Víkurfréttir - 22.05.2008, Page 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 22. MAÍ 2008 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Útboð
Tilboð óskast í fasteignina Valhöll, 240 Grindavík.
Fasteignasala Reykjaness, fyrir hönd Grindavíkurbæjar, óskar eftir tilboðum í eignina
Valhöll í Þórkötlustaðarhverfi.
Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum 193,2 m2 samkv. FMR, ásamt tilheyrandi
eignarlóð 665 m2 samkv. FMR í eigu Grindavíkurbæjar. Húsið er byggt úr steinsteypu
árið 1932 og klætt með garðastáli. Brunabótamat er kr.22.850.000,- og fasteignamat er kr.
19.730.000,- Fasteign verður seld í því ásigkomulagi sem hún er nú, engar fylgieignir eru
með húsinu.
Húseignin verður til sýnis í samráði við Fasteignasölu Reykjaness í síma 533-4455 eða
863-7272, Víkurbraut 27, 240 Grindavík. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað
ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði.
Tilboð skulu berast Fasteignasölu Reykjaness, Víkurbraut 27, Grindavík fyrir kl. 12.00
þann 5. júní 2008.
Athugið að tilboð verða að gilda a.m.k til og með 11. júní 2008 þegar bæjarráðsfundur
fer fram.
Deilt var um akstursstyrki
starfs manna Stóru-Voga-
skóla á síðasta bæjarstjórnar-
fundi í Vogum. Í síðasta mán-
uði samþykkti bæjarráð að
samræma alla styrki á næsta
skólaári þannig að allir starfs-
menn skólans, nema stjórn-
endur, sem koma úr öðrum
sveitarfélögum fái mánaðar-
lega 10.000 króna inneign
fyrir eldsneyti og fékk sú ráð-
stöfun blendin viðbrögð.
Ritaði starfsfólk bæjarstjórn
bréf þar sem nýja fyrirkomu-
laginu var mótmælt og lagði
minnihluti H-lista til að stað-
festingu á ákvörðun bæjarráðs
yrði frestað í því ljósi.
Meirihlutinn svaraði því til
að með hvatagreiðslunum
og heilsu rækt ar styrk sem
bæjarstjórn samþykkti fyrir
skemmstu væru kjör í Vogum
fyllilega samkeppnishæf við
það sem viðgengst annars-
staðar.
Að endingu bókaði fulltrúi
minnihlutans að breytingarnar
væru „fáránlegar“ og ekki til
þess fallnar að auka hollustu
meðal starfsfólks sem hafði
sumt hvert unnið hjá bænum í
25 ár. Væri um að ræða „spark
í rassinn“ á þeim sem sýnt
hafa vinnustað sínum hollustu
í öll þessi ár.
Spark í rass-
inn í Vogum?