-
sóknir gefa til kynna að áhrifin af því að
hækka sérstaklega lægstu laun séu stór-
lega ofmetin, þar sem hækkunin fari
einmitt ekki út um allan launamark-
aðinn. Finnbogi Sveinbjörnsson nefnir
sérstaklega grein eftir Viðar Ingason,
hagfræðing VR um áhrif hækkun
lægstu launa á atvinnu. Í Bandaríkj-
unum eru lögfest lágmarkslaun og 1992
hækkaðu lágmarkslaunin í New Jersey
en ekki í nálægum borgum sem voru
í öðru fylki. Rannsóknir drógu fram
að hækkunin í New Jersey hafði ekki
áhrif til þess að draga úr framboði á
vinnu. Í upphafi árs 2014 hækkuðu
lágmarkslaun í 13 fylkjum Bandaríkj-
anna og tvær ransóknir hafa þegar
verið gerðar. Önnur sýndi engin áhrif
af launahækkuninni á atvinnu og hin
sýndi tölfræðilega ómarktæk áhrif en
benti þó til jákvæðra áhrifa.
Þótt þessar rannsóknir séu ekki
nægilegar til þess að fullyrða ná-
kvæmlega um hver áhrifin af miklum
hækkun lægstu taxta yrðu á íslenskan
vinnumarkað eru þær þó á þann veg
að þær veikja fullyrðingar samtaka
atvinnulífsins um að sama prósentu-
hækkun myndi ganga yfir öll störf á
vinnumarkaði.
Formaður Verkalýðsfélags Vest-
firðinga segir að samninganefnd
Starfsgreinasambands Íslands semji
fyrir 12.000 manns í 16 félögum,“-
meðaltekjur fyrir dagvinnu, það er
taxtakaupið að viðbættu álagi eða
bónus er ca. 250 - 270 þúsund krónur
á mánuði og að viðbættri mikilli yf-
irvinnu eru heildartekjurnar um
það bil 350 - 370 þúsund krónur á
mánuði. Stærsti hópurinn er fisk-
vinnslufólk. Hann er um fjórðungur
innan Starfsgreinasambandsins. En
innan Verkalýðsfélags Vestfirðinga er
þessu hópur um helmingur af þeim
sem við semjum fyrir. Grunnlaunin í
fiskvinnslu eru um 208.000 - 214.000
kr. á mánuði og brúttólaunin með
bónus og yfirvinnu um 300 þúsund
krónur. Þetta eru öll ósköpin sem
greidd eru. Á síðustu árum hafa verið
greiddar um 80 milljarðar króna í arð
í sjávarútvegi. Ef við gerum ráð fyrir
því að hver og einn fái 100 þús kr í
launahækkun er kostnaðurinn að
hámarki 14 milljarðar króna sem er
fjarri þeim 500 milljörðum sem sam-
tök atvinnulífsins klifa á“ Öllu skýrari
verður misskiptingin ekki þegar þetta
tvennt er borið saman sem Finnbogi
Sveinbjörnsson nefnir, lágu launin í
fiskvinnslunni og háu arðgreiðslurnar.
Því til viðbótar hefur komið fram að
ríkasta 1% landsmanna, um 1900 fjöl-
skyldur eiga um fjórðung alls auðsins
í landinu. Þessi hópur hafi aukið hlut
sinn frá árinu 2002 til 2012 úr 17%
upp í 23% alls auðs landsmanna.
Auðurinn hafði aukist um þriðjung
á aðeins 10 árum hjá þessu 1% sem
mest á. Þetta kemur fram í skýrslu
Oxfam, bresku hjálparsamtakanna.
Áframhaldandi láglaunastefna
jafngildir vaxandi ójöfnuði og mis-
skiptingu, segir Finnbogi Svein-
björnsson og veldur atvinnulífinu
ómældum kostnaði og skaðar þjóð-
félagið.
Lægstu laun
verði 300 þús. kr.
innan þriggja ára
Meginkröfur Starfs-
greinasambandsins
eru þær að:
• miða krónutöluhækkanir á laun
við að lægsti taxti verði 300 þúsund
krónur á mánuði innan þriggja ára
og sérstaklega verði horft til gjald-
eyrisskapandi atvinnugreina við
launahækkanir.
• endurskoða launatöflur þannig að
starfsreynsla og menntun séu metin
til hærri launa.
• desember- og orlofsuppbætur
hækki.
• vaktaálag verði endurskoðað og
samræmt kjarasamningum á opin-
berum vinnumarkaði.
• lágmarksbónus verði tryggður í fisk-
vinnslu.
• skilgreind verði ný starfsheiti í
launatöflu.
hærri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Mestur munur er gagnvart Svíþjóð og Noregi en
min i gagnvart Danmörku og finnskir stjórnendur er með 3% hærri dagvinnulaun en stjórnendur
hér á landi.
Ef litið er á dagvinnulaun sérfræðinga eru þau um 3-5% lægri hér á landi en í hinum löndunum,
hæst eru laun sérfræðinga í Noregi og lægst í Svíþjóð. Hluta af þessum mun má skýr með minni
tekj jöfnunaráhrifum íslenska skattkerfisins, þar sem háte jur hér á landi eru skattlagðar m n
minna en á hinum Norðurlöndunum og því verður hlutf llslega meira eftir í buddu hátekjuhópa
hér á landi.
Mestur munur á dagvinnulaunum er hins vegar gagnvart verkafólki og þjónustu-, sölu- og
afgreiðslufólki. Hér á landi eru dagvinnulaun verkafólks allt að 30% lægri en a meðaltali á hinum
Norðurlöndunum. Mestur er þessi munur gagnvart Danmörku, 42% og Noregi, 34% en minnstur
gagnvart Svíþjóð, 15%. Hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki er þessi munur um 20%, mestur
gagnvart Danmörku og Noregi og minnstur gagnvart Svíþjóð.
Það er einnig áberandi á mynd 2 að meiri munur er á launum kvenna en karla í öllum
starfsstéttum. Það bendir til þess að óleiðréttur launamunur kynjanna sé meiri hér á landi en á
hinum Norðurlöndunum.
Mynd 2
Finnbogi Sveinbjörnsson.