Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. JÚLÍ 2008 11STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Heiður Sverrisdóttir, íbúi í Grindavík, hefur áhyggjur af slysahættu á byggingarsvæði við Dalbraut þar í bæ. Um er að ræða tveggja hæða bygg- ingu og er Heiður ósátt við að byggingarsvæðið er ógirt. Hún segir börn hafa verið að leik á svæðinu, steypustyrkt- arjárn standi út úr steypunni og timbur, járn og steypu- styrktarmót liggi á víð og dreif. MBL hefur eftir byggingarfull- trúa bæjarins að tilmælum hafi verið komið á framfæri við verktakann en honum hafa borist ábendingar frá íbúum um slælegan frágang á umræddu byggingarsvæði. Haft er eftir Magnúsi Guð- mundssyni, framkvæmda- stjóra Grindarinnar ehf. sem stendur að framkvæmdunum, að um sé að ræða venjulegt, snyrtilegt byggingarsvæði“ og ekkert óvenjulegt sé við það. Magnús heldur því fram í MBL að á honum hvíli engin skylda til að girða svæðið af. Í bygginarreglugerð segir orð- rétt: „Meisturum og byggingar- stjóra er skylt, ef byggingar- fulltrúi ákveður, að sjá svo um að hindruð sé umferð óviðkomandi aðila um vinnu- stað...Byggingarstjóra og iðn- meisturum er skylt að sjá um að sem minnst hætta, óþrifn- aður eða önnur óþægindi stafi af framkvæmdum og að viðhafðar séu fyllstu öryggis- ráðstafanir, eftir því sem að- stæður leyfa. Við öryggisráð- stafanir á vinnustað þarf bæði að hafa í huga þá sem eru þar vegna vinnu sinnar og þá sem þar kunna að koma af öðrum ástæðum.“ Slysagildra í Grindavík? Mikið tjón varð í eldsvoða fyrir síðustu helgi á vélaverk- stæði ÍAV við Bolafót. Stór malarflutningabíll, svokölluð Búkolla, var inni á verkstæðinu og eyðilagðist auk þess sem talsvert tjón varð á húsnæðinu. Það tók slökkvilið BS vel á fjórðu klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Um 30 slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu en liðsauki barst frá slökkviliðinu í Sandgerði. Milljónatjón í eldsvoða Slökkviliðsmenn berjast við eldinn í verkstæðinu. VF-mynd/elg

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.