Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 21.08.2008, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 21. ÁGÚST 2008 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggilltur fasteignasali laugi@studlaberg.is Halldór Magnússon Löggilltur fasteignasali dori@studlaberg.is Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Sölumaður gulli@studlaberg.is Fasteignasalan Stuðlaberg · Hafnargötu 29 · 2. hæð · 230 Reykjanesbæ · Sími: 420 4000 · Fax: 420 4009 · www.studlaberg.is Starmói 13, Njarðvík Um er að ræða glæslegt 5 herbergja einbýlishús ásamt bílskúr. Snyrtileg eign innan sem utan, lóð í góðri rækt með verönd og heitum potti. Frábær stað- setning, innst í botnlanga. Eignin er laus til afhendingar! Sóltún 2, Kefl avík. Mjög skemmtileg 3ja- 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýli. Parket og fl ísar eru á öllum gólfum og nýleg innrétting er í eldhúsi. Nýlegt þakjárn, nýlegar rafl agnir+tafl a og góðar svalir frá stofu. Mjög falleg og snyrtileg eign á góðum stað. Kirkjuvegur 1, Kefl avík. Rúmlega 82m2 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýli fyrir 55 ára og eldri. Björt og falleg eign, parket og fl ísar á gólfum, baðherbergi fl ísalagt. Stór og snyrtileg sameign, inni og úti. Frábær staður í hjarta bæjarins. Smáratún 38, Kefl avík. Um 121m2 4ra herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Eignin er mjög rúmgóð og björt og hefur sérinngang. Parket og fl ísar á gólfum og baðherbergi er fl ísalagt. Góður staður. 20.900.000,- 15.700.000,- 15.800.000,- Suðurtún 1, Kefl avík. 170m2 steypt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt ca. 27m2 bílskúr. Afar hug- guleg eign, nýleg innrétting er í eldhúsi og allt er nýlegt á baðherbergi. Nýlegt parket á gólfum og allir gluggar eru nýjir í húsinu. Fallegur garður og hellulagt plan. 31.000.000,- Kirkjubraut 28, Njarðvík Um 144m2 einbýlishús með fjórum svefnherbergjum. Parket og fl ísar á gólfum, afgirt lóð og verönd m/ heitum potti. Góður staður. Skipti möguleg á minni eign! Silfurtún 1 - 5, Garði. Skemmtileg 68 - 79m2 2ja og 3ja herbergja fullbúin raðhús. Eignirnar skilast fullbúnar jafnt að innan sem utan, fallegar innréttingar frá RH innréttingum, skápar í herbegjum og parket og fl ísar á öllum gólfum. Dæmi um 90% lán. - 68 fm íbúð. Verð: 14.000.000,- Lán frá ÍLS 11.2m,- 5,05% vextir. Lán frá verktaka: 1,4m 5,0% vextir/20ár Útborgun 1,4m Afborgun ca. 65.000,- pr mán. Fullar vaxtabætur pr. mán kr. 24.766.- m/v hjón/par í sambúð. 2ja herb. 14.000.000,- 3ja herb. 16.000.000,- 41.000.000,-25.000.000,- Opið hús fi mmtudaginn 21. ágúst frá kl. 17.30 - 19.00! Um daginn var ég að versla í ónefndri verslunarmiðstöð. Ég brá mér inn í 10-11 til að kaupa mér smotterí sem mig vantaði í kvöldmatinn. Í búðinni voru fáir, nokkr ir drengir úr tí- u n d a b e k k , undirritaður, m a ð u r u m fimm tugt og svo afgreiðslumaðurinn. Strákarnir dreifðust um búð- ina með buxurnar á hælunum og allt í einu gellur í þeim fimmtuga: Viltu gjöra svo vel að skila kveikjaranum sem þú tókst úr hillunni! Einn af drengjunum svarar að bragði. Við tók um ekki neitt! Sá fimmtugi endurtók höstugur skipunina og bætti við: Ég sá þegar þú tókst hann! Skiliði kveikjaranum og komið ykkur út úr búðinni. Ég hélt að málið væri afgreitt, drengirnir yrðu dauðfegnir að sleppa við þessi málalok. Svo reyndist alls ekki vera. Drengirnir færðu sig nær manninum og einn þeirra sagði með þjósti: Hvað þykist þú vera að reka okkur út og skipta þér af þessu. Þér kemur þetta ekkert við! Nú var þeim fimmtuga nóg boðið. Hann hvæsti: Ég er framkvæmda- stjóri þessarar verslunarmið- stöðvar og hef fullt umboð til að vísa ykkur út. Í þeim orðum töluðum snéri hann sér að afgreiðslumanninum og sagði honum að kalla á örygg- isvörð sem kom á augnabliki. Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin augum en drengirnir sýndu ekki á sér fararsnið fyrr en stefndi í að öryggisvörður- inn fjarlægði þá út úr búðinni með handafli. Tímarnir breytast og menn- irnir með. Þegar undirritaður var að alast upp við strákapör eins og gengur suður með sjó var það ófrávíkjanleg regla þegar staðið var í hrekkjum að hlaupa eða láta sig hverfa þegar „kallinn“ kom. Sú at- burðarás sem lýst er hér að ofan var því sem næst óhugs- andi þegar undirritaður var í grunnskóla. Við félagarnir vissum sem var að ekki var von á góðu yrðum við uppvísir að því að sýna fullorðnum óvirðingu. Auðvitað sátum við ekki bara og pússuðum geisla- bauginn í kennslustundum, en við höfðum varann á og gættum þess að hegða okkur ekki þannig í skólanum að kennarar og aðrir þyrftu að beita sér þannig að það fréttist heim. Því síður að við létum dynja á kennurunum fúkyrði og svívirðingar eins og nú tíðkast sumsstaðar. Kennarar þurfa í dag einfaldlega að hafa miklu meira fyrir því að halda aga en áður og þeir þurfa að sanna gagnvart nemendum sínum að þeir hafi þann mynd- ugleika sem þarf til að geta stýrt bekkjardeild. Góður agi og virðing fyrir skól- anum og starfsfólki hans er ein af meginforsendum þess að skólastarf gangi vel og þar getur þú sem foreldri hjálpað til. Til að auðvelda kennar- anum starfið er mikilvægt fyrir foreldra að brýna fyrir börnum sínum að fara að fyrir- mælum kennara og sýna starfs- fólki skólans virðingu. Börnin þurfa einfaldlega að finna að kennararnir og foreldrarnir eru saman í liði þegar kemur að kröfum um hlýðni, iðni og almenna framkomu. Ef kenn- arar og foreldrar eru samstíga hvað þetta varðar, margfald- ast líkurnar á því að barninu líði vel og að það verði góður námsmaður. Ég vona að barn- inu þínu farnist vel í skólanum í vetur. Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á Fræðslu- skrifstofu Reykjanesbæjar. Hlaupum - Kallinn er að koma! SKÓLABYRJUN Stóru-Vogaskóli Vogum Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst í Tjarnarsal 1.-5. bekkur mæti kl. 10 6.-10. bekkur mæti kl. 11 Foreldrar/forráðamenn velkomnir með nemendum. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst. Skólastjóri ������������������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.