Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 03.07.2008, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. JÚLÍ 2008 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Vesturhóp 29, Grindavík Einbýlishús ásamt bílskúr 205m2 í byggingu. Húsið er timburhús klætt með báruáli. Skilast fullbúið að innan án gólfefna, en búið verður að flísaleggja, bað, forstofu og þvottahús. 33.900.000,- 18.200.000,- Víkurbraut 42, neðri hæð, Grindavík Mikið endurnýjuð neðri hæð í tvíbýli 107,5m2 ásamt bílskúr 48,6m2 Húsið er klætt að utan. Nýjar útidyrahurðar. Bílskúrinn er nánast nýr, ný bílskúrshurð. 24.000.000,- Efstahraun 22, Grindavík Fallegt 121,4m2 endaraðhús, ásamt 28,6m2 bílskúr, samtals 150m2 frá 1978. 4 svefnherbergi, stofa, eldhús, baðherbergi. geymsla og þvottahús. Nýtt þakjárn. Heitur pottur. 36.800.000,- 22.800.000,- 25.500.000,-22.000.000,-7.500.000,- Borgarhraun 22, Grindavík 197m2 einbýli frá 1972, sem búið er að taka mikið í gegn. 3. svefnh. 2 baðherb. Eldhús með hápóleraði maghony innrétting, marmari á gólfi, allt nýtt í eldhúsi. Sólstofa, bílskúr. Löggiltur fasteignasali: Snjólaug K. Jakobsdóttir Sölumenn: Ásta J. Grétarsdóttir, Júlíus Steinþórsson, Ingimar H. Waldorff, Sævar Pétursson www.es.is S u ð u r n e s j a Fasteignastofa Tjarnabraut 20, Reykjanesbær 3ja herbergja íbúð í 10 íbúða húsi. Örstutt frá nýjum grunnskóla og leikskóla. Við hönnun og skipalag á íbúðum var lögð áhersla á að íbúðirnar hefðu sem mest einkenni sérbýlis, s.s. sérinngan- gur og sameignarrými í algjöru lágmarki. Garðbraut 70, Garði 190,7m2 einbýli, vinalegur bakgarður með palli og leiktækjum, parket á holi, stofu, og svefnher- bergjum, flísar á eldhúsi, baðherbergi, forstofu og þvottahúsi. Rúmgóður bílskúr. Búið er að skipta um þak á húsi og bílskúr. Brekkstígur 35b, Njarðvík, 4ra herb íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, tvö svefnher- bergi, þvottahús og baðherbergi.. Í kjallara er hjólageymsla, sameiginlegt þvottahús og sér geymsla. Eign sem vert er að skoða. 20.400.000,- 18.000.000,-19.500.000,-25.500.000,- Hafnagata 15, Höfnum, Um er að ræða einbýlishús ásamt gestahúsi. Húsið er frá árinu 2003. Á neðri hæð eru forstofa, stofa, eldhús og stórt baðherbergi. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi. Parket á gólfum. Í gestahúsi er svefnherbergi, stofa og salerni. Heitur pottur. Breiðhól 20 / 22, Sandgerði 143,5m2 parhús ásamt 27,2m2 bílskúr, samanlagt 170,7 ferm. Húsið er timburhús, klætt með báruál með innbrenndum lit steingrátt. Húsið afhendist tilbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan. Leynisbrún 13, Grindavík 154,5m2 einbýli ásamt bílskúr. 