Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 15.05.2008, Blaðsíða 4
4 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 20. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR FÓLK Í FRÉTTUM Séra Björn Sveinn Björns son blæs til um ferð ar messu: Líf og lim ir í húfi 898 2222 FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN VÍ KU RS PA UG M yn d: G uð m un du r R ún ar Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Þorgils Jónsson, sími 421 0003, gilsi@vf.is Ellert Grétarsson, sími 421 0004, elg@vf.is Íþróttadeild: Jón Björn Ólafsson, sími 555 1766, jbo@vf.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Hörður Hersir Harðarson, sími 421 0008, hordur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Hönnunardeild Víkurfrétta: Magnús Geir Gíslason, sími 421 0005, magnus@vf.is Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Ragnheiður Kristjánsdóttir, sími 421 0012, ragnheidur@vf.is Skrifstofa Víkurfrétta: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222 VÍKURFRÉTTIR EHF. Séra Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur að Útskálum, hef- ur boðað til umferðarmessu í Útskálakirkju á sunnudag kl. 11. Messan verður með gospel-sniði og mætir Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og syngur við messuna. Jóhann Krist- jánsson mun segja frá lífsreynslu sinni en hann hefur verið bundinn við hjólastól í mörg ár eftir alvarlegt umferðarslys í Sandgerði. Björn Sveinn sagðist með messunni meðal annars vilja ná til ungra ökumanna á Suðurnesjum og fá þá til að mæta í messuna og hugleiða þá ábyrgð sem þeim er falin í umferðinni. Alvarleg umferðarslys hafa tekið gríðarlegan toll á meðal Suðurnesjamanna á síðustu árum. Líf fjölmargra hefur tekið miklum breytingum á einu augnabliki og verður aldrei eins og áður. Þá eru fórnirnar úti á þjóðvegunum, sem og í þéttbýlinu alltof margar, þar sem fólk hefur látið lífið í umferðarslysum. Sóknarpresturinn að Útskálum þekkir umferðarslysin af eigin raun því oftast er það hlutverk prestsins að tilkynna ættingjum um dauðsfall af völdum umferðarslyss. Á undanförnum árum hafa banaslysin í sókninni hjá séra Birni Sveini verið nokkur og hann segir það sínar erfiðustu stundir í starfi að þurfa að tilkynna andlát fólks sem látist hefur af slysförum. Sumir komast þó lifandi út úr mjög alvarlegum slysum. Jóhann Rúnar Kristjánsson er einn þeirra sem fyrir mörgum árum lenti í mjög alvarlegu slysi í Sandgerði. Líf hans tók miklum breytingum eftir slysið en hann hefur verið bundinn við hjólastól síðan þá. Hann tók þá ákvörðun að horfa björtum augum til framtíðarinnar og er í dag afreksmaður í íþrótt sinni, borðtennis. „Ég ber ómælda virðingu fyrir Jóhanni vini mínum, líf hans er í raun einstakur vitnisburður um sigur mannsandans. Honum hefur tekist að yfirvinna raunir sem við velflest þekkjum ekki og gott betur, hann hefur hjálpað fólki mikið sem lent hefur í svipuðum raunum og hann,“ sagði sr. Björn. - Jóhann Rúnar mun segja lífsreynslusögu sína í umferðarmessunni að Útskálum á sunnudaginn. Séra Björn Sveinn hefur áhyggjur af umferðarmenningunni á Suðurnesjum. Hún sé tryllingsleg á köflum og hegðun einstaklinga í umferðinni sé þannig að ætla mætti að ökumenn séu í sínum eigin heimi. Líf og limir þess fólks sem er fyrir utan bílana er hins vegar í hættu. Sjálfur segist Björn Sveinn hafa orðið vitni að því þegar ökutæki var ekið mjög ógætilega í námunda við hóp af ungum börnum að leik. Sóknarpresturinn að Útskálum vill ná til ungra ökumanna, sem nýlega hafa fengið ökuréttindi, og fá þá til að mæta í umferðarmessuna og hugleiða stöðu sína í umferðinni. Það er hins vegar ekki víst að ungu ökumennirnir lesi þetta og því vill séra Björn Sveinn einnig ná til foreldra þessara ökumanna og fá þá til að mæta í messuna með ungmennin sín. „Vissulega hættir okkur öllum til að fara ógætilega í umferðinni, þannig á messan að minna okkur öll á ábyrgð okkur, en reynslan hefur þó kennt okkur að yngri ökumenn eru í mesta áhættuhópnum enda óvanir og sumir einfaldlega ekki með nægilegan þroska til að setjast undir stýri.“ Við messuna á sunnudaginn er ætlunin að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni á síðustu árum. Presturinn vill því sjá sem flesta aðstandendur fórnarlamba umferðarslysa. Séra Björn Sveinn hefur einnig áhuga á að heyra frá aðstandendum sem vilja láta minnast ástvina sinna í bæn. Fólk getur komið óskum sínum á framfæri með því að senda prestinum netpóst á netfangið srbjorn@simnet.is. Séra Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur að Útskálum, hefur boðað til umferðarmessu...

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.