Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 10.07.2008, Blaðsíða 5
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 10. JÚLÍ 2008 5STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Framkvæmdastjóri SECURITAS í Reykjanesbæ Óskumeftir að ráða öflugan einstakling í stöðu framkvæmdastjóra hjá nýju útibúi SECURITAS í Reykjanesbæ. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir; Hæfniskröfur Vinsamlega athugið að fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ MRI. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Guðný Harðardóttir STRÁ MRI stra@stra.is www.stra.is. Uppbyggingu nýrrar rekstrareiningar, starfsmannahaldi og daglegum rekstri útibúsins. Kynningarmálum, skipulagi og framkvæmd sölumála, áætlunargerð og eftirfylgni verkferla. Öflun nýrra viðskiptatækifæra og viðhaldi viðskiptatengsla. Þróun nýrra verkefna og þátttöku í stefnumótun og markmiðasetningu. Öðrum þeim störfum er falla undir verksvið framkvæmdastjóra. eru að umsækjendur hafi menntun á sviði viðskipta og rekstur eða sambærilega menntun og/eða marktæka reynslu af sambærilegum störfum. Við leitum að kraftmiklum og metnaðardrifnum einstaklingi, sem hefur frumkvæði, sóknarkraft og faglegan metnað til árangurs í starfi. Áhersla er lögð á sjálfstæð og skilvís vinnubrögð. , gudny@stra.is hjá svarar fyrirspurnum, en viðtalstímar eru frá kl. 13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Vinsamlega sendið umsóknir eða eigin starfsferilskrár til ásamt viðeigandi gögnum. Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí nk. Upplýsingar má einnig nálgast á heimasíðu * * * * * SECURITAS hóf starfsemi árið 1979 og er eitt af s tærs tu f y r i r tæk jum landsins. Höfuðstöðvar S E C U R I T A S e r u í Reykjavík, en fyrirtækið er einnig með starfsemi á Akureyri, Borgarnesi, Selfossi, Reykjanesbæ og áAustfjörðum. SECURITAS er leiðandi fyrirtæki sem vinnur forvarnarstarf með það að markmiði að auka öryggi viðskiptavina sinna og koma í veg fyrir hverskonar tjón. Nú eru s ta r f smenn SECURITAS um 440 talsins og þjóna þeir þúsundum viðskiptavina, þar á meðal flestum af s tærs tu f y r i r tæk jum landsins. www.stra.is Fagmennska í yfir ár20 Suðurlandsbraut - sími 588 3031 - www.stra.is30 SECURITAS alltaf í sókn ! Æfingaaðstaða slökkviliðs Bruna varna Suð ur nesja hefur verið lögð í rúst af skemmdarvörgum. Tjónið er mikið en allt hefur verið brotið og eyðilagt sem hægt er að eyðileggja. Slökkviliðið hafði útbúið æfingaaðstöðu í gömlu sorpeyðingarstöðinni við Hafnaveg. Óvíst er hvort hún verður endurnýjuð. Í gömlu sorpeyðingarstöðinni hafði verið útbúin aðstaða til reykköfunar, auk þess sem á svæðinu voru fjölmargir æfingagámar frá Brunamála- stofn un. Einnig var far ið inn í gámana og þar unnar skemmdir. Ólafur Ingi Jónsson, verkefna- ÆFINGAAÐSTAÐA slökkviliðs lögð í rúst stjóri hjá Brunavörnum Suð- urnesja, sagði í samtali við Vík- urfréttir að tjónið væri mikið. Aðstaða fyrir slökkviliðsmenn á æfingum hafi verið innréttuð og húsið lagað að aðstæðum m.a. til reykköfunar. Nýverið voru allar rúður í hús- inu brotnar. Við því var brugð- ist með því að negla plötur fyrir gluggana. Þegar skemmd- arvargarnir voru á ferðinni í Æfingaaðstaða BS er í gömlu sorpeyðingarstöðinni við Hafna- veg. Þar var unnið mikið tjón. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson. síðustu viku eða um síðustu helgi voru plöturnar allar rifnar frá. Allar hurðar voru brotnar upp og innréttingar voru rifnar niður af veggjum. Þá voru brotin göt á veggi. Glerbrot eru út um allt og spilliefnum var hellt niður. Farið var inn í gáma frá Bruna- málastofnun og þar unnar skemmdir. Skemmdarvarg- arnir mega þakka fyrir að hafa ekki farið sér að voða en raf- magn er á húsinu og talsvert var átt við raflagnir og tengla- box. Þeir sem hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við gömlu sorpeyðingarstöð- ina við Hafnaveg eru hvattir til að láta lögreglu vita. Innréttingar voru rifnar niður af veggjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.