4 svefnherb. Baðherberg. geymsla og þvottahús er flísalagt. Parket á stofu og borðstofu. Rúmgóður bílskúr. Að utan er húsið í mjög góðu ásigkomulagi. Norðurhóp 56-58, Grindavík 179,4m2 steypt raðhús ásamt 27,6m2 bílskúr, samtals 207m2 Húsið skilast fokhelt að innan en búið verður að setja hita í bílskúrsgólf og í milliplötu. Neysluvatnið verður komið. Vörðusund 2, Grindavík Um er að ræða 49m2 endabil ásamt 15m2 mil- lilofti í nýlegur atvinnuhúsnæði. Bilið er fullbúið með snyrtingu og milliloftinu. Stór innkeyrlsuhurð er á bilinu. Malbikað plan er fyrir framan bilið. Dr. Guðmundur Vignir Helgason frá Grinda- vík lauk styrktargöngu 21. júní sl . Gang an gekk út á að ná toppi hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukku stund um. Ti l g ang u r ferð ar- innar var að safna pening til styrktar Paul O'Gorman rannsóknarstöðinni í Glasgow þar sem fram fara rannsóknir á hvítblæði. Guðmundur Vignir er doktor í líffræði við rannsóknarstöðina og tekur þátt í rannsóknunum. Fjallstindarnir voru Scafell (978 m), Ben Nevis (1.344 m) og Snowdon (1.085 m). Á vef Guðmundar Vignis kemur fram að þau voru 13 talsins sem gengu og þ.m.t. Matt Sinclair, aðalhvatamaðurinn að söfn- uninni og Professor Tessa Holyoke yfir- maður Paul O´Gorman- stofnunarinnar. Þau byrjuðu á Ben Nevis í Skotlandi kl. 16:00 og tók sú ganga tæplega 5 klst. Um 21:00 var lagt að stað til Lake District í Eng landi þar s em Scafell Pike beið göngu- hópsins. Í myrkri og úrhellis rigningu gengu þau á Scafell um kl. 3:00. Sú ganga tók 4 tíma. Rétt rúmlega 7:00 lögðu þau af stað til Wales. Það leit á tímabili út fyrir að þau myndu ekki geta lokið göng- unni vegna veðurs. Guðmundur Vignir lét ekki vont veður slá sig út af laginu. „Ég sagði Matt fyrirliða að ég væri með „meistaragráðu í íslensku roki“ og gæti leiðbeint hópnum hvernig ætti að bera sig að við svoleiðis aðstæður. Í framhald- inu var tekin ákvörðun um að halda til Wales og etja kappi við Snowdon þrátt fyrir stormviðvörun. Kl. 12:00 að hádegi sunnudags byrjaði gangan á Snowdon sem reyndist nokkuð erfið. Veðrið var samt ekki mikið verra en íslenskt hávað- arok. Talsverð þreyta var þó farin að segja til sín og sumir farnir að glíma við hæl- særi, blöðrur og fótakrampa,“ segir Guð- mundur Vignir á vefsíðunni http://www. justgiving.com/gvignir. Upp á tind komust allir og þriggja-fjalla göngunni lauk á 23 klst og 55 mín. Að lokum þakkar Guðmundur þeim sem studdu við bakið á honum og veittu honum fjárhagslegan stuðning sem rennur til Paul O'Gorman-stofnunar- innar. Fyrir þá sem enn vilja styrkja Dr. Guð- mund Vigni þá verður síðan, http://www. justgiving.com/gvignir opin til 21. ágúst 2008. STYRKTARGÖNGUNNI LOKIÐ Leikskólaaf-slættir hækkaðir B æ j ar r á ð Vo g a h ef ur samþykkt tillögu fræðslu- nefndar um að gerðar verði breytingar á gjaldskrá heilsu- leikskólans Suðurvalla. Afsláttur fyrir annað barn hækkar úr 25% í núver- andi gjaldskrá upp í 50% og afsláttur fyrir þriðja barn hækkar úr 50% upp í 100%. Jafnframt var samþykkt að systkinaafsláttur gildi um barn í leikskóla ef systkini, 12 mánaða, eða eldra er í vistun hjá dagforeldri í Sveit- arfélaginu Vogum í stað þess að afsláttur taki gildi við 18 mánaða eins og er í núgildandi gjaldskrá. Lagt er til að gjaldskrárbreytingar taki gildi þann 1. ágúst.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